Frumkvöðladagur SSV verður haldinn í Hriflu í Háskólanum á Bifröst miðvikudaginn 8. nóvember n.k. Dagskrá hefst kl.14.00. Vilhjálmur Egilsson rektors Háskólans á Bifröst flytur ávarp, Úthlutað verður styrkjum til nýsköpunar og atvinnuþróunar úr Uppbyggingarsjóði SSV Viðar Reynisson hjá Náttskugga (Ljótu kartöflurnar), ásamt frumkvöðlum af Vesturlandi þeim Hraundísi Guðmundsdóttir og Karen Jónsdóttir verða með erindi um starfsemi frumkvöðla . Afhending frumkvöðlaverðlauna …
Skrifað undir viðaukasamning við Sóknaráætlun Vesturlands.
Nýverið skrifuðu þau Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Þórdís Kolbrún Gylfadóttir ferðamála- og nýsköpunarráðherra ásamt Rakel Óskarsdóttur formanni SSV undir viðaukasamning við Sóknaráætlun Vesturlands. Þar kemur fram að ráðuneytin munu leggja fram kr. 40.000.000 til uppbyggingar Vínlandsseturs í Leifsbúð í Búðardal. Þessi samningur er gerður til þess að styrkja ferðaþjónustu í Dalabyggð og treysta byggð í sveitarfélaginu sem hefur átt …
Ályktanir og fréttir af haustþingi SSV 11.okt. 2017
Haustþing SSV 2017 var haldið á Akranesi 11 október s.l. Á þinginu var samþykkt starfs- og fjárhagsáætlun SSV fyrir árið 2018, ályktað var um atvinnu- og umhverfismál, samgöngumál og fjarskipti, opinbera þjónustu og ýmis málefni sveitarfélaga. Um 50 manns sátu þingið, sveitarstjórnarmenn af Vesturlandi auk ýmissa gesta. Góðir gestir ávörpuðu þingið, en þeir Jón Gunnarsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, Haraldur Benediktsson …
Viðveruplan Atvinnuráðgjafa SSV á Vesturlandi.
Nú er komið inná heimsíðu SSV viðveruplan Atvinnuráðgjafa SSV veturinn 2017 – 2018 og má nálgast þær upplýsingar hérna : Viðveruplan atvinnuráðgjafa Hér má sjá símanúmer Atvinnuráðgjafanna : Ólafur Sveinsson 8923208 Ólöf Guðmundsdóttir 8980247 Margrét Björk Björnsdóttir 8642955
AUGLÝST EFTIR UMSÓKNUM Í UPPBYGGINGARSJÓÐ VESTURLANDS
Umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands Veittir verða styrkir til atvinnuþróunar og nýsköpunar Á heimasíðu Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, https://ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands er að finna upplýsingar um umsóknarferli, reglur og viðmið varðandi styrkveitingar. Nánari upplýsingar veitir Ólöf í síma 898-0247 / 433-2319 Netfang: olof@ssv.is Frestur til að skila umsóknum er til 2. október 2017.
Öndvegisverkefni á Vesturlandi
Uppbyggingarsjóður Vesturlands auglýsir eftir góðum viðskiptahugmyndum Stjórn Uppbyggingarsjóðs Vesturlands hefur ákveðið að veita afar áhugaverðu verkefni/verkefnum allt að 14 m.kr. styrk. Verkefnið þarf að grundvallast á vel unninni viðskiptaáætlun, sem hefur skírskotun til svæðisins og nýsköpunar í atvinnulífi eða menningu þess, ásamt því að skapa störf og verðmæti. Ferli umsóknar verður með þeim hætti að skila þarf inn …
Vinna SSV fær athygli meðal fjölmiðla.
Rabbað um nýja skýrslu SSV í Samfélaginu. Leifur Hauksson spurði Vífil Karlsson út úr efni skýrslunnar. Ágætur úrdráttur og eða annað sjónarhorn á skýrsluna á 15 mínútum. Á mínútu 02.42 hefst viðtal við Vífil Karlsson. http://www.ruv.is/sarpurinn/ras-1/samfelagid/20170901
Starf er laust við urðunarstaðinn í Fíflholtum
Starf er laust við urðunarstaðinn í Fíflholtum Sorpurðun Vesturlands hf. auglýsir eftir starfsmanni í Fíflholt. Starfið felst í almennri vinnu, ásamt vélavinnu á urðunarstaðnum sem er staðsettur í Fíflholtum á Mýrum. Vinnutími frá kl. 8 – 17 Óskað er eftir liprum og duglegum einstaklingi sem þarf að geta unnið sjálfstætt. Starfsmaðurinn þarf að hafa vinnuvélaréttindi. Hvenær viðkomandi hefur störf …
Sumarlokun á skrifstofu SSV 17 júlí – 8 ágúst.
Skrifstofa SSV verður lokuð vegna sumarleyfa frá og með 17 júli og opnum við aftur þriðjudaginn 8 ágúst. Hægt er að hafa samband við Ólöfu atvinnuráðgjafa í síma 898-0247 á meðan lokað er.
Stiklur um menningarstarf á Vesturlandi í sumar
Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi SSV setur fram það helsta sem er að gerast í menningarmálum á Vesturlandi þessa dagana í grein sem að birtist i Skessuhorni 12.júli 2017. sjá grein hérna : Stiklur um menningarstarf á Vesturlandi í sumar