Verkefnið List fyrir alla er á vegum menningar- og viðskiptaráðuneytisins og gengur útá að veita öllum börnum aðgengi að faglegum list – og menningarviðburðum óháð búsetu og efnahagi. Á undanförnum árum hefur List fyrir alla miðlað fjölbreyttum viðburðum barnamenningar um allt land við góðar undirtektir og rennt stoðum undir menningaruppeldi barna og ungmenna. List fyrir alla kallar nú eftir listviðburðum …
Mikil gróska í nýsköpun á Vesturlandi
Átta nýsköpunarteymi kláruðu nýverið viðskiptahraðalinn Vesturbrú sem Samtök Sveitarfélaga á Vesturlandi, NýVest og Gleipnir stóðu að. Vesturbrú er sex vikna viðskiptahraðall með áherslu á sjálfbærni. Þátttakendur fengu í hraðlinum tækifæri til að efla og styrkja sín verkefni með margvíslegri fræðslu, samtölum við mentora og ráðgjafa og á sameiginlegum vinnustofum sem haldnar voru víða um Vesturland. Nýsköpunarteymin kynntu verkefni sín á …
Opin skrifstofa menningarfulltrúa á Hellisandi
Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi SSV verður í Röstinni á Hellisandi þriðjudaginn 6. febrúar n.k. kl. 10:00 – 14:30. Sigursteinn Sími: 698 8503 Netfang: sigursteinn@ssv.is Bendum á að hægt er að hafa samband við ráðgjafa og panta viðtal hjá þeim á öðrum tímum en viðveran er
Opið er fyrir umsóknir í Frumkvæðissjóð DalaAuðs
Umsóknarfrestur er til hádegis 29. febrúar 2024. Frumkvæðissjóður DalaAuðs styrkir nýsköpunar- menningar- og samfélagsverkefni í Dalabyggð. Samtals eru 18.375.000 kr. til úthlutunar að þessu sinni. Umsóknareyðublöð og úthlutunarreglur DalaAuðs má finna á vef SSV ( https://ssv.is/atvinnuthroun/brothaettar-byggdir-dalaaudur/ ) Yfirlit yfir þau verkefni sem fengið hafa styrk má finna á vef Byggðastofnunar ( https://www.byggdastofnun.is/is/verkefni/brothaettar-byggdir/dalabyggd ) Nánari upplýsingar og aðstoð við …
Fjárfestahátíð Norðanáttar 2024 – Opið fyrir umsóknir
Í þriðja sinn stendur Norðanátt, með stuðningi frá Umhverfis-, orku- og loftlagsráðuneytinu, fyrir Fjárfestahátíð á Siglufirði. Hátíðin fer fram þann 20. mars 2024 og auglýsir Norðanátt nú eftir nýsköpunarverkefnum í leit að fjármögnun úr öllum landshlutum. Umsóknarfrestur er 31. janúar 2024 Nánari upplýsingar á vef Norðanáttar
Ellefu tilboð bárust í gerð nýrrar urðunarreinar í Fíflholtum
Í dag verður undirritaður verksamningur milli Sorpurðunar Vesturlands hf. og Óskataks ehf. í Kópavogi um jarðvinnu verk sem ber nafnið ,,Fíflholt stækkun – Rein 5.“ Verkið var boðið út í nóvember á síðasta ári og voru tilboð opnuð 8. desember. Alls buðu ellefu fyrirtæki í verkið og var einungis eitt þeirra hærra en leiðrétt kostnaðaráætlun verkfræðistofunnar Eflu, en hún hljóðaði …
Seinni lota Vesturbrúar farin af stað
Seinni lotan í Vesturbrú fer af stað með krafti og mikill fróðleikur verið lagður inn hjá teymunum okkar. Lotan hófst með ráðgjafafundum þar sem teymin gátu sótt í viskubrunn atvinnuráðgjafa SSV, Helgu og Hrafnhildi, ásamt Svövu í RATA og Thelmu hjá Nývest. Fimmtudaginn 11. janúar var svo staðarlota í Sjóminjasafninu á Hellissandi. Dagurinn hófst á umræðum um fjárfesta og tækifæri …
Fundur: Staða og framtíð fjarskiptamála á Vesturlandi
SSV stendur fyrir fundi um fjarskiptamál á Vesturlandi mánudaginn 22 janúar. Fundurinn hefst kl. 09:00. Á fundinum mun Þorsteinn Gunnlaugsson ráðgjafi hjá Gagna kynna nýja skýrslu um stöðu fjarskiptamála á Vesturlandi sem hann vann á s.l. ári. Allir velkomnir. Skýrsla: Staða á fjarskiptamálum á Vesturlandi 2023 Til að fá fundarboð á Teams þarf að skrá sig á fundinn hér að …
Heimsókn til Brunavarna Árnessýslu
Undanfarið hefur verið starfandi vinnuhópur á vegum SSV um aukið samstarf slökkviliða á Vesturlandi. Hópurinn er skipaður fulltrúum frá sveitarfélögunum á Vesturlandi en Ragnar Sæmundsson bæjarfulltrúi á Akranesi er formaður hópsins. Í síðustu viku heimsótti hópurinn, ásamt slökkviliðsstjórum á Vesturlandi, Brunavarnir Árnessýslu til að fræðast um starfsemi þeirra og skipulag en Brunavarnir Ársnessýslu er sameiginlegt verkefni allra átta sveitarfélaganna í …