Við leitum að menningarverkefnum og skapandi verkefnum á Vesturlandi. Starfar þú innan skapandi greina á Vesturlandi? Vinnur þú að samfélagslega mikilvægu verkefni á Vesturlandi? Taktu þátt í könnun sem gefur verkefninu þínu færi á að verða tilviksrannsókn fyrir IN SITU rannsóknaverkefnið á Vesturlandi. Þeir sem skrá verkefni til leiks eiga möguleika á 5000 evra samningi við rannsóknina og margvíslegum stuðningi …
Listavinnuskólinn fer af stað
Nú hefur verið undirritað samkomulag um framkvæmd Listavinnuskólans í fjórum sveitarfélögum á Vesturlandi. Verkefnið er hluti af áhersluverkefni Sóknaráætlunnar Vesturlands með yfirtitlinum Menningargróska. Verkefnið gengur útá að Sóknaráætlun leggur til aukaframlag við launakostnað flokkstjóra í vinnuskólum sveitarfélaganna, þannig hægt sé að ráða flokkstjóra með menntun og/eða reynslu í listum. Auk þess kemur viðbótarframlag sem nýtist til hugsanlegra efniskaupa við verkefnið. …
Niðurstöður kynntar á opnum fundi 30. maí – Móttaka skemmtiferðaskipa og farþega á Vesturlandi
Þann 30. maí kl. 16:30 í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi verður opinn fundur þar sem helstu niðurstöður úr verkefnavinnu og helstu áherslur heimamanna verða kynntar í verkefninu MÓTTAKA SKEMMTIFERÐASKIPA OG SKIPAFARÞEGA Á SNÆFELLSNESI Stóra sprettverkefni Áfangastaða- og Markaðssviðs SSV á vorönn 2023 hefur verið að vinna með heimafólki að gerð staðbundinna leiðbeininga fyrir skemmtiferðaskip og skipafarþega á Snæfellsnesi. Nú er komið …
130 ára fæðingarafmæli Ásmundar Sveinssonar
20. maí er fæðingardagur Ásmundar Sveinssonar, en hann fæddist að Kolstöðum í Dölum árið 1893. Ásmundur var sonur hjónanna Sveins Finnsonar bónda og Helgu Eysteinsdóttur húsfreyju. Á bernskuárum Ásmundar flutti fjölskyldan að Eskiholti í Borgarfirði þar sem Ásmundur sleit barnsskónum. Snemma fór Ásmundur að sýna fram á hæfileika á sviði myndlistar og árið 1915 fór hann í tréskurðanám …
Nýsköpun á Vesturlandi
SSV, Nývest og Gleipnir – nýsköpunar- og þróunarsetur á Vesturlandi bjóða öllum íbúum Vesturlands að taka þátt í könnun um tækifæri til nýsköpunar á Vesturlandi. Á Vesturlandi er frjór jarðvegur og fjölmörg tækifæri til nýsköpunar og frumkvöðlastarfsemi. Við viljum efla stuðningsumhverfi nýsköpunar á Vesturlandi enn frekar og markmið könnunarinnar því að leita hugmynda að aðgerðum sem ráðast má í til …
„Hulið“ frumsýnt í Tjarnarbíói
Borgnesingurinn Sigríður Ásta Olgeirsdóttir frumsýnir verk sitt Hulið í Tjarnarbíói 2. júní næstkomandi. Verkið er óður til jarðarinnar unnin út frá reynslu höfundar af óútskýranlegum uppákomum. Það beinir sjónum sínum að formæðrum okkar sem sáu lengra en nef þeirra náði. Sögusviðið er órætt en þó munu glöggir Borgnesingar kannast við ýmsar aðstæður og persónur í sögunni. Verkið er í leikstjórn …
Viltu vinna ókeypis umsóknarskrif hjá Inspiralia?
Til mikils að vinna Við hjá Evris/Inspiralia erum stoltir stuðningsaðilar Iceland Innovation Week 2023 og bjóðum upp á tvo viðburði. Viltu vinna ókeypis umsóknarskrif hjá Inspiralia? Keppni (e. pitch competition) meðal fyrirtækja sem eru að þróa byltingarkenndar lausnir á sviði orku, umhverfis, landbúnaðar og mannvirkjagerðar. Einnig hvetjum við fyrirtæki sem eru að þróa heilbrigðislausnir að taka þátt í keppninni …
Barnamenningarhátíð í Borgarbyggð sett í dag
OK barnamenningarhátíð í Borgarbyggð er formlega sett í dag í sveitarfélaginu. Um er að ræða mjög metnaðarfulla dagskrá sem upphefur menningu barna og ungmenna. Viðburðurinn er áhersluverkefni Sóknaráætlunar Vesturlands sem leggur fjármagn til hátíðarinnar sem ferðast um Vesturland ár frá ári. Síðast var hún haldin í Snæfellsbæ en árið 2024 tekur Akraneskaupsstaður við keflinu. Eins og áður kom fram fer …
Eyrarrósin afhent í 18. sinn
Alþýðuhúsinu á Siglufirði var afhent Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins. …
Kynningar- og vinnufundur í Stykkishólmi 25.04.2023 – Upptökur frá erindum
Fundarboð var sent út á hagaðilalista allra þjónustusvæða á Snæfellsnesi og fundurinn kynntur með opinni frétt á www.west.is og færslu á facebook – allir áhugasamir gátu skráð sig á fundinn og 39 aðilar mættu. Þátttakendur á fundinum kynntu sig og verkefnisstjóri kynnti verkefnið og hvað lægi fyrir fundinum. Byrjað var á erindum, fyrirspurnum og umræðum, síðan var matarpása þar sem …