Skuld í Frystiklefanum

SSVFréttir

Laugardagskvöldið 28. október verður heimildamyndin Skuld eftir Rut Sigurðardóttur undir merkjum Bíóbúgí, sýnd í Frystiklefanum á Rifi . Í kjölfar bíósýningarinnar verða tónleikar með Kristjáni Torfa Gunnarssyni sem gerði tónlistina í myndinni. Skuld fjallar um ungt par sem ákveður að feta í fótspor forfeðra sinna og gera út trilluna Skuld frá Rifi. Í myndinni er rakin vegferð þeirra og heim …

Heima Skagi fer fram um helgina

SSVFréttir

Annað kvöld, 28. október verður blásið til tónlistarhátíðar á Akranesi, en þá fer Heima – Skagi 2023 fram í bænum. Hátíðin fer þannig fram að fremur óhefðbundin tónlistarrými eru notuð til tónleikahalds, og til að mynda opna Skagamenn heimili sín fyrir tónlistarþyrstum gestum. Auk heimahúsa fara fram tónleikar í Rakarastofu Hinriks, Blikksmiðju Guðmundar, Skemmunni hjá Ísólfi (bakhús hjá Bárunni) og …

Vel heppnuð ráðstefna um sveitarfélög á krossgötum

SSVFréttir

SSV stóð fyrir ráðstefnu í Breið þróunarsetri á Akranesi í gær.  Yfirskrift ráðstefnunnar var sveitarfélög á krossgötum þar sem annars vegar var rætt um sameiningar sveitarfélaga og hins vegar hvernig sveitarfélög geta aukið aðdráttarafl sitt til þess að laða til sín íbúa og atvinnustarfsemi.  Ráðstefna var vel sótt en um 50 manns mættu og tóku þátt undir öruggri stjórn Guðveigar …

Ráðstefna – Sveitarfélög á krossgötum

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi blása til ráðstefnu um málefni sveitarfélaga. Áhugasamir geta skráð sig með því að ýta á myndina hér að ofan eða skráningarhlekkinn hér að neðan. Breið – nýsköpunar og þróunarsetur, Bárugata 8-10, Akranesi Kl. 10:00  Sameiningar sveitarfélaga -Hermann Sæmundsson ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytinu -Róbert Ragnarsson ráðgjafi KPMG – Sameining sveitarfélaga, stefna og framkvæmd -Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþingi vestra …

Sundabraut – kynningarfundur í Tónabergi Akranesi í kvöld 11. október

SSVFréttir

Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun. Áætlaður framkvæmdatími er 2026-2031. Framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni. Kynningarfundur um framkvæmdina verður haldinn í Tónbergi, tónleikasal Tónlistarskólans …

Vesturland þátttakandi í verkefninu Gott að eldast

SSVFréttir

Sex heilbrigðisstofnanir og 22 sveitarfélög munu taka þátt í þróunarverkefnum sem ganga út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu í sumar eftir slíku samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir. Áhugi fyrir þátttöku var mikill og hvorki fleiri né færri en 19 umsóknir bárust. Þróunarverkefnin eru hluti af aðgerðaáætluninni Gott að eldast en með …