Stofnfundur NÝVEST

SSVFréttir

Stofnfundur Nýsköpunarnets Vesturlands fer fram í Breið nýsköpunar og þróunarsetri að Bárugötu 8-10 á Akranesi miðvikudaginn 6. apríl og hefst fundurinn kl.15:00.  Auk hefðbundinnar dagskrár stofnfundar mun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla, iðnaðar og nýsköpunarráðherra ávarpa fundinn og þeir Bergur Benediktsson og Árni Þór Árnason munu kynna starfsemi Breiðar líftæknismiðju og starfsemi Fab-Lab á Vesturlandi. Að lokum kynnir Rut Ragnarsdóttir nýja …

Dala Auður fer af stað

SSVFréttir

Um helgina var haldið íbúaþing i Dalabyggð en það markaði upphaf að þátttöku Dalamanna í verkefninu „Brothættar byggðir“, sem er verklag þróað af Byggðastofnun. Meginskilaboðin sem komu út úr kraftmiklu íbúaþinginu var að nauðsynlegt er að auka fjölbreytni atvinnutækifæra og efla það sem fyrir er og eru bættir innviðir; vegir, fjarskipti, þriggja fasa rafmagn og aukið framboð íbúðar- og atvinnuhúsnæðis algjör …

Íbúaþing í Dalabyggð 26.-27. mars

SSVFréttir

Dagana 26. og 27. mars nk. er íbúum, fjarbúum og öðrum hagsmunaaðilum samfélagsins í Dalabyggð boðið til íbúaþings. Með þinginu hefst verkefnið Brothættar byggðir í Dalabyggð. SSV er samstarfsaðili í verkefninu „Brothættar byggðir í Dalabyggð“ og verða fulltrúar frá samtökunum þátttakendur á íbúaþinginu. UM ÍBÚAÞINGIÐ Þeir sem mæta sjá alfarið um að móta umræðuefni og stefnu þingsins, því íbúar og þeirra hagsmunir eru …

Reykholtshátíð tilnefnd til íslensku tónlistarverðlaunanna

SSVFréttir

Á dögunum voru opinberaðar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna og þar á meðal er Reykholtshátíð 2021 sem tilnefnd er til verðlauna í flokki tónlistarviðburður ársins og hátíðir í flokki sígildrar- og samtímatónlistar. Hátíðin í fyrra var haldin í skugga samkomutakmarkana, en þó náðist að halda hana með eðlilegu sniði á milli covidbylgna. Verkefnið var styrkt sérstaklega í gegnum verkefnið Viðburðir á …

Vel heppnað Ungmennaþing á Snæfellsnesi

SSVFréttir

Síðastliðna helgi komu ungmenni víðsvegar af Vesturlandi saman í Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi og héldu ungmennaþing. Með í för voru æskulýðs- og tómstundarfulltrúar og menningar- og velferðarfulltrúi SSV. Fulltrúar komu frá sex sveitarfélögum á Vesturlandi og voru ýmis mál rædd í umræðuhópum. Öll mál í okkar samfélagi eru mál ungs fólks og þingið sannar að ungt fólk hefur sterkar skoðanir og …

Ungmenni á Vesturlandi þinga á Snæfellsnesi

SSVFréttir

Ungmennaþing Vesturlands fer fram nú um helgina í Lýsuhólsskóla á Snæfellsnesi. Ungmenni allstaðar að af Vesturlandi koma saman og ræða málefni sem brenna á ungu fólki sem býr í landshlutanum. Umræðuefnin verða fjölbreytt og má þar nefna samgöngumál, búsetu ungs fólks, félagsstarf unglinga, sálfræðiþjónustu og svona má lengi telja. Jafnframt er frambjóðendum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar boðnir að taka þátt í …

Aðalfundur SSV fer fram miðvikudaginn 16. mars

SSVFréttir

AÐALFUNDARBOÐ Hér með er boðað til aðalfundar Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi.  Fundurinn fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 16. mars 2022. Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Dagskrá miðvikudaginn 16. mars verður sem hér segir: Kl.09:30        Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands Kl.10:15         Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Kl.11:15    …