3 – Sorpurðun Vesturlands
Stjórnarfundur Sorpurðun Vesturlands hf.
Föstudaginn 28. júlí 2000.
Mættir voru: Einar mathiesen, Guðbrandur Brynjúlfsson, Guðni Hallgrímsson, Kristinn Jónasson, Pétur Ottesen, Ríkharð Brynjólfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Guðjón Ingvi Stefánsson og Hrefna B. Jónsdóttir
Sigríður Gróa, aldursforseti, setti fundinn og bauð Einar Mathiesen og Guðna Hallgrímsson velkomna í hópinn en þeir hlutu kosningu í stjórn á aðalfundi 26. maí sl.
Fundargerð aðalfundar. Fundargerð aðalfundar var lögð fram.
Kosning formanns og varaformanns. Pétur Ottesen var kosinn formaður stjórnar og varaformaður Ríkharð Brynjólfsson.
Breyting prókúru. Gengið var frá tilkynningu til Fyrirtækjaskrár Hagstofu Íslands um prókúrubreytingu en Hrefna B Jónsdóttir tekur nú við prókúru Sorpurðunar Vesturlands samkvæmt ákvörðun aðalfundar 26. maí sl.
Ástand urðunarmála og aðstöðu í Fíflholtum. Húnvetningar hafa haft samband um að fá urðað sorp í Fíflholtum og er von á formlegri beiðni frá þeim. Fyrirspurnir hafa borist víðar að. Guðjón sagði frá reikningum frá Þorsteini Eyþórssyni, verktaka, en hann hefur farið fram á það að fá hærri greiðslu fyrir urðun lífræns sláturúrgangs eða 5 kr. umfram pr. kg. Fundarmönnum þótti ástæða til að koma á móti Þorsteini með kostnað en nokkur umræða varð um urðun í Fíflholtum en tíðni urðunar á sorpi fer ekki fram þar daglega eins og samningur kveður á um. Fundarmenn voru sammála um að hækkun á greiðslu fyrir sláturúrgang yrði ekki afturvirk nema til 8. maí en þá hækkaði gjaldskrá Sorpurðunar fyrir sláturúrgang.
Formanni og framkvæmdastjóra var veitt umboð til að leysa þetta mál innan þess ramma sem rætt hefur verið á fundinum
Þorsteinn hefur rætt við Guðjón Ingva um að breyta netinu sem er yfir urðunarstaðnum. Það verður frekar rætt við Þorstein.
Pétur sagði að urðunarstaðurinn yrði að vera Sorpurðun Vesturlands til sóma og starfa í sátt við umhverfið. Hann stakk upp á því að reglulega yrðu fundir með rekstraraðila, stjórnarmanni og aðila frá heilbrigðiseftirliti þar sem farið yrði yfir stöðu mála. Þetta gæti orðið aðferð tila ð koma þessum málum í skilvirkari farveg. Fundarmönnum leist vel á þessa hugmynd.
Einar taldi að liggja þyrfti fyrir greining á því efni sem að verktaki notar til að setja yfir sorpið til að spara möl þar sem að um er að ræða efni sem að ekki er talað um í verksamningi. Hann lagði einnig til að farið yrði til VST og farið yrði yfir útboðsgögn og samninga með þeim aðilum sem að hafa unnið að þessu máli áður en farið er að ræða þessi mál við verktaka.
Umræða varð um AB-mjöl og kostnað við rekstur verksmiðjunnar og möguleika hennar út frá samkeppnissjónarmiðum. Sigríður Gróa spurðist fyrir um hvort ekki mætti athuga hvort það væri virkilega ekki rauðhæft að halda áfram rekstri verksmiðjunnar og eyða þar með sláturúrgangi á svæðinu og þurfa ekki að vísa þessum títtrædda úrgangi í aðra landshluta. Hún nefndi einnig að taka þyrfti ákvörðun um það hvenær við ætluðum að fara að flokka sorpið sem kemur í Fíflholt.
Rætt var um girðingarmál en sauðfé virðist eiga greiðan aðgang inn á svæðið.
Önnur mál. Hafa þarf samband við Hermann Þórðarson á Keldnaholti og vita hvernig gengur með loftfirrðan lífhreinsibúnað en hann er að hanna búnað sem er ætlað að hreinsa sigvatn. Ríkhað sagði frá heimsókn hans og Péturs að Ánastöðum en Sorpurðun hefur áhuga á að fá afnot af landi Ánastaða og endurheimta Grænmýrarvatn.. Tilgangurinn er að endurheimta votlendi í stað þess votlendis sem gengið er á í Fíflholtum í dag. Pétri Ríkharð og Guðbrandi var falið að vinna að þessu máli og skoða fleiri valkosti.
Tilmælum var beint til framkvæmdastjóra að leggja fram fjárhagsstöðu Sorpurðunar á næsta stjórnarfundi.
Fundarritari. Hrefna B Jónsdóttir