Barnamenningarhátíð í Borgarbyggð sett í dag

SSVFréttir

OK barnamenningarhátíð í Borgarbyggð er formlega sett í dag í sveitarfélaginu. Um er að ræða mjög metnaðarfulla dagskrá sem upphefur menningu barna og ungmenna. Viðburðurinn er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands sem leggur  fjármagn til hátíðarinnar sem ferðast um Vesturland ár frá ári. Síðast var hún haldin í Snæfellsbæ en árið 2024 tekur Akraneskaupsstaður við keflinu. Eins og áður kom fram fer …

Eyrarrósin afhent í 18. sinn

SSVFréttir

Alþýðuhúsinu  á Siglufirði var afhent Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.                                                                                                  …

Kynningar- og vinnufundur í Stykkishólmi 25.04.2023 – Upptökur frá erindum

SSVFréttir

Fundarboð var sent út á hagaðilalista allra þjónustusvæða á Snæfellsnesi og fundurinn kynntur með opinni frétt á www.west.is og færslu á facebook – allir áhugasamir gátu skráð sig á fundinn og 39 aðilar mættu. Þátttakendur á fundinum kynntu sig og verkefnisstjóri kynnti verkefnið og hvað lægi fyrir fundinum. Byrjað var á erindum, fyrirspurnum og umræðum, síðan var matarpása þar sem …

Viðvera atvinnuráðgjafa í Dalabyggð

SSVFréttir

Ólafur Sveinsson atvinnuráðgjafi SSV verður   í stjórnsýsluhúsinu að Miðbraut 11,  þriðjudaginn 2. maí    n.k. kl. 13:00 – 15:00. Sími: 892-3208 netfang: olisv@ssv.is  

Málþing um Menningarstefnu Vesturlands fer fram í Stykkishólmi

SSVFréttir

Menningarstefna Vesturlands var formlega samþykkt í byrjun árs 2021 og er hún í gildi til 2024. Stefnan er áhersluverkefni Sóknaráætlunnar Vesturlands. Að stefnunni komu fulltrúar níu sveitarfélaga á Vesturlandi auk fjögurra aðila starfandi í menningartengdum atvinnugreinum í landshlutanum. Stefnan er endurskoðun eldri menningarstefnu Vesturlands, en að þessu sinni var gerð að megináherslu að efla menningartengdar atvinnugreinar auk þess sem sérstök …

Rúmar 50 milljónir í uppbyggingu ferðamannastaða á Vesturlandi

SSVFréttir

6 verkefni á Vesturlandi hljóta styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2023 fyrir alls 50,8 milljónir. Alls hlutu 28 verkefni styrk en Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra tilkynnti um úthlutunina í Vík í Mýrdal þann 14. apríl síðastliðinn. Framkvæmdasjóður ferðamannastaða starfar samkvæmt lögum nr. 75/2011 og er markmið sjóðsins að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land …

Kolefnishlutlaus Vestfjarðaleið

SSVFréttir

Nýsköpunarviðburðurinn Hacking Vestfjarðaleiðin fer fram 22. apríl næstkomandi á Café Riis á Hólmavík og lýkur kl 20:00 um kvöldið með verðlaunaafhendingu. Hacking Hekla er samstarfsvettvangur og fyrsta röð lausnamóta fyrir landsbyggðina sem ferðast hringinn í kringum landið. Vettvangurinn Hacking Hekla varð til 2020 og hélt fyrsta lausnamótið á Suðurlandi það haust og í kjölfarið Hacking Norðurland vorið 2021, Hacking Austurland …