73 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

73 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 14, Borgarnesi
Stillholti 14-16 Akranesi
kt. 550399-2299
Símar: 433 7117 – 433 1070


FUNDARGERÐ
73.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS


Miðvikudaginn 19.09.2007 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Þjónustumiðstöðvarinnar á Vegamótum, Eyja- og Miklaholtshreppi.

Mætt voru:
                   Finnbogi Rögnvaldsson
                   Jón Pálmi Pálsson
                   Rósa Guðmundsdóttir
                   Sigrún Guðmundsdóttir
                   Ragnhildur Sigurðardóttir
                   Arnheiður Hjörleifsdóttir
 
                   Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð
1. Kosning formanns og varaformanns stjórnar    heilbrigðisnefndarVesturlands.
Finnbogi Rögnvalds kosinn formaður og Jón Pálmi Pálsson varaformaður
2. Úrskurður umhverfisráðuneytis, dags. 31.08.2007, í kærumáli nokkurra íbúa á Akranesi,  vegna ákvörðunar heiðbrigðisnefndar á endurnýjuðu  starfsleyfi fyrir Laugafisk hinn  1. nóvember 2006.
Farið yfir úrskurðinn sem kom nefndarmönnum ekki á óvart miðað við fyrri afskipti  umhverfisráðuneytis að málinu.
Með hliðsjón af þeim kvörtunum sem borist hafa vegna starfsemi fyrirtækisins er  framkv.stjóra falið að skerpa verklagsreglur á eftirliti með Laugafiski.
3. Afrit af bréfi umhverfisráðuneytis til Laugafisks, dags. 31.08.2007, þar sem  gefin er undanþága á starfsleyfi allt fram til  1. mars 2008. Heilbrigðisnefnd hafði með afturköllun sinni á endurnýjuðu starfsleyfi fyrirtækisins hinn 22. maí 2007 mælt með slíkri undanþágu.
Framlagt.
4. Afrit af bréfi umhverfisráðuneytis til úrskurðarnefndar, dags. 31.08.2007, þar sem kæra Laugafisks vegna afturköllunar heilbrigðisnefndar á endurnýjuðu starfsleyfi fyrirtækisins, er framsend til úrskurðarnefndar.
Eftir miklar umræður um málið samþykkti nefndin eftirfarandi bókun:
Með vísan til 31. og 32. gr laga um hollustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 lýsir heilbrigðisnefndin yfir undrun sinni á efnismeðferð umhverfisráðuneytisins á kæru Laugafisks vegna ákvörðunar nefndarinnar um að afturkalla starfsleyfi fyrirtækisins 22. maí 2007. Nefndin álítur að umhverfisráðuneytið hafi með fyrri afskiptum sínum að málinu, sem síðan endaði með úrskurði um að fella niður starfsleyfið, beint allri málsmeðferð í það far sem heilbrigðisnefnd Vesturlands tók á fundi sínum 22. maí 2007, þegar hún afturkallaði áður útgefið starfsleyfi.
5. Bréf úrskurðarnefndar, dags. 7. september 2007, þar sem óskað er eftir greinargerð ásamt fylgiskjölum vegna afturköllunar heilbrigðisnefndar á endurnýjuðu starfsleyfi til Laugafisks. Umhverfisráðuneytið hafði framsent  erindið til úrskurðarnefndar með vísan til 31. gr. laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og  mengunarvarnir, þrátt fyrir að það hefði á fyrri stigum fjallað efnislega um  erindið.
Framkv.stj. falið að svara erindinu.
6. Bréf umhverfisráðuneytis, dags. 03.09.2007, varðandi olíubirgðastöð í Hvalfirði og ósk Umhverfisstofnunar, dags. 30.08.2007, um umsögn fyrir starfsleyfi olíubirgðastöðvar Olíudreifingar í Hvalfirði.
Miklar umræður urðu um starfsemina og þá sérstaklega öll öryggisatriði sem fylgja  slíkri starfsemi.
Nefndin fer fram á að ýtrustu kröfum um starfsemina sé fylgt, eins og um nýja stöð sé  að ræða. Framkv.stj. falið að svara erindinu.
7. Auglýsingartími á starfsleyfisdrögum fyrir Daníelsslipp á Akranesi liðinn.
Ein athugasemd barst. Samþykkt að breyta lið 3.8. í starfsleyfisdrögum og bæta við  nýjum lið 3.11. um vindpoka.
8. Rætt um starfmannamál Heilbrigðiseftirlitsins
 
9. Starfsleyfisumsóknir
•   TK hársnyrtistofa, Klettavík 1, Borgarnesi
•   Leikskólinn Ugluklettur Uglukletti 1, Borgarnesi
•   KG fiskverkun við Melnesi 1, Rifi
•   Rakarastofa Gísla, Kirkjubraut 6a, Akranesi
•   Litla Lón, fiskverkun, Ennisbraut 34, Ólafsvík
•   Menntaskóli Borgarfjarðar, Bjarnarbraut 4, Borgarnesi
•   Vatnsból Eiði, Eyrarsveit
•   Vatnsból Hóli, Norðurárdal
•   Vatnsból Dýrastöðum, Norðurárdal
•   Vatnsból Þorgautsstöðum, Hvítársíðu
•   N1, byggingavöruverslun, Innnesvegi 1, Akranesi
•   Dagvistun barna, Jaðarsbraut 9, Akranesi
•   Dagvistun barna, Vesturgötu 46, Akranesi
•   N1, bensinafgreiðsla og söluskáli, Þjóðbraut 9, Akranesi (eigendaskipti)
•   Iceland Glacier Products, Hafnarbraut 10, Rifi
•   Kristý, heilsubótarefni/umboðssala, Skúlagötu 13, Borgarnesi
  Allar ofangreindar umsóknir samþykktar.
10. Önnur mál


• Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 13.09.2007, vegna    fyrirspurnar heilbrigðisnefndarinnar frá 16. nóvember 2006 um verklagsreglur fyrir starfsemi heitloftsþurrkunarfyrirtækja. Samkv. bréfi ráðuneytisins, sem leitaði umsagnar Umhverfisstofnunar, er ekki talin þörf á að búa til sérstakar reglur um þetta.
• Jón Pálmi ítrekar tillögu sína um að bifreiðar embættisins verði merktar
• Arnheiður kom með fyrirspurn um svör, sbr. fundargerð 72. stjórnarfundar, vegna starfseminnar að Melum, Melasveit.
• Jón Pálmi ítrekaði tillögu sína um að óskað yrði eftir fundi með umhverfisráðherra vegna málefna er varða eftirlit með starfsleyfum ofl
 Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 14.45