25 – Sorpurðun Vesturlands

admin

25 – Sorpurðun Vesturlands

Stjórnarfundur
Sorpurðunar Vesturlands hf.

Stjórnarfundur Sorpurðunar Vesturlands hf. haldinn á srkifstofu SSV í Borgarnesi þriðjudaginn 31. ágúst 2004 og hófst fundurinn kl. 16.  Mætt voru.  Guðbrandur Brynjúlfsson, Bergur Þorgeirsson, Magnús Ingi Bæringsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Gunnólfur Lárusson, og Sæmundur Víglundsson.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Staða mála í Fíflholtum
2. Úrgangsáætlanir fyrir sveitarfélög
3. Innheimtumál og fjármál
4. Grænt bókhald
5. Önnur mál.

 

Staða mála í Fíflholtum
Formaður og framkvæmdastjóri hafa rætt við verktaka í Fíflholtum um umgengni á urðunarsvæðinu.  Verktaki hyggst leita leiða til að draga úr foki og rusli í yfirborði urðunarreina.   Einnig verður hugað að frágangi á elsta hluta urðunarreinar fyrir sláturúrgang.   Unnið er  að samningum við verktaka um gerð þvottaplans og áætlað að framkvæmdum ljúki fyrir veturinn.

 

Úrgangsáætlanir fyrir sveitarfélög
Sorpurðun Vesturlands hefur sent sveitarfélögunum á Vesturlandi bréf  þar sem kannaður er áhugi þeirra fyrir samstarfi um gerð úrgangsáætlana fyrir sveitarfélög.   Átta sveitarfélög hafa þegar tekið jákvætt í erindið en önnur hafa ekki svarað.  Rætt hefur verið við Umhverfisráðgjöf  Íslands um að annast verkið að hluta eða öllu leyti.

 

Innheimtumál og fjármál
Lausafjárstaða félagsins er góð og reynt að tryggja sem besta ávöxtun lausafjár.  Eftir er að gera upp við verktaka vegna framkvæmda við urðunarrein.  

 

Grænt bókhald
Lögð fram ársskýrsla um grænt bókhald.  Skýrslan samþykkt og undirrituð af stjórnarmönnum.

 

Önnur mál
Rætt um haustferð og að hefja næsta stjórnarfund í Fíflholtum.  Einnig rætt um þróun í magni sláturúrgangs. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Þorvaldur T. Jónsson, fundarritari.