26 – SSV stjórn

admin

26 – SSV stjórn

F U N D A R G E R Ð

Stjórnarfundur SSV, 9. apríl 2003.

 

Stjórnarfundur SSV, haldinn miðvikudaginn 9. apríl 2003 kl. 16:00 á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Fundinn sátu:  Kristinn Jónasson, Guðrún Jóna Gunnarsdóttir, Helga Halldórsdóttir, Jón Gunnlaugsson, Kristján Sveinsson Sigríður Finsen og Sveinbjörn Eyjólfsson.  Dagný Þórisdóttir boðaði forföll en Sigríður mætti í hennar stað.  
Einnig sátu fundinn Ólafur Sveinsson og Hrefna B. Jónsdóttir sem jafnframt ritaði fundargerð.

 

DAGSKRÁ
1. Menningarsamningur og 2ja milljón kr. framlag vegna ársins 2003.
2. Hugsanleg námsferð sveitarstjórnarmanna til Noregs.
3. Erindi Akraneskaupstaðar
4. Erindi Eflingar Stykkishólms.
5. Svæðisráð um málefni fatlaðra á Vesturlandi.
6. Ársreikningur Símenntunarmiðstöðvarinnar.
7. Framlagt:
8. Framlagðar fundargerðir.
9. Önnur mál.

 

Menningarsamningur og 2ja milljón kr. framlag vegna ársins 2003.
Rætt um stöðu menningarsamnings við Menntamálaráðuneytið og hugsanlega ráðstöfun 2ja millj. kr. styrks frá ráðuneytinu til menningarmála árið 2003.  Farið hefur verið fram á 34 millj. kr. framlag til Vesturlands til menningarsamnings en svör hafa ekki borist.  Samþykkt að Hrefna og Kristinn gangi eftir svörum hjá ráðuneytinu.

 

Hugsanleg námsferð sveitarstjórnarmanna til Noregs.
Lögð fram drög að dagskrá vettvangs- og námsferðar sveitarstjórnarmanna á Vesturlandi til Noregs.  Drög að kostnaðaráætlun einnig lögð fram.  Fundarmenn tóku mjög jákvætt í hugsanlega námsferð til Noregs og vitnuðu í ferðir landshlutasamtakanna á öðrum svæðum sem hafa heppnast vel. 

 

Samþykkt að senda dagskrána út til sveitarfélaganna og athuga með þátttöku þeirra í ferðinni og bíða með endanlega ákvörðun uns þátttaka þeirra liggur fyrir.  Svör skulu hafa borist fyrir miðvikudaginn 23. apríl. Sveitarfélögin hvött til að fjalla um erindið með jákvæðu hugarfari.

 

SSV hefur sótt um styrk til fararinnar til sjóðs sem heitir ,,Þjóðhátíðargjöf Norðmanna” en svör hafa ekki borist.

 

Erindi Akraneskaupstaðar
Akraneskaupstaður hefur sótt um 2 milljónir króna til reksturs markaðs- og atvinnuskrifstofu bæjarins.

Miklar umræður urðu um fordæmi þess ef farið yrði að styrkja rekstur atvinnuskrifstofa einstakra sveitarfélaga.  Farið yfir þau sérverkefni sem ATSSV hefur tekið þátt í í gegnum tíðina og það fyrirkomulag þess að styrkja verkefni sem hafa upphaf og skýran endi. 

 

Fundarmenn voru flestir á því að ekki væri hægt að hefja styrkveitingar til atvinnuskrifstofa sveitarfélaganna.  Leggja yrði áherslu á afmörkuð verkefni og standa vörð um starfsemi Atvinnuráðgjafar í núverandi mynd.

 

Samþykkt að stjórn SSV hitti bæjarráð Akraneskaupstaðar og farið verði yfir málið.

 

Erindi Eflingar Stykkishólms.
Efling Stykkishólms hefur sótt um styrk til SSV vegna atvinnuvegasýningar í Stykkishólmi í maí n.k.  Beinum fjárstuðningi hafnað en samþykkt að taka þátt í sýningunni og koma að undirbúningi hennar.

 

Svæðisráð um málefni fatlaðra á Vesturlandi.
Samþykkt að tilnefna Hjördísi Hjartardóttur, Eyþór Benediktsson og Svein Kristinsson sem aðalmenn og til vara: Sigþrúður Guðmundsdóttir, Guðrún Fjeldsted og Sigþrúður Benediktsdóttir.

 

Ársreikningur Símenntunarmiðstöðvarinnar.
Lagður fram ársreikningur Símenntunarmiðstöðvarinnar.  Heildartekjur á árinu 2002 voru tæpar 27 millj. kr. og hagnaður ársins var 530 þús.  Fundarmenn lýstu ánægju sinni með starfsemi Símenntunarmiðstöðvarinnar.

 

Framlagt:
Rekstraryfirlit Fjöliðjunnar vegna ársins 2002.

 

Framlagðar fundargerðir.
Símenntunarmiðstöðin, stjórnarfundur 19.02.03.  Sameiginlegur fundur stjórna og framkvæmdastjóra landshlutasamtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra frá 27.02.03.  Samgöngunefnd SSV frá 6.03.03.  Sorpurðun Vesturlands frá 12.02.03.  Sorpurðun Vesturlands frá 28.02.03, aðalfundargerð.
Sorpurðun Vesturlands frá 12.03.03.

 

Önnur mál.
Ólafur Sveinsson sagði frá kynningarferðum SSV út til sveitarfélaganna.  Búið er að fara í Stykkishólm, Grundarfjörð og uppsveitir Borgarfjarðar. 

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

 

Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.