20 – SSV samgöngunefnd
F U N D A R G E R Ð
Samgöngunefnd SSV
Fundur á skrifstofu SSV 10. september 2007 kl. 16 í Borgarnesi.
Mætt voru: Davíð Pétursson, Finnbogi Leifsson, Sæmundur Víglundsson, Guðmundur Vésteinsson, Kristinn Jónasson og Gunnólfur Lárusson, Sigríður Jónsdóttir boðaði forföll. Einnig sátu fundinn Sigríður Finsen formaður SSV og Hrefna B. Jónsdóttir.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Magnús Valur segir frá stöðu framkvæmda á Vesturlandi.
2. Undirbúningur fyrir aðalfund SSV sem haldinn verður 10. september 2007. (drög að ályktunum)
3. Önnur mál.
1. Magnús Valur – staða framkvæmda.
Magnús Valur umdæmisstjóri hjá Vegagerðinni kom á fundinn og greindi frá stöðu einstakra framkvæmda í vegagerð á Vesturlandi. Dreift var korti af helstu framkvæmdum 2007 og verkefnum sem verður hraðað samkvæmt sérstakri ákvörðun ríkisstjórnarinnar í júlí 2007.
Rætt um einstakar framkvæmdir á þjóðvegum, tengivegum, safnvegum og skipulag þeirra. Rætt um gerð reiðvega samhliða malbikun vega. Verð verka hefur farið hækkandi. Rætt um vegagerð við Grunnafjörð og viðbrögð við ákvörðun umhverfisráðherra um að hafna vegagerð þar.
2. Undirbúningur fyrir aðalfund SSV – Ályktanir.
Sigríður Finsen lagði fram erindi frá Gísla Karel Halldórssyni, verkfræðingi, þar sem hann leggur áherslu á að þegar Hvalfjarðargöngin verði tvöfölduð þá eigi landtakan að norðanverðu að liggja til austurs. Með því muni akstursvegalengd allra, nema þeirra sem fara til Akraness, fara um göngin styttast um 3 km.
Umræður urðu um slæmt ástand malarvega og þörf á viðhaldi slitlagsvega. Lækkun þjónustustigs á þjóðvegi 1, frá Kollafirði í Borgarnes. Möguleika á breyttum vegi, eins og tvöföldun vegarins og/eða 2+1.
Fundarmenn voru sammála um að tappa þurfi af umferðarþunga af vegum, á vissum köflum, nú þegar með 2+1 vegi sem nýtist þegar framtíðarvegur 2+2 er byggður upp á leiðinni Reykjavík – Bifröst. Magnús Valur yfirgaf fundinn.
Farið yfir ályktanir aðalfundar frá því 2006. Ákveðið að setja ályktanirnar upp út frá nýframkvæmdum, öryggismálum, tengivegum. Framkvæmdastjóra falið að setja upp drög og senda nefndarmönnum.
Fleira ekki gert og fundi slitið. Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.