94 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

94 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Innrimel 3, 301 Akranes
kt. 550399-2299
 

 FUNDARGERÐ

94. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

 
 
Mánudaginn 13. desember  kl: 16 kom Heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsi Borgarbyggðar í Borgarnesi.
 
Mætt voru:
Rún Halldórsdóttir
Eyþór Garðarsson
Jón Pálmi Pálsson
Dagbjartur I. Arilíusson
Sigrún H. Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Jón Rafn Högnason
 
 
Helgi Helgason framkvæmdastjóri HeV og Ása Hólmarsdóttir heilbrigðisfulltrúi, sem ritaði fundargerð.  
Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og var síðan gengið til dagskrár.
 
 
Dagskrá:
 
1.  Fjárhagsáætlun 2011.
 Fjárhagsáætlun  var send til sveitarfélaga í október og óskað eftir athugasemdum. Engar athugasemdir hafa borist.
Samþykkt að senda nýja gjaldskrá í B-deild stjórnartíðinda.
 
 
2.  Yfirlýsing vegna viðskipta við Arionbanka.
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra vegna yfirdráttarheimildar við Arionbanka.
Heilbrigðisnefnd samþykkir yfirlýsinguna og felur formanni undirritun hennar og framkvæmdastjóra að ganga frá málinu.
 
 
3.  Endurnýjun starfsleyfis Félagsbúsins að Miðhrauni II ehf.
Lögð fram tillaga ásamt greinargerð að endurnýjuðu starfsleyfi.
Samþykkt að auglýsa tillöguna.
 
 
4.  Salmonellumengun í alifuglahúsum og sóttmengun mykju.
Framkvæmdastjóri greindi frá stöðu mála vegna endurtekinna salmonellumengunar í kjúklingum. Fundur verður með MAST og UST í vikunni um þessi mál. Vænst er leiðbeininga frá þessum aðilum vegna dreifingar á mykju.
 
 
5.  Endurnýjun starfsleyfis Stjörnugríss hf. að Melum.
Lögð fram tillaga að endurnýjuðu starfsleyfi í framhaldi að nýrri umsókn sem barst í nóvember 2010.
Samþykkt að fresta að auglýsa framlagða starfsleyfistillögu með vísun í upplýsingar í 4.lið.
 
 
6.  Endurnýjun starfsleyfis Frostfisks ehf, (áður Klumba) Ólafsvík.
    Lögð fram tillaga að endurnýjuðu starfsleyfi.
    Samþykkt að auglýsa framlagða tillögu.
 
 
7.  Ný sundlaugareglugerð 814/2010
    Kynntar voru helstu breytingar og nýmæli varðandi rekstur sundlauga.
    Framkvæmdastjóra falið að kynna sveitarstjórnum efni reglugerðarinnar.
 
 
8.  Bréf frá Umhverfisráðuneyti  10.11.2010 vegna hunda- og kattasamþykkta á Akranesi. 
 Bréfið lagt fram.
 Í  tilefni af svörum ráðuneytis óskar heilbrigðisnefnd eftir áliti Sambands íslenskra   sveitarfélaga á 25. grein laga nr. 7/1998 vegna bréfs Umhverfisráðuneytis.
   
 
9.  Starfsleyfi.
Starfsleyfi afgreidd af HeV frá síðasta fundi.
 

  • Árla ehf, matvælafyrirtæki- morgunkorn.  Brákarbraut 25, Borgarnes. -Nýtt
  • Laxeyri ehf, fiskeldi, Laxeyri og Húsafell. – Endurnýjun.
  • Fisk Seafood, rækju-, skel- og bolfiskvinnsla. Nesvegur 2, Grundafirði.– Endurnýjun.
  • Vegagerðin, vinnubúðir við Haffjarðará, desember 2010 – júní 2011. Nýtt.
  • Vesturmjólk ehf- mjólkursamlag. Vallarási 7-9. Borgarnesi. Nýtt.
  • ÁTVR, Vesturbraut 25, Búðardal. – Endurútgefið.
  • Gámastöð í Búðardal.- Nýtt

Framlagt og samþykkt.
 
9.  Umsagnir til sýslumanns:

  •  S.G – heimagisting Sundabakka 14, Stykkishólmi. – Nýtt.
  • Bæjargilið ehf. veitingastaður, Gilið, Grundarbraut 2, Ólafsvík.- Nýtt.

 
Framlagt.
 
10.  Tóbakssöluleyfi til 4 ára.

  • Kaupás, Krónan á Akranesi.- Endurnýjun
  • Hobbitinn ehf, Ólafsvík  – Endurnýjun.

Staðfest.
 
 
 
11.  Ljósabekkir – breyting á lögum um geislavarnir nr. 44 frá 2002.
Minnispunktar framlagðir, m.a um 18 ára aldurstakmark.
Geislavarnir ríkisins munu sjá um fræðslu- og upplýsingastarf vegna breytinganna og senda til rekstaðila sólbaðsstofa.
 
 
12. Önnur mál.
 

  • Bensínlyktarmál á Akranesi 25. nóv´10.  Tilkynning  til Orkuveitunnar á Akranesi  vegna bensínlyktar úr niðurfalli á Dalbraut 16. Skoðaðar voru aðstæður á svæðinu m.a á nærliggjandi bensínstöð en uppruni lyktarinnar ekki ljós. Starfsmenn fóru yfir málið og greindu frá málalyktum.

 

  • Ný reglugerð um transfitusýrur í matvælum. Drög að reglugerð sem er nú í umsagnarferli framlögð.

 

  • Búfjáráburðardreifing í Danmörku. Reglur kynntar sem birst hafa í fjölmiðlum um þetta mál. Framlagt til kynningar.

 

  • Fundargerð fundar  Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi  (SHÍ) 2. desember 2010.  Framlagt til kynningar.

 

  • Fundargerð haustfundar Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi (SHÍ), haldinn 13. – 14. október 2010. Framlagt til kynningar.

 

  • Afriti af bréfi  frá Dalabyggð dagsett 8.12´10 vegna  matareitrunar í ágúst s.l. í Árbliki.  Framlagt til kynningar.

 

  • Kynningarfundur framkvæmdastjóra og formanns nefndarinnar  hjá Akraneskaupsstað í nóvember s.l. þar sem starfsvið Heilbrigðiseftirlits Vesturlands var kynnt. Formaður fór yfir efni fundarins.

 
 
Fundi lauk kl. 17.32