Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Leiðbeininga- og vinnuskjöl fyrir umsóknarvinnu í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
- hnapparnir hægra megin geyma „vinnuskjöl“ sem gott er að nota þegar sótt er um í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða (FF) og þegar ýtt er á hnappinn hleðst word skjal niður á drif í tölvunni þinni
- þegar sótt er um í rafræna umsóknargátt er mikilvægt að vera búin að vinna góða undirbúningsvinnu – og best er ef allur texti og fylgigögn eru tilbúin þegar umsóknargáttin er opnuð – svo hægt sé að „klippa og líma“ tilbúin texta úr skjali beint inn í rafræna umsóknarformið
- það er líka mikilvægt að hafa heildaryfirsýn yfir alla þætti umsóknarinnar þegar hún er unnin – til að ekki verði sífeldar endurtekningar í texta inn í umsóknarforminu – sem mikil hætta er á ef skrifað er beint inn í umsóknarformið
- ég setti því upp í Word-skjöl innihald rafrænu umsóknarformanna fyrir umsóknir í FF (ath. – það eru tvennskonar umsóknarblöð eftir áherslum umsóknar) – og setti líka inn stuttar leiðbeiningar við hvern þátt sem þarf að fylla út í umsókninni – vonandi hjálpar það
- ef einhver er að vinna umsókn í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða – þá er hægt að vista viðeigandi skjal hjá sér og vinna textann fyrir umsóknina inn í skjalið – svo er bara að „klippa og líma“ inn í rafræna umsóknarform FF
- það er best að lesa yfir allt skjalið áður en hafist er handa við að skrifa texta – til að sjá hvað er spurt um og ákveða hvaða upplýsingar er best að setja hvar
- einnig er gefin kostur á að senda nokkur viðhengi með umsókninni – sjá lista í leiðbeiningablaði – það er gott að setja þar inn skjöl með viðeigandi myndum og stuttum skýringartexta – myndir segja meira en 1000 orð
- ég mæli einnig með að allir geri líka stutta heildstæða greinargerð um viðkomandi verkefni í máli og myndum, til að senda með umsókninni – það er gott að hafa heildstæða yfirsýn yfir verkefnið í máli og myndum
- það þarf líka að setja upp sundurliðaða samræmda verkþætti – og kostnaðaráætlun fyrir verkefnið – sem er þarf að senda með umsókninni sem fylgiskjal í Excel-skjali
- það er öllum velkomið að nýta þessi leiðbeiningar- og vinnuskjöl sem fylgja hér með – vonandi fara margar umsóknir frá Vesturlandi í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða í haust
Vonandi nýtast þessi leiðbeininga- og vinnuskjöl einhverjum – endilega hafið samband ef það er eitthvað að vefjast fyrir ykkur – gangi ykkur vel 🙂
Aðstoð við umsóknir
Netfang: maggy@west.is