Heima Skagi fer fram um helgina

SSVFréttir

Annað kvöld, 28. október verður blásið til tónlistarhátíðar á Akranesi, en þá fer Heima – Skagi 2023 fram í bænum. Hátíðin fer þannig fram að fremur óhefðbundin tónlistarrými eru notuð til tónleikahalds, og til að mynda opna Skagamenn heimili sín fyrir tónlistarþyrstum gestum. Auk heimahúsa fara fram tónleikar í Rakarastofu Hinriks, Blikksmiðju Guðmundar, Skemmunni hjá Ísólfi (bakhús hjá Bárunni) og …

Vel heppnuð ráðstefna um sveitarfélög á krossgötum

SSVFréttir

SSV stóð fyrir ráðstefnu í Breið þróunarsetri á Akranesi í gær.  Yfirskrift ráðstefnunnar var sveitarfélög á krossgötum þar sem annars vegar var rætt um sameiningar sveitarfélaga og hins vegar hvernig sveitarfélög geta aukið aðdráttarafl sitt til þess að laða til sín íbúa og atvinnustarfsemi.  Ráðstefna var vel sótt en um 50 manns mættu og tóku þátt undir öruggri stjórn Guðveigar …

Ráðstefna – Sveitarfélög á krossgötum

SSVFréttir

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi blása til ráðstefnu um málefni sveitarfélaga. Áhugasamir geta skráð sig með því að ýta á myndina hér að ofan eða skráningarhlekkinn hér að neðan. Breið – nýsköpunar og þróunarsetur, Bárugata 8-10, Akranesi Kl. 10:00  Sameiningar sveitarfélaga -Hermann Sæmundsson ráðuneytisstjóri innviðaráðuneytinu -Róbert Ragnarsson ráðgjafi KPMG – Sameining sveitarfélaga, stefna og framkvæmd -Unnur Valborg Hilmarsdóttir sveitarstjóri Húnaþingi vestra …

Sundabraut – kynningarfundur í Tónabergi Akranesi í kvöld 11. október

SSVFréttir

Vegagerðin í samvinnu við Reykjavíkurborg, vinnur að undirbúningi Sundabrautar frá Sæbraut að Kjalarnesi. Markmið framkvæmdarinnar er að bæta samgöngur fyrir alla ferðamáta, dreifa umferð og bæta tengingar við og innan höfuðborgarsvæðisins, stytta akstursleiðir og ferðatíma og minnka þannig útblástur og mengun. Áætlaður framkvæmdatími er 2026-2031. Framkvæmdin verður boðin út sem samvinnuverkefni. Kynningarfundur um framkvæmdina verður haldinn í Tónbergi, tónleikasal Tónlistarskólans …

Vesturland þátttakandi í verkefninu Gott að eldast

SSVFréttir

Sex heilbrigðisstofnanir og 22 sveitarfélög munu taka þátt í þróunarverkefnum sem ganga út á að samþætta félags- og heilbrigðisþjónustu fyrir eldra fólk í heimahúsum. Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið og heilbrigðisráðuneytið auglýstu í sumar eftir slíku samstarfi við sveitarfélög og heilbrigðisstofnanir. Áhugi fyrir þátttöku var mikill og hvorki fleiri né færri en 19 umsóknir bárust. Þróunarverkefnin eru hluti af aðgerðaáætluninni Gott að eldast en með …

Haustþing SSV 2023

SSVFréttir

Góð mæting var á Haustþing SSV 2023 sem fór fram í Reykholti nýverið.  Hátt í 60 manns tóku þátt, um 30 kjörnir fulltrúar og auk þeirra sóttu þingið ýmsir góðir gestir.  Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-orku og loftlagsmál ávarpið þingið og átti gott samtal við þingfulltrúa um það sem efst er á baugi í hans ráðuneyti.  Þá heimsóttu þau Heiða Björk …

Sveitarstjórnarfulltrúar á Vesturlandi funda með þingmönnum NV-kjördæmis

SSVFréttir

Nýverið fundaði sveitarstjórnarfólk á Vesturlandi með þingmönnum NV-kjördæmis. Á fundinum fóru fulltrúar sveitarfélaganna yfir helstu áherslur sínar í ýmsum verkefnum.  Efst á baugi voru samgöngumál, orkumál, fjarskipti, heilbrigðis- og öldrunarþjónusta, málefni fatlaðra, löggæsla og fleiri mikilvæg mál. Það er ljóst að framundan eru ýmis stór verkefni þar sem máli skiptir að unnið verði af einurð að ýmsum mikilvægum hagsmunamálum Vestlendinga.  …

Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutaði styrkjum til 11 verkefna í dag

SSVFréttir

Í dag úthlutaði Uppbyggingarsjóður Vesturlands tæpum 11 milljónum til 11 atvinnu- og nýsköpunarverkefna.  Úthlutunin fór fram í Menntaskóla Borgarfjarðar og var hluti af dagskrá frumkvöðla- og fyrirtækjamótsins „Nýsköpun í vestri“ sem er samstarfsverkefni Gleipnis, nýsköpunar- og þróunarseturs á Vesturlandi, Nývest, Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi og er styrkt af Sóknaráætlun Vesturlands. Nýsköpun í vestri byrjaði í morgun kl. 10 og lýkur …