Opnað hefur verið fyrir umsóknir öndvegisstyrkja Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

SSVFréttir

Úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita alls 20 m.kr. til áhugaverðra verkefna á Vesturlandi. Viðkomandi verkefni geta verið á hugmyndastigi eða lengra komin. Þau þurfa að hafa skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi og menningu þess. Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningarverkefni og hinsvegar atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Vesturlandi. Sjóðurinn úthlutar reglulega styrkjum til nýsköpunar í …

Vörumerkið mitt og vörumerkið Vesturland VINNUSTOFA

SSVFréttir

Háskólinn á Bifröst býður frumkvöðlum, listamönnum, menningarstjórnendum, kennurum, nemendum og öllum sem áhuga að tileinka sér þekkingu til að efla starfsemi sína á vinnustofu, sem verður í Hjálmakletti í Menntaskólanum í Borgarnesi dagana 30. – 31. maí næstkomandi. Vinnustofan samanstendur af fimm ólíkum námskeiðum og hefst á morgunverðarhristingi þar sem lögð verður áhersla á tengslamyndun þátttakenda. Í þessari einstöku vinnustofu …

Hugmyndir Vestlendinga að tækifærum í atvinnulífinu

SSVFréttir

Út er komin skýrslan Viðskiptahugmyndir á Vesturlandi. Skýrslan varpar ljósi á niðurstöður skoðanakönnunar um hugmyndir Vestlendinga að tækifærum í atvinnulífinu sem framkvæmd var sumarið 2023. Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi, NýVest og Gleipnir stóðu saman að frumkvöðla- og fyrirtækjamótinu Nýsköpun í Vestri þann 29. september 2023 og viðskiptahraðlinum Vesturbrú sem fram fór síðastliðinn vetur og var skoðanakönnunin liður í undirbúningi fyrir …

Frumkvæðissjóður DalaAuðs úthlutar rúmlega 18 milljónum

SSVFréttir

Miðvikudaginn 17. apríl var úthlutað úr Frumkvæðissjóði DalaAuðs. Úthlutunarhátíðin var haldin í Árbliki í Dalabyggð. DalaAuður er samstarfsverkefni Byggðastofnunar, Dalabyggðar og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er eitt af verkefnum undir hatti brothættra byggða. Þetta er þriðja úthlutun úr Frumkvæðissjóði Dalauðs. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir bæði samfélagseflandi verkefni og nýsköpun í Dalabyggð. Frestur til að sækja um í sjóðinn rann út …

Nýsköpun í skólastarfi – Ráðstefna í Menntaskóla Borgarfjarðar

SSVFréttir

Menntaskóli Borgarfjarðar blæs til ráðstefnunnar „Nýsköpun í skólastarfi“ þann 17. Apríl næstkomandi. Ráðstefnan er hluti af skólaþróunarverkefni skólans sem hefur verið í gangi um nokkur skeið með góðum árangri, og hlaut skólinn viðurkenningu íslensku menntaverðlaunanna fyrir vikið. Ráðstefnan er með áherslu á STEM og STEAM námskerfið og kennslu innan þess og skapast því einstakt tækifæri fyrir áhugasama að kynna sér …

Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar á Breiðafirði

SSVFréttir

„Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar“ var yfirskrift þriggja upplýsinga- og umræðufunda sem haldnir voru vegna verkefnis um framtíð Breiðafjarðar. Þriðji og síðasti fundurinn var haldinn á Birkimel á Barðaströnd, þriðjudaginn 26. mars, en áður voru sambærilegir fundir haldnir að Laugum í Sælingsdal og í Stykkishólmi. Að verkefninu stóðu Fjórðungssamband Vestfirðinga og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, fyrir hönd stýrihóps …

Skýrslan Leiðir til Byggðafestu er komin út

SSVFréttir

Út er komin skýrslan Leiðir að Byggðafestu eftir Hlédísi Sveinsdóttur og Björn Bjarnason. Skýrslan er unnin á vegum Fjórðungssambands Vestfirðinga (FV), Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV). Aðdraganda skýrslunnar má rekja til fundar landshlutasamtakanna þriggja og þingmanna kjördæmisins um stöðu sauðfjárræktar í landinu. Byggðastofnun hafði þá í skýrslu um málefnið dregið upp afar dökka …

Aðalfundur SSV verður haldinn á Hótel Hamri 20. mars n.k.

SSVFréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 20. mars 2024.  Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Dagskrá miðvikudaginn 20. mars verður sem hér segir: Kl.09:30 Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands Kl.10:15 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Kl.11:15 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands Kl.12:30 Hádegisverður Kl.13:00 Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands Kl.14:00 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi Eftirtaldir dagskrárliðir verða teknir fyrir …

Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar – fundaröð

SSVFréttir

  Framtíðarmöguleikar Breiðafjarðar       Leit að jafnvægi milli verndar og nýtingar Upplýsinga- og umræðufundir á þremur stöðum við Breiðafjörð:  ATHUGIÐ BREYTTAR TÍMASETNINGAR Mánudaginn 11. mars, kl. 17 – 19.30 á Fosshóteli í Stykkishólmi  – LOKIÐ Mánudaginn 25. mars, kl. 17 – 19.30 á Dalahóteli, Laugum í Sælingsdal Þriðjudaginn  26. mars, kl. 17 – 19.30 í Félagsheimilinu Birkimel á …