58 – SSV stjórn
F U N D A R G E R Ð
Stjórnarfundur haldinn í stjórn SSV miðvikudaginn 19. september 2007 kl. 18 á Hótel Hamri.
Dagskrá fundar er eftirfarandi:
1. Undirbúningur aðalfundar.
Þjóðlendumál. Páll Brynjarsson.
2. Opnir dagar í Brussel
3. Menningarstefna
4. Fundargerðir
5. Önnur mál.
Formaður bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár.
1. Undirbúningur aðalfundar.
Fjallað um fjárhagsáætlun og niðurstöðu hennar. Hvort réttlætanlegt er að setja fram fjárhagsáætlun sem skilar neikvæðri niðurstöðu. Þó samþykkt að leggja hana fram óbreytta þar sem SSV á í sjóðum vel fyrir 600 þús kr. halla.
Rætt um drög að ályktunum, skýrslu stjórnar og dagskrá aðalfundarins.
Páll lagði fram og gerði grein fyrir tillögu frá Vaxtarsamningi varðandi Markaðsskrifstofu Vesturlands. Um er að tæða tillögu að komið verði á fót Markaðsstofu Vesturlands sem standi fyrir markaðs- og kynningarmálum fyrir Vesturland í heild. UKV muni breytast í Markaðsskrifstofuna og hlutaféð verði fært niður um 90%. SSV á 70% hlutafjár í UKV sem er 875.000 kr.
Samþykkt að kynna þessa tillögu fyrir aðalfundi SSV.
Þjóðlendumál.
Páll Brynjarsson kynnti og lagði fram minnisblað vegna hugsanlegs samstarfsverkefnis um þjóðlendumál. Búnaðarsamtök Vesturlands (BV) og Borgarbyggð hafa hafið samstarf. Hugmyndir eru um samstarf og kynnti Páll málið m.t.t. þess að fá að því fleiri aðila sem hagsmuna hafa að gæta. Taldi hann að um væri að ræða flest sveitarfélög á Vesturlandi auk fjölda einstaklinga.
Lagði Páll einnig fram drög að bókun um þjóðlendumál sem verður lögð fyrir aðalfundinn.
2. Opnir dagar í Brussel.
Opnir dagar verða haldnir í Brussel 8. – 11. október n.k. Frá síðasta stjórnarfundi þá hefur verið fenginn mastersnemi við Háskólann á Bifröst til að taka út aðstæður ytra og athuga hvaða hagsmuni Vesturland gæti haft af því að opna svæðisskrifstofu í Brussel. Samþykkt að fjórir fulltrúar frá Vesturlandi fari á Opna daga í Brussel.
3. Menningarstefna.
Tekið fyrir erindi frá Menningarráði þar sem þess er farið á leit við Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi að fulltrúar frá Samtökunum verðir þátttakendur í endurskoðun þeirrar menningarstefnumótunar sem unnin var af SSV og gefin út árið 2002. Hangir þessi vinna saman við ósk Menningarráðs til viðeigandi ráðuneyta að endurnýja menningarsamninginn en hann rennur út í árslok 2008.
Páll benti á að nú ætti að verða auðveldara að vinna menningarstefnumótun fyrir Vesturland þar sem sveitarfélögin eru mörg hver að vinna að stefnumótun í málaflokknum á sínum svæðum.
Samþykkt að óska eftir tillögum frá Menningarráði um fyrirkomulag þeirrar vinnu sem framundan er.
4. Fundargerðir.
a. Sorpurðun Vesturlands. 08.08 og 20.08.07.
b. Samgöngunefnd SSV 10.09.07.
5. Önnur mál.
Lokun skrifstofu 27. og 28. september n.k.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 19:35.
Hrefna B. Jónsdóttir, fundarritari.