92 – SSV stjórn
Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi og hófst fundurinn kl. 10. Mætt voru: Gunnar Sigurðsson, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Bjarki Þorsteinsson, Sigurborg Kr. Hannesdóttir, Jón Þór Lúðvíksson og Sigríður Bjarnadóttir. Halla Steinólfsdóttir sat fundinn sem aðalfulltrúi í forföllum Hallfreðar Vilhjálmssonar. Einnig sátu fundinn Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveinsson.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
1. Fundargerð síðasta fundar.
2. Útsending fundargagna
3. Sóknaráætlun.
4. Almenningssamgöngur
5. Málefni fatlaðra
6. Fundargerðir.
7. Umsagnir þingmála.
8. Önnur mál.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.
1. Fundargerð síðasta fundar.
Lögð fram og samþykkt.
2. Útsending fundargagna
Rætt um útsendingu fundargagna. Rætt um að vista gögn stjórnar inn á sameiginlegt drif sem stjórnarmenn hafa aðgang að. Framkvæmdastjóra falið að skoða hentuga uppsetningu.
3. Sóknaráætlun.
Sóknaráætlun fyrir Vesturland á að skila 24. janúar 2013 en áður hafði verið boðað að skila henni um miðjan desember. Því hefur skapast rýmri til tími til vinnslu hennar.
a. Sóknaráætlun Vesturlands, drög.
Lögð fram drög Vífils Karlssonar og Ólafs Sveinssonar að sóknaráætlun fyrir Vesturland. Beðið er eftir talnagögnum frá Byggðastofnun en þau gögn eru unnin fyrir öll landshlutasamtök til að auka samræmi á uppsetningu sóknaráætlana landshluta á landsvísu.
b. Skapalón
Lagt fram skapalón/form það sem stýrinet Stjórnarráðsins hefur sent út til landshlutasamtaka (lhs). LHS er ætlað að setja sóknaráætlun fram samkvæmt fyrirmynd sem fram kemur í umræddu skapalóni.
c. Samráðsvettvangur
Rætt um viðbrögð við erindi SSV til sveitarfélaganna en óskað var eftir því að sveitarstjórnir kæmu með tillögur að einstaklingum sem hugsanlega væru áhugasamir og þess verðugir að verða fulltrúar í samráðsvettvangi Vesturlands. Nokkur sveitarfélög hafa nú þegar brugðist við erindinu og sent inn nöfn sem fara til úrvinnslu hjá stjórn SSV.
Stjórnarmenn fóru yfir umræður innan sinna sveitarfélaga en ekki hafa öll sveitarfélög tekið erindi SSV fyrir í bæjarráðum/bæjar- og sveitarstjórnum.
Framkvæmdastjóra falið að ítreka nafnalista frá sveitarfélögunum. Skrifstofu SSV falið að vinna úr þeim nafnalistum sem koma frá sveitarfélögunum og senda hann út til stjórnar sem mun halda fund um málið.
d. Minnisblað Karls Björnssonar.
Lagt fram minnisblað frá Karli Björnssyni. Lagt er til að stjórn sambandsins setji á stofn fimm manna nefnd til að fjalla um hlutverk landshlutasamtaka og þróun svæðasamvinnu sveitarfélaga á Íslandi m.t.t. þess hvort hugsanlega stefni í myndun þriðja stjórnsýslustigsins hér á landi. Nefndin greini stöðuna og leggi mat á þróunina. Nokkuð greinargott efni liggur fyrir um starfsemi landshlutasamtaka sem ætti að auðvelda óstofnaðri nefnd að vinna verkefni sitt. Einnig liggja fyrir töluverðar upplýsingar um skipan stjórnsýslu og stjórnsýslustiga á öðrum Norðurlöndum.
Stjórn SSV hvetur Samband íslenskra sveitarfélaga að beita sér fyrir því að fulltrúi/ar landshlutasamtaka starfi í, eða með, nefndinni.
Stjórnarmenn sammála um að nauðsynlegt sé að setja þessa vinnu í gang.
4. Almenningssamgöngur
Ólafur Sveinsson fór yfir stöðu mála. Nokkrar breytingar hafa verið gerðar á leiðakerfi til að koma betur á móts við þarfir farþega. Lögð fram ný leiðatafla. Ólafur sagði frá umræðum fulltrúa lhs. sem koma að rekstri almenningssamgangna um að stofna hlutafélag um reksturinn. Það telst óheppilegt að rekstrarreikningur SSV blási út vegna verkefnisins. Í hlutafélagi yrði einnig áhættunni dreift. Formaður kallaði eftir umræðum og voru fundarmenn almennt á því að skynsamlegt sé að vinna hlutina með þessum hætti. Ólafi falið að skoða stofnun á félagi í samstarfi við FV, SSNV, og Eyþing. Reksturinn flytjist yfir úr reikningum SSV um áramót.
5. Málefni fatlaðra
a. Fundargerð frá 27. sept og 25. okt. 2012
Staðfestar.
Rætt um SIS-mat og fötlunarflokka, tekjur málaflokksins á Vesturlandi, fjárhagsáætlanir félagsþjónustusvæðanna o.fl.
6. Fundargerðir.
a. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands. 15.10.2012.
Lögð fram.
7. Umsagnir þingmála.
frumvarp til laga um breyt. á lögreglulögum, 173. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0174.html
Framkvæmdastjóra falið að senda inn umsögn og minna á mikilvægi löggæslu m.t.t. öryggi íbúa svæðisins og vekja einnig athygli á tvöfaldri búsetu á Vesturlandi en lítið sem ekkert tillit er tekið til þess við útfærslu löggæslunnar.
frumvarp til umferðarlaga, 179. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0161.html
Ólafi Sveinssyni falið að skoða frumvarpið sem tengist einkum einkaleyfum sem tengjast almenningssamgöngum.
Yfirlit yfir frumvörp til laga og þingsályktunartillögum.
a. frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun(flokkun virkjunarkosta og gerð orkunýtingaráætlunar),3. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0003.html
b. frumvarp til laga um kosningar til Alþingis (persónukjör þvert á flokka), 55. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0055.html
c. framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins í héraði, 161. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0003.html
d. frumvarp til laga um breyt. á lögreglulögum, 173. mál.
http://www.althingi.is/altext/141/s/0174.html
e. frumvarp til umferðarlaga, 179. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0161.html
f. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hyggst fjalla um 87. þingmál, mat á umhverfisáhrifum, á þessu þingi; http://www.althingi.is/altext/141/s/0087.html
g. 89. þingmál, vernd og orkunýting landsvæða (rammaáætlun) http://www.althingi.is/altext/141/s/0089.html
h. Tillaga til þingsályktunar um mótun heildstæðrar stefnu um afreksfólk í íþróttum, 154 mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0154.html
i. frumvarp til laga um félagslega aðstoð (bifreiðastyrkir hreyfihamlaðra), 36. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0036.html
j. Frumvarp til laga um Ríkisútvarpið, fjölmiðil í almannaþjágu, 194. Mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/1543.html
k. umsagnar frumvarp til laga um virðisaukaskatt (endurgreiðsla skatts vegna kaupa á varmatækjum), 60. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0060.html
l. frumvarp til laga um bókasafnslög (heildarlög), 109. mál. http://www.althingi.is/altext/141/s/0109.html
m. frumvarp til laga um vinnustaðanámssjóð (heildarlög), 765. mál. http://www.althingi.is/altext/140/s/1256.html
Lagt fram.
8. Önnur mál
Formaður óskaði eftir heimild stjórnar til að skoða launakjör starfsmanna SSV. Samþykkt að formaður og varaformaður skoði málið.
Rætt um launakjör í stjórnum og ráðum sem hafa tekið upp sömu launakjör og stjórn SSV. Hrefnu falið að senda erindi til formanna og framkvæmdastjóra þeirra sem málið varðar, þar sem farið er yfir hugmyndafræði lhs.
Rætt um að fara meira út á svæðin með fundi stjórnar. Hitta sveitarstjórnir á svæðunum í tengslum við fundina.
Hrefna sagði frá starfsemi Sorpurðunar Vesturlands hf. en mikil vinna hefur átt sér stað í aðdraganda nýs starfsleyfis. Endurnýja þarf starfsleyfið fyrir okt. 2013.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 12:00.
Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir.