69 – SSV stjórn

admin

69 – SSV stjórn

Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV þriðjudaginn 2. júní kl. 9:30

 

Stjórnarfundur haldinn í stjórn Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi þriðjudaginn 2. júní kl. 9:30.  Mættir voru:  Páll Brynjarsson, Hrönn Ríkharðsdóttir, Jenný Lind Egilsdóttir, Þorgrímur Guðbjartsson, Kristjana Hermannsdóttir, Erla Friðriksdóttir.  Haraldur Helgason mætti í forföllum Eydísar Aðalbjörnsdóttur.  Áheyrnarfulltrúar:  Ása Helgadóttir og.  Einnig sátu fundinn starfsmenn SSV, Hrefna B. Jónsdóttir og Ólafur Sveisson.  Gestur fundarins undir fyrsta lið var Torfi Jóhannesson sem kynnti úttekt á ferðaþjónustunni

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi.

1.                   Aðalfundur SSV ( 27. – 28. ágúst)   

2.                   Endurnýjun vaxtarsamnings.

3.                   Markaðsstofa Vesturlands.

4.                   Símenntunarmiðstöðin

5.                   Málefni fatlaðra.

6.                   Fundur um samgöngumál 29. apríl 09.

7.                   Málefni atvinnuráðgjafar

8.                   Fundargerðir

9.                   Önnur mál.

 

Formaður, Páll Brynjarsson, setti fund og bauð fundarmenn velkomna.  Hann óskaði Erlu Friðriksdóttur til hamingju með Eldfjallasafnið í Stykkishólmi.

 

1.        Aðalfundur SSV.  

Samþykkt að halda aðalfund SSV fimmtudaginn 27. ágúst og föstudaginn 28. ágúst í Reykholti.

Til vara er 10. og 11. september.  Framkvæmdastjóra falið að finna hvorn daginn um ræðir.  Samþykkt. Fundarmenn voru sammála um að nauðsynlegt væri að fá einhverjar upplýsingar varðandi nýtt skipulag í stjórnsýslunni.

 

2.   Endurnýjun vaxtarsamnings.

Rætt um endurnýjun vaxtarsamnings.  Lögð fram helstu áhersluatriði við endurnýjun Vaxtarsamnings Vesturlands.  Samþykkt að óska eftir endurnýjun Vaxtarsamnings og stofna vinnuhóp til að vinna að undirbúningsvinnu.   

 

3.   Markaðsstofa Vesturlands.

Aðalfundur Markaðsstofu Vesturlands var haldinn 26. mai sl.  Samþykkt að Ólafur Sveinsson taki sæti Helgu Ágústsdóttur í stjórn félagsins.  Hrefna B. Jónsdóttir verði varamaður.  Stjórn þakkar Helgu Ágústsdóttur fyrir störf í stjórn Markaðsstofu Vesturlands.

Farið yfir rekstrartölur félagsins en niðurstaðan var rekstrarhalli upp á 2,4 millj.  Rætt um nýja samninga milli Markaðsstofu og ráðuneytis.  Hrefna sagði, í stuttu máli, frá aðalfundi Markaðsstofu.

Rætt um lénið Vesturland.

 

 

4.   Símenntunarmiðstöðin

Lagt til að Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, nýráðin skólameistari við Fjölbrautaskóla Snæfellinga, taki sæti í stjórn fyrir sveitarfélögin á Vesturlandi.  Fyrri stjórnarmaður, Guðbjörg Aðalbergsdóttir lét af störfum í byrjun þessa árs og hefur Hrefna B. Jónsdóttir, varamaður Guðbjargar,  setið í stjórn til aðalfundar sem haldinn var 28. mai sl.   Samþykkt.

Rekstur Símenntunarmiðstöðvarinnar hefur gengið vel á árinu og eru stöðugildi stofnunarinnar komin upp í 3,4

 

5.  Málefni fatlaðra.

Lögð fram drög að erindisbréfi varðandi starfshóp um flutning þjónustu við fatlaða frá ríki til sveitarfélaga.  Það samþykkt með lítilsháttar breytingum.  Formaður fór yfir aðdraganda að vinnu við verkefnið.  Nokkur sveitarfélög hafa verið reynslusveitarfélög svo nokkur reynsla er komin í starfsemina.  Tillaga lögð fram um fimm manna vinnuhóp.  Lagt til að Ása Helgadóttir verði fulltrúi SSV.

 

6.  Fundur um samgöngumál 29. apríl 09.

Lagt fram minnisblað frá samráðs- og hugarflugsfundi í Reykjavík 29. apríl 2009.  Til fundarins voru boðaðir fulltrúar Suðurlands, Vesturlands, Suðurnesja og höfuðborgarsvæðisins.  Efni fundarins var samgönguáætlun 2011 – 2022, höfuðborgarsvæðið og áhrifasvæði þess.  Framkvæmdastjóri sótti fundinn og fór yfir þau áhersluatriði sem varða Vesturland sem eru helst, Sundabraut og þjóðvegur nr. 1 til Borgarness og almenningssamgöngur.

Í framhaldinu barst fyrirspurn um almenningssamgöngur frá Borgarnesi til Reykjavíkur.  Fór Páll Brynjarsson yfir reynslu þeirra mánaða sem liðnir eru frá upphafi verkefnisins í Borgarbyggð, þ.e. frá áramótum, en strætóakstur frá Borgarnesi og Hvalfjarðarsveit stöðvast frá 1. september.

 

7.  Málefni atvinnuráðgjafar

Ólafur Sveinsson fór yfir verkefni atvinnuráðgjafar.  Ólafur sagði mikla eftirspurn eftir þjónustu.

 

Open days.

SSV er skráð á Open days ásamt FV og SSNV.  Þátttaka verður í málstofu sem ber yfirskriftina,

Workshop: Theme 2. Regions and climate change: Europe’s way

“Growth and competitiveness through renewable energy resources”

Erindi okkar tengist Orkuveitu Reykjavíkur og kemur efnið þaðan.  Erindið verður flutt af Páli Brynjarssyni, sem er stjórnarmaður í stjórn Orkuveitunnar.  Samþykkt að formaður fari f.h. stjórnar á Open Days í Brussel 5. – 8. október 2009.

 

 

Fundargerðir

a.       Verkefnisstjórn úrgangsmála 2.04.09

b.       Sorpurðun Vesturlands hf. 08.05.09.

c.       Alþjóðanefnd 27. 04 09.

d.       Símenntunarmiðstöðin 22.04.09                          

Lagðar fram.

 

Haraldur Helgason lagði til að yrði lagt fyrir almennt námskeið fyrir sveitarstjórnarmenn á Vesturlandi.  Lagaumhverfi og framtíðarplön.