15 – Sorpurðun Vesturlands

admin

15 – Sorpurðun Vesturlands

                            Fundargerð

                    Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands.
                      Fimmtudaginn 13. júní 2002.
 
Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á skrifstofu SSV, fimmtudaginn 13. júní n.k. kl. 14:00. Mættir voru: Pétur Ottesen, formaður, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Gunnólfur Lárusson, Guðni Hallgrímsson, Kristinn Jónasson, Ríkharð Brynjólfsson og Hrefna B. Jónsdóttir.
 
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Endurnýjun á starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn í Fíflholtum.
2. Staða framkvæmda í Fíflholtum.
3. Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
4. Heimsókn Cornelies Aart Meyles, frá Hollustuvernd, 6.6.2002.
5. Gasmælingar í Fíflholtum.
6. Svar frá Sementsverksmiðjunni varðandi förgunar- og/eða endurvinnslufarveg fyrir landbúnaðarplast og hjólbarða.
7. Listaverkagjöf.
8. Önnur mál.
 
Endurnýjun á starfsleyfi fyrir urðunarstaðinn í Fíflholtum.
Unnið er að endurnýjun starfsleyfis fyrir urðunarstaðinn í Fíflholtum.  Farið var yfir starfsleyfið og ákveðið að senda athugasemdir til Hollustuverndar.  Hrefnu falið að fara yfir athugasemdirnar, fella út greinar og setja inn nýjan og breyttan texta þar sem það á við og senda það í bréfi til Hollustuverndar.  Hrefnu og Pétri falið að fylgja erindinu eftir til Hollustuverndar.
 
Staða framkvæmda í Fíflholtum.
Jón Ágúst, VST, sagði frá verkstöðu í Fíflholtum en eins og staðan er nú hafa 58% verksins verið unnin.
 
Umsögn um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.
Borgarbyggð hefur vísað til Sorpurðunar erindi sem varðar varðar umsögn um frumvarp um meðhöndlun úrgangs en bæjarráð Borgarbyggðar samþykkti að vísa erindinu til umhverfis- og skipulagsnefndar og stjórnar Sorpurðunar Vesturlands.
Sorpurðun Vesturlands hf. hefur fengið frest til að skila umsögn um tiltekið frumvarp fram eftir sumri.  Ljóst er að hagsmunir sveitarfélaganna eru sameiginlegir í þessu máli en umrætt frumvarp er fjárhagslega íþyngjandi fyrir sveitarfélögin.  Því er það samdóma álit að vanda þurfi umsögn þess.
Pétri, Ríkharð og Hrefnu var falið að vinna að umsögn.
 
Heimsókn Cornelies Aart Meyles, frá Hollustuvernd, 6.6.2002.
Jón Ágúst Guðmundsson, verkfræðingur hjá VST, kom inn á fundinn og sagði hann og Hrefna frá heimsókn Cees frá Hollustuvernd.  Cees lýsti lausnum hreinsivirkja á Írlandi en þeir hafa gert tilraunir með að nota mó.  Jón Ágúst reifaði hugmyndir varðandi notkun á mó við hreinsivirkið í Fíflholtum og tóku stjórnarmenn vel undir þá útfærslu.  Samþykkt var að biðja Jón um að hanna lausn samkvæmt framkomnum hugmyndum í samráði við Cornelies hjá Hollustuvernd. Samþykkt að fella þessar aðgerðir inn í þær framkvæmdir sem nú þegar eru í gangi í Fíflholtum.
 
Gasmælingar í Fíflholtum.
Kynntar niðurstöður gasmælinga í Fíflholtum.
 
Svar frá Sementsverksmiðjunni varðandi förgunar- og/eða endurvinnslufarveg fyrir landbúnaðarplast og hjólbarða.
Pétur sagði frá heimsókn hans og Hrefnu til Sementsverksmiðjunnar varðandi möguleika á því að farga og/eða endurvinna landbúnaðarplast og hjólbarða.  Þau svör fengust hjá Sementsverksmiðjunni að tilraunir á förgun og endurvinnslu umrædds úrgangs væru ekki langt komnar og raunhæft að reikna með að áframhaldandi rannsóknir og tilraunir tækju einhver ár.  Forsvarsaðilar Sementsverksmiðjunnar tóku vel í að hafa samstarf við Sorpurðun Vesturlands á tilraunavinnslustiginu þar sem það væri mögulega hægt.
 
Listaverkagjöf.
Hrefna sýndi glerskál sem Ólöf Davíðsdóttir, leigjandi í Fíflholtum, færði fyrirtækinu að gjöf.  Skálin er unnin úr gömlu rúðuglerði úr húsum í Fíflholtum.  Endurunnið hráefni.  Hrefnu var falið að senda Ólöfu þakkarbréf.
 
Önnur mál.
Engin.
 
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.