Hamingja íbúa mest í Skagafirði, Snæfellsnesi og á Héraði Hamingja íbúa í Skagafirði, á Snæfellsnesi og á Héraði mælist mest á landinu í nýrri íbúakönnun landshlutanna. Íbúar Stranda og Reykhóla ásamt Vestur-Húnavatnssýslu voru óhamingjusamastir í könnuninni. Í könnuninni er afstaða þátttakenda til eigin hamingju og almennrar ánægju með þjónustu sveitarfélagsins þar sem þeir búa dregin saman. Þá mælir könnunin alls …
SSV þáttakandi í átakinu „Hér er töluð allskonar íslenska“
Í maí fór fram vitundarvakningin „Hér er töluð alls konar íslenska“ er verkefni á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands og fjármagnað að hluta úr Sóknaráætlun Vesturlands. Verkefnið gengur útá að gefa innlendum og erlendum færi á að tala íslensku eftir sinni færni og getu. Með því eru brotnir múrar með því að segja að það sé í lagi að tala allskonar íslensku …
Barnamenningarhátíð hefst í dag
Akraneskaupstaður setti Barnamenningarhátíð formlega í dag. Að því tilefni var öllum mennta- og menningarstofnunum í bænum afhent nýútkomna bók á vegum Listasafns Íslands Sjónarafl: Þjálfun í myndlæsi. Bókin er einstaklega gagnleg í að kenna börnum (og fullorðnum) á öllum aldri hvernig á að lesa listaverk. Dagskrá Barnamenningarhátíðar Akraneskaupstaðar er fjölbreytt í ár og stefndur hún dagana 23.31. maí. Þema hátíðarinnar …
Farsældardagurinn á Vesturlandi haldinn í Borgarnesi
Fimmtudaginn 16. maí var blásið til Farsældardags Vesturlands í Hjálmakletti í Borgarnesi. Markmið með viðburðinum var að framlínufólk farsældarmála á Vesturlandi kæmi saman, bæri saman bækur sínar og mótuðu innleiðingu farsældarlaganna í landshlutanum. Um 120 manns komu saman í Hjálmakletti og hlýddu á „fyrirmyndarsögur“ frá sveitarfélögnum, þ.e. hvað hefur tekist vel og hvernig mætti læra enn meira af reynslunni. Í …
Fjölmennur fundur um vegamál á Vesturlandi
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) stóðu fyrir fjölmennum fundi um vegamál á Vesturlandi í Gestastofu Snæfellinga á Breiðabliki föstudaginn 10 maí s.l. Gestir fundarins voru þingmenn Norðvestur-kjördæmis, ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytisins og forstjóri Vegagerðarinnar ásamt starfsmönnum. Kjörnir fulltrúar og bæjar- og sveitarstjórar á Vesturlandi fjölmenntu á fundinn sem sýnir mikilvægi vegamála fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi. Á fundinum kom skýrt fram sú mikla …
Heimsókn til SSNV á Norðulandi vestra
Starfsmenn SSV skelltu sér í heimsókn á Norðurland vestra í síðustu viku og tóku starfsmenn SSNV vel á móti hópnum. Við áttum tvo góða og gagnlega daga þar sem við ræktuðum tengsl og ræddum saman um verkefni og áskoranir landshlutasamtaka. Fyrri deginum eyddum við í Skagafirði þar sem við heimsóttum m.a. Byggðastofnun þar sem við ræddum samstarfið okkar á …
Íbúalýðræði á Vesturlandi
Í nýjustu íbúakönnuninni voru þátttakendur spurðir út í íbúalýðræði. Í þeim tilgangi var spurt: Hversu vel finnst þér sveitarfélagið leita eftir sjónarmiðum eða skoðunum íbúanna? Á Vesturlandi var þó nokkur breidd í niðurstöðum þessarar spurningar. Í Dölunum töldu hlutfallslega fæstir þátttakenda sveitarfélagið standa sig illa í að leita eftir sjónarmiðum íbúanna eða um 17% (sjá mynd). Dalirnir voru líka lægstir …
Skrifstofa SSV er lokuð 7.-8. maí
Skrifstofa SSV er lokuð dagana 7. – 8.maí vegna vinnuferðar starfsmanna. Starfsfólk SSV
Opnað hefur verið fyrir umsóknir öndvegisstyrkja Uppbyggingarsjóðs Vesturlands
Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita alls 20 m.kr. til áhugaverðra verkefna á Vesturlandi. Viðkomandi verkefni geta verið á hugmyndastigi eða lengra komin. Þau þurfa að hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu þess. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar reglulega styrkjum til nýsköpunar í …
Vörumerkið mitt og vörumerkið Vesturland VINNUSTOFA
Háskólinn á Bifröst býður frumkvöðlum, listamönnum, menningarstjórnendum, kennurum, nemendum og öllum sem áhuga að tileinka sér þekkingu til að efla starfsemi sína á vinnustofu, sem verður í Hjálmakletti í Menntaskólanum í Borgarnesi dagana 30. – 31. maí næstkomandi. Vinnustofan samanstendur af fimm ólíkum námskeiðum og hefst á morgunverðarhristingi þar sem lögð verður áhersla á tengslamyndun þátttakenda. Í þessari einstöku vinnustofu …