62 – SSV stjórn

admin

62 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Р

 

 Stjórnarfundur verður haldinn í stjórn SSV mánudaginn

14. apríl 2008 kl. 10 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.    

 

Stjórnarfundur, haldinn á stjórn SSV, mánudaginn 14. Apríl 2008 kl. 10 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Mætt voru:  Sigríður  Finsen, Páll Brynjarsson, Jenný Lind Egilsdóttir, Kristjána Hermannsdóttir, Ása Helgadóttir, Hrönn Ríkharðsdóttir og Haraldur Helgason.  Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir sem einnig ritaði fundargerð.  Gestir fundarins voru Reinhard Reynisson og Vífill Karlsson.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.                   Vesturland í Evrópu – Reinhard Reynisson.

2.                   Ársreikningur SSV 2007

3.                   Samgöngumál. 

4.                   Vaxtarsamningur.

5.                   Ferð til Skotlands í mai

6.                   Erindi Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands.

7.                   Ferðamálagögn frá Rögnvaldi Guðmundssyni.

8.                   Vesturlandsstofa – Markaðsstofa Vesturlands.

9.                   Ráðstefna í Snæfellsbæ

10.                Staða og mikilvægi búsetuskilyrða á Vesturlandi. – könnun.

11.                Frumkvöðladagur.

12.                Umsagnir þingmála.

13.                Fundargerðir

14.                Önnur mál.

 

Vesturland í Evrópu – Reinhard Reynisson.

Reinhard Reynisson, mastersnemi við Háskólann á Bifröst, kom inn á fundinn og kynnti verkefni sitt sem snýst um hvort raunhæft sé fyrir Vesturland að opna skrifstofu í Brussel.  Hann stefnir að því að skila drögum að verkefninu til stjórnar um mánaðamótin apríl – maí.

 

Ársreikningur SSV 2007.

Framkvæmdastjóri skýrði ársreikninga félagsins.  Heildartekjur voru 74,5 millj. Kr. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði kr. 14.121.894.  Hagnaður ársins 15.272.845.

Hagnaður félagsins skýrist m.a. af því að SSV fékk 5 millj. kr. Frá Iðnaðarráðuneytinu í lok ársins 2007 vegna vinnu við undirbúning vaxtarsamning.  Einnig myndar vaxtarsamningur rúmlega 5 millj. kr. hagn. En útgjöld að hálfu Vaxtarsamnings urðu ekki í samræmi við áætluð gjöld og munu þau koma til síðar en sérstaklega er haldið utanum rekstrarreikning hans innan ársreiknings SSV.

Launakostnaður er 4 millj. kr. lægri á árinu 2007 en rekstraráætlun gerði ráð fyrir sem skýrist af forföllum starfsmanns.

 

Samgöngumál.

Formaður sagði frá heimsókn samgöngunefndar SSV til alþingismanna þann 4. apríl sl. Vísaði til fundargerðar frá fundinum sem eru í fundargögnum og á heimasíðu SSV.  Á stjórnarfundi SSV var Sundarbrautin rædd og lagði formaður fram svar samgönguráðherra, Kristjáns L. Möller, sem svar við fyrirspurn sem var lögð fram á Alþiþngi.    

Niðurstaða þingmannafundar var í grófum dráttum sú að auka þyrfti verulega umferðaröryggi á Vesturlandsvegi og Sundabraut þyrfti að koma til hið fyrsta.

Mikil umræða varð um samgöngumálin á stjórnarfundi SSV.  Niðurstaðan er sú að áherslan fyrir Vesturland er Sundabraut og aukið umferðaröryggi á Kjalarnesi.  Páll sagði mikilvægt að ná samstarfi við Reykjavíkurborg þar sem það sveitarfélag stýrir skipulagsmálum á Kjalarnesi.  Rætt um hvort stofna ætti til opins fundar um samgöngumál. 

 

Vaxtarsamningur.

Páll Brynjarsson, formaður vaxtarsamnings sagði frá starfsemi samningsins og vísaði til fundargerða vaxtarsamningsstjórnar og framkvæmdastjórnar.

Ólafur Sveinsson sagði frá heimsókn sinni til Samtaka atvinnulífsins.  Með honum var Torfi Jóhannesson verkefnisstjóri Vaxtarsamningsins.  Hugmyndir eru uppi um að stofna vettvang atvinnulífsins hérna á Vesturlandi og eru komnar upp hugmyndir að viðfangsefnum sem hópurinn getur staðið fyrir.  Framundan er stofnfundur samráðsvettvangs atvinnulífsins á Vesturlandi.

 

Ferð til Skotlands í mai

Það hafa tilkynnt sig 19 aðilar í ferð sveitarstjórnarmanna til Skotlands sem farin verður dagana 18. – 22. mai.  Samþykkt að formaður SSV færi á vegum samtakanna.  Samþykkt að bjóða fjölmiðlamanni með í för.  Samþykkt að 2 starfsmenn SSV fari í ferðina.

 

Erindi Upplýsinga- og kynningarmiðstöðvar Vesturlands.

Tekið fyrir erindi frá Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesturlands um fjárhagslegan stuðning að upphæð kr. 2.500.000.  Erindið samþykkt.

 

Ferðamálagögn frá Rögnvaldi Guðmundssyni.

Ólafur Sveinsson fór yfir hugmynd að kaupa ferðamálagögn af Rögnvaldi Guðmundssyni.  Ólafur rökstuddi þörfina fyrir þessar upplýsingar.  Mikið hefur borist af fyrirspurnum frá sveitarfélögunum um hvort við eigum ákveðin gögn sem tengjast ferðamálum.  Vífill hefur sent erindi um hvaða upplýsingar vantar og tilboð hefur borist frá Rögnvaldi.  Heimild veitt til kaupa á upplýsingunum með þeim fyrirvara ef samningar nást.  

 

Vesturlandsstofa – Markaðsstofa Vesturlands.

Lögð fram tillaga að stofnun Vesturlandsstofu.  Fulltrúa Ferðamálasamtaka Vesturlands, All Senses og SSV funduðu föstudaginn 11. apríl sl.  Drög að skipulagi lagt fram sem sýnir hvaða verkefni stofan mun sinna.

Samþykkt að halda áfram á þeim nótum sem fram koma í gögnum sem lögð eru fram og unnin voru í framhaldi fundarins 11. apríl. 

 

 

Ráðstefna í Snæfellsbæ

Lögð fram dagskrá að atvinnumálafundi sem haldinn verður í Snæfellsbæ föstudaginn 18. apríl n.k.

 

Staða og mikilvægi búsetuskilyrða á Vesturlandi. – könnun.

SSV hefur unnið að rannsóknarskýrslu sem er könnun sem gerð var um stöðu og mikilvægi búsetuskilyrða á Vesturlandi.  Rannsóknin er unnin með svipuðum hætti og könnun sem var unnin fyrir fjórum árum, eða árið 2004, og má sjá að áherslur Vestlendinga hafi breyst á þessum tíma.  Vífill Karlsson kynnti niður stöður skýrslunnar.  Ákveðið að fjölrita nokkur eintök og senda til stjórnar og sveitarfélaga þegar skýrslan verður tilbúin.

 

 

Frumkvöðladagur.

Lagt fram skjal sem sýnir þá aðila sem tilnefndir hafa verið til Frumkvöðuls Vesturlands árið 2007.  Samþykkt að halda frumkvöðladag.  Nefndinni falið að dagsetja frumkvöðladaginn

 

Umsagnir þingmála.

a.        Frumvarp til laga um tekjuskatt.

b.       Tillaga til þingsályktunar um aukið öryggi við framkvæmdir hins opinbera.

c.        Frumvarp til laga um tekjuskatt, ferðakostnaður.

d.       Frumvörp til laga um: Skipulagslög, Mannvirki og Brunavarnir.

e.        Frumvarp til sveitarstjórnarlaga, áheyrnarfulltrúar í nefndum

f.         Tillaga til þingsályktunar um prófessorsembætti á sviði byggðasafna og byggðafræða

g.       Tillaga til þingsályktunar um stofnun háskólaseturs á Akranesi.

h.       Tillaga til þingsályktunar um athugun á hagkvæmni lestarsamgangna

i.         Frumvarp til laga um breytingu á lögum á auðlinda- og orkusviði.

j.         Tillaga til þingsályktunar um skipafriðunarsjóð.

k.        Tillaga til þingáslyktunar um stofnun háskólaseturs á Selfossi.

l.         Frumvarp til laga um áhafnir íslenskra farþegaskipa og flutningaskipa.

m.      Frumvarp til laga um stjórn fiskveiða.

n.       Tillaga til þingsályktunar um áháð áhættumat vegna Urriðafossvirkjunar, Holtavirkjunar og Hvammsvirkjunar.

o.       Frumvarp til laga um mat á umhverfisárhrifum.

p.       Frumvarp til skipulags- og byggingarlaga.

q.       Frumvarp til laga um efni og efnablöndur, EES reglur.

r.         Frumvarp til laga um frístundabyggð.

s.        Frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs, EES-reglur, rafeindatækjarúrgangur.

 

Lagðar fram umsagnir Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til skipulagslaga og frumvarp til mannvirkjalaga.

Samþykkt að senda inn umsögn frá SSV, taka undir umsögn Sambandsins og árétta mikilvægustu atriði frumvarpsdraganna.

Lögð fram umsögn Skorradalshrepps um frumvarp til laga um frístundabyggð.

Lögð fram umsögn Sorpurðunar Vesturlands hf. um frumvarp til laga um meðhöndlun úrgangs.

 

 

 

 

 

 

Fundargerðir

Sorpurðun Vesturlands 7. mars 2008.  Stjórnarfundir og aðalfundur.

Vaxtarsamningur Vesturlands 17. mars 2008.  Framkvæmdaráð og stjórn.

Samgöngunefnd SSV, 7.03.08.

Samgöngunefnd SSV – fundur með alþingismönnum 4. apríl 2008.

 

Önnur mál.

Samtök atvinnulífsins.

Lögð fram gögn og sagt frá fundi Samtaka atvinnulífsins sem haldinn var í Borgarnesi fyrir skömmu.

 

Hið íslenska náttúrufræðileglag – ályktun um birkiskóga.

Lagt fram.

 

Ferðamálasamtök Snæfellsness – ályktun um samgöngumál.

Lagt fram.

 

Fjórðungssamband Vestfirðinga – aðalfundur 5. – 6. sept.

Tilkynning frá FV.

 

Menningarráð – aðalfundur 16. apríl.  Varamaður.

Aðalfundur Menningarráðs Vesturlands verður haldinn í Reykholti 16. apríl n.k.  Kristjana Hermannsdóttir er fulltrúi SSV í Menningarráði.  Samþykkt að Hrefna B. Jónsdóttir verði varamaður hennar.  

 

Starfsmannamál.

Hrefna og Ólafur sögðu frá ráðningu þriggja nýrra starfsmanna.  Guðnýju Önnu, fráfarandi starfsmanni SSV óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi.

 

Open days.

Samþykkt hefur verið framlag Norðurslóðanetsins á Open Days 2008.  Landshlutasamtökin í NV kjördæmi hafa öll lýst áhuga á þátttöku og mun Anna M Guðjónsdóttir, starfsmaður Sambands íslenskra sveitarfélaga í Brussel, taka þátt í fundahöldum hjá hópnum í Brussel.  Þetta verður haldið 8. október n.k.  og hefur verið varpað fram hugmyndum um efni/þemu fyrirlestra.  Fulltrúar SSV verða í sambandi við skrifstofu Sambandsins í Brussel vegna þessa verkefnis.

 

Aðalfundur í Dalabyggð 18. sept. 2008.

Samþykkt að halda sig við þennan dag og hefja undirbúning.

 

Mótvægisaðgerðir:

Ólafur sagði frá vinnu atvinnuráðgjafar vegna styrkjum mótvægisaðgerða ríkisstjórnarinnar.  Atvinnuráðgjöfinni var falið að leggja mat á umsóknir og senda Byggðastofnun að þeirri vinnu lokinni.  Umsóknirnar eru nú í ferli hjá matsnefnd og mun úthlutun koma til í byrjun maí.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 13:30