Ferðaáform Íslendinga skapa tækifæri fyrir ferðaþjónustu á Vesturlandi

SSVFréttir

Nýjustu skýrslur Ferðamálastofu sýna að Íslendingar halda áfram að sækja í innanlandsferðir og útivist. Ferðaáform fyrir árið 2025 gefa skýra vísbendingu um tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila á Vesturlandi. Í könnun Ferðamálastofu um ferðalög Íslendinga árið 2024 kemur fram að 89% landsmanna ferðuðust innanlands, þar af margir um Vesturland. Landshlutinn var meðal vinsælli áfangastaða – þar sem margir nefndu sérstaklega Borgarfjörð, Snæfellsnes og Dali. Vesturland …

Er Vesturland aðlaðandi búsetukostur fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu? MÁLÞING 3. APRÍL

SSVFréttir

Ferðaþjónustan skiptir máli! Ferðaþjónustan er ein af lykilatvinnugreinum á Vesturlandi og hefur mikil áhrif á lífsgæði, atvinnulíf og þróun samfélaganna. Til að atvinnugreinin styrkist og samfélögin blómstri áfram er mikilvægt að starfsfólk geti sest að til frambúðar. Hvernig eflum við samfélagið okkar enn frekar sem aðlaðandi búsetukost? Taktu þátt í samtalinu á málþingi um móttöku, inngildingu og búsetukosti starfsfólks í …

Síðustu námskeiðin í „Leiðir til byggðafestu“

SSVFréttir

Bendum á að síðustu námskeiðin „Leiðir til byggðafestu“ eru sem hér segir, skráningar í hlekk við hvert námskeið hér að neðan. Íbúum á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra býðst að sækja námskeiðin á vegum Leiða til byggðafestu. – 31. mars, 1. og 3. apríl á netinu: Rekstur lítilla fyrirtækja með Jóni Snorra Snorrasyni prófessor við Háskólann á Bifröst. Á þessu …

Aðalfundur SSV verður haldin 26. mars nk.

SSVFréttir

Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi fer fram á Hótel Hamri, Borgarnesi miðvikudaginn 26. mars 2025.  Sama dag verða einnig aðalfundir Starfsendurhæfingar Vesturlands, Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Heilbrigðisnefndar Vesturlands og Sorpurðunar Vesturlands. Dagskrá miðvikudaginn 26. mars verður sem hér segir: Kl.09:30 Aðalfundur Starfsendurhæfingar Vesturlands Kl.10:15 Aðalfundur Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands Kl.11:15 Aðalfundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands Kl.12:30 Hádegisverður Kl.13:15 Aðalfundur Sorpurðunar Vesturlands Kl.14:15 Aðalfundur Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi   Eftirtaldir dagskrárliðir …

Þrettán verkefni fá 140 milljónir – 23,5 milljónir í Dalina

SSVFréttir

Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, hefur úthlutað styrkjum að upphæð 140 milljónum króna til þrettán fjölbreyttra verkefna til að efla byggðir landsins. Framlag styrkjanna kemur af byggðaáætlun. Af þeim verkefnum sem hlutu styrk að þessu sinni eru tvö verkefni í þágu Dalabyggðar. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi sóttu um styrkina og halda utan um verkefnin í samstarfi við Dalabyggð. Auðarstofa – …

Tækifæri fyrir tónlistarhátíðir á Vesturlandi – sækið um stuðning!

SSVFréttir

Tónlistarmiðstöð í samstarfi við Íslandsstofu stendur að Hátíðapottinum. Sjóðurinn veitir íslenskum tónlistarhátíðum stuðning til að bjóða erlendum blaðamönnum og lykilaðilum til landsins. Markmiðið er að kynna íslenska tónlist á alþjóðavettvangi og efla tengsl við erlenda fjölmiðla og fagfólk. Hátíðapotturinn styður við flug, gistingu og ferðir innanlands fyrir gesti. Einnig er boðið upp á stuðning við uppihald tónlistarfólks sem hátíðirnar sækja, …

Sveitarstjórar og bæjarstjórar af Vesturlandi ásamt framkvæmdastjóra og formanni SSV funduðu með forsætisráðherra og innviðaráðerra

SSVFréttir

Sveitarstjórar og bæjarstjórar af Vesturlandi ásamt framkvæmdastjóra og formanni SSV áttu góðan fund með forsætisráðherra og innviðaráðerra í Stjórnarráðinu í morgun. Tilefni fundarins var að fylgja eftir bréfi sem framangreindur hópur sendi oddvitum ríkisstjórnarinnar til að vekja athygli á neyðarástandi vegamála á Vesturlandi. Erindi sent á oddvita ríkistjórnarinnar í febrúar:  Vesturland erindi til ríkisstjórnar

Opið er fyrir umsóknir í Lóuna – nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina

SSVFréttir

Að þessu sinni er áhersla lögð á verkefni sem fela í sér hagnýtingu stafrænna lausna, þróun og nýtingu tæknilausna í heilbrigðismálum og verkefni sem stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda eða afurða á nýskapandi hátt. Kynnið ykkur málið nánar á vef stjórnarráðsins. Atvinnuráðgjafar SSV geta veitt ráðgjöf við umsóknarskrif.  

Forvitnir frumkvöðlar – Gervigreind við gerð styrkumsókna – 4. mars

SSVFréttir

  Næsti fyrirlestur Forvitinna frumkvöðla 4. mars mun fjalla um það hvernig hægt er að nýta gervigreind við gerð styrkumsókna. Atli Arnarson, sérfræðingur hjá Tækniþróunarsjóði mun fræða okkur um möguleikana sem gervigreindin býður frumkvöðlum. Markmiðið er að veita innsýn í þessa þróun og kynna gervigreindartól og aðferðir sem umsækjendur geta nýtt sér, ásamt mögulegum áskorunum, siðferðilegum álitaefnum og takmörkunum tækninnar. …

Sveitarfélögin á Vesturlandi óska eftir fundi með forsætisráðherra um neyðarástand í vegamálum á Vesturlandi

SSVFréttir

Sveitarfélögin á Vesturlandi og Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa sent forsætisráðherra bréf vegna þess neyðarástands sem hefur verið í vegamálum undanfarið.  Í erindinu kemur fram að óskað er eftir fundi sem fyrst með forsætisráðherra og viðkomandi fagráðherrum um skipan viðbragðshóps um aðgerðir til að tryggja öryggi íbúa á Vesturlandi og annarra vegfarenda og ástand veganna skerði ekki atvinnu- og mannlíf …