50 – Sorpurðun Vesturlands

admin

50 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð
 Sorpurðunar Vesturlands hf. 26. ágúst 2008.

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands haldinn  á skrifstofu SSV í Borgarnesi þriðjudaginn 26. ágúst kl. 14:30.  Mætt voru:  Bergur Þorgeirsson, Guðbrandur Brynjúlfsson, Gunnólfur Lárusson, Kristinn Jónasson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sigríður Finsen og Hrefna B. Jónsdóttir.  Sæmundur Víglundsson boðaði forföll.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Uppgjör fyrstu 6 mánuði ársins.
2. Framkvæmdir við urðunarrein nr. 4 og fjármögnun.
3. Fíflholt
4. Skýrslur UMÍS.
5. Magntölur
6. Gjaldskrá
7. Verkefnisstjórn um sameiginlega svæðisáætlun og framtíðarlausnir.
8. Erindi Kölku
9. Fundargerðir.
10. Umsagnir þingmála.
11. Önnur mál.

 

Uppgjör fyrstu 6 mánuði ársins.
Lagt fram uppgjör fyrstu 6 mánuði ársins. 

 

Framkvæmdir við urðunarrein nr. 4 og fjármögnun.
Framkvæmdir við urðunarrein nr. 4 eru hafnar og miðar vel miðað við áætlun.
Kostnaður við urðunarreinina er samkvæmt tilboði 40 milljónir króna.  Samþykkt að sækja um lánsfjármagn allt að 35 millj. kr. til Lánasjóðs sveitarfélaga.  Lagðar fram rekstraráætlanir vegna verksins.

 

Fíflholt
Rætt um framkvæmdir á urðunarsvæðinu sem lúta frágangi á svæðinu og skil verktakans.  Haft til hliðsjónar minnisblað frá fundi  Gámaþjónustannar og Sorpurðunar frá 18. júní sl. 

 

Skýrslur UMÍS.
Lögð fram skýrsla um sýnatöku við urðunarstaðinn í Fíflholtum og mælingar á grunnvatnsstöðu og rennsli. 

 

Magntölur
Í lok júlímánaðar í ár hafa komið til urðunar í Fíflholt 6.101 tonn.  Á sama tíma í fyrra höfðu borist 6730 tonn.  Er þetta um 10% samdráttur sorpsmagns til urðunar á fyrstu 7 mánuðunum. 


Gjaldskrá ársins 2009.
Samþykkt að hækka gjaldskrána um 5% frá 1. október þ.e. frá 4,90 pr. kg. almennt sorp í 5,15 kr. Aðrir gjaldskrárliðið hækka í sama hlutfalli.

Rætt um sérstaka gjaldskrá fyrir móttöku asbestsröra sem eru að berast inn til urðunarstaðarins og koma utan við samning Orkuveitunnar við verktaka og ákveðna verklagsreglu sem gildir þar um.  Starfsmenn Sorpurðunar verða því sjálfir að sjá um móttöku og uppröðu röranna samkvæmt verklagsreglu.  Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu á sömu nótum og rætt hefur verið um við verkfræðing og stjórnarmenn.  Setja verður sérstaka gjaldskrá fyrir móttöku asbeströra vegna þessarar móttöku.


Verkefnisstjórn um sameiginlega svæðisáætlun og framtíðarlausnir.
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir verkefnastöðu verkefnisstjórnar um framtíðarlausnir í sorpmálum.  Gert er ráð fyrir sameiginlegum fundi allra stjórna sorpfyrirtækjanna þriðjudaginn 9. september 2008 kl. 9.

 

Erindi Kölku
Lagt fram erindi Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja sf. um áframhaldandi viðræður um frekara samstarf við þau sorpsamlög sem hafa unnið að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs.  Erindið samþykkt.

 

Fundargerðir.
a. Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu íslenskra sveitarfélaga á sviði úrgangsmála frá 2.06.08
b. Verkefnisstjórn sorpfyrirtækjanna frá 12.08.08
c. Verkefnisstjórn sorpfyrirtækjanna frá 20.08.08

 

Umsagnir þingmála.
Rætt um drög að umsögn um raf- og rafeindatækjaúrgang.

 

Önnur mál.
Erindi frá verkfræðistofunni Mannvit til sveitarfélaganna.

Þann 21. júní sl. var sent erindi til allra sveitarfélaganna á Vesturlandi sem tengdist erindi frá verkfræðistofunni MANNVIT.  Erindið varðar fyrirspurn um móttöku jarðefna og tengist upplýsingaöflun fyrir endurskoðun svæðisáætlunar um meðhöndlun úrgangs.  Einungis eitt sveitarfélag hefur svarað erindinu.

 

Fundur á Akranesi 21.08.08.
Framkvæmdastjóri sagði frá fundi sem haldinn var fyrir fulltrúa Akraneskaupstaðar þann 21. ágúst sl.  Ögmundur Einarsson og framkvæmdastjóri SV fóru yfir stöðu í vinnu að svæðisáætlun.  Rætt var vítt og breytt um sorpmál og það starfsleyfi sementsverksmiðjunnar sem nú liggur fyrir til umsagnar hjá Akraneskaupstað.   
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 16:40.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.