43 – Sorpurðun Vesturlands

admin

43 – Sorpurðun Vesturlands

Stjórnarfundur 08.08.07 í Sorpurðun Vesturlands hf.

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV miðvikudaginn 8. ágúst 2007.  Mætt voru:  Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður, Kristinn Jónasson, Sæmundur Víglundsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Bergur Þorgeirsson, Gunnólfur Lárusson og Magnús Ingi Bæringsson.  Auk þess sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, sem auk þess ritaði fundargerð.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

 1. Útboðsgögn.
  a.  útboðsgögn
  b.  kostnaðartölur.
  c. ákvarðanataka.
 2. Reglubundið mengunareftirlit UST 14.05.07.
 3. Fundur í Fíflholtum með fulltrúa frá Gámaþjónustunni 16.07.2007
 4. Vargur í Fíflholtum.
 5. Önnur mál.

 

Útboðsgögn.
Farið yfir útboðsgögn eins og þau liggja nú fyrir.  Unnið hefur verið í þeim frá síðasta stjórnarfundi.  Tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem fram komu á síðasta stjórnarfundi auk annarra atriða sem komið hafa upp í vinnu framkvæmdastjóra og verkfræðings VST á tímabilinu.
Framkvæmdastjóra falið að vinna áfram að málinu.

Jón Ágúst verkfræðingur sat fundinn.

 

Farið yfir kostnaðáætlun við rekstur urðunarstaðarins. 
Framkvæmdastjóra falið að halda áfram með málið. 


Reglubundið mengunareftirlit Umhverfisstofnunar 14.05.2007.
Þann 14. mai sl. fór fram reglubundið mengunarvarnaeftirlit Umhverfisstofnunar á urðunarstað í Fíflholtum.  Nokkrar athugasemdir voru gerðar sem hefur verið fylgt eftir.  Senda þurfti upplýsingar um kóta á gryfjubotnum reina 1, 2, og 3, og hafa þær verið sendar til UST á teikningum frá VST.


Framkvæmdastjóri fór yfir aðrar athugasemdir UST og hvernig þær hafa verið leystar.

 

Fundur í Fíflholtum með fulltrúa frá Gámaþjónustunni 16.07.2007.
Þann 16. júlí funduðu formmaður og framkvæmdastjóri með Arngrími Sverrissyni frá Gámaþjónustunni.  Fundurinn var haldinn í Fíflholtum og var farið yfir svæðið út frá athugasemdum sem hafa borist frá Umhverfisstofnun en nokkrar þeirra lúta að starfsemi GámaþjónusFramkvæmdastjóra falið að athuga hvort gasbyssa sé ekki virk á urðunarsvæðinu í Fíflholtum. 

 

Vargur í Fíflholtum.
Þann 31. júlí var haft samband við framkvæmdastjóra og farið yfir hversu mikill vargur, mávur og hrafn, hafa verið við urðunarsvæðið.  Einnig var rætt um fjölgun refa á svæðinu.  Framkvæmdastjóra falið að athuga með hvort gasbyssan á svæðinu sé ekki virk á urðunarsvæðinu og hvort netið sé uppi.

 

Önnur mál.
Fundur sorpfyrirtækja um aukið samstarf við hagsmunagæslu í úrgangsmálum.
Samband íslenskra sveitarfélaga og Sorpa bs. boða til fundar um aukið samstarf sambandsins og fyrirtækja í eigu sveitarfélaga við hagsmunagæslu í úrgangsmálum.  Fundurinn verður haldinn 16. ágúst n.k. og er tilgangur hans að ræða leiðir til að efla hagsmunagæslu í úrgangsmálum fyrir hönd sveitarfélaganna.  Husanlega er verið að tala um tilraunaverkefni sem fælist í því að ráðinn yrði sérstakur starfsmaður á skrifstofu sambandsins til að framfylgja stefnumálum sveitarfélaganna.  Sambandið leggi til aðstöðu en aðrir samstarfsaðilar standi straum af launum og öðrum eðlilegum kostnaði.


Fleira ekki gert og fundi slitið.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.