83 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

83 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

FUNDARGERÐ

83.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

Miðvikudaginn 04.03. 2009 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarherbergi Hvalfjarðarsveitar að Innrimel 3 og hófst fundur kl. 16.00.
 
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Erla Þorvaldsdóttir
Gísli S. Einarsson
Jón Rafn Högnason
Ragnhildur Sigurðardóttir
 
Ása Hólmarsdóttir, sem ritaði fundargerð
Helgi Helgason
 
Í upphafi fundar bauð oddviti Hvalfjarðarsveitar, Hallfreður Vilhjálmsson, nefndarmönnum  upp  á kynningarferð í fylgd formanns hússtjórnar, Stefáns Ármannssonar, um nýtt stjórnsýsluhús sem er í byggingu á staðnum.
 
1)      Umsögn um matvælafrumvarp.
Lögð fram drög að bréfi til nefndarsviðs Alþingis um frumvarpsdrögin.
Miklar umræður urðu um frumvarpið.
Samþykkt að senda framlagða umsögn
 
2)      Kræklingarækt allt að 200 tonna framleiðsla við Þyrilsnes Hvalfjarðarsveit.
Framkv.stj. fór yfir ýmis gögn, ný og eldri, þessu tengt, þ.á.m svar lögfræðings UST frá janúar 2009 vegna fyrirspurnar um hvort gefa bæri út starfsleyfi af hálfu heilbrigðisnefndar fyrir slíka starfsemi. Að mati UST á ekki að gefa út starfsleyfi ef kræklingarækt er undir  200 tonnum. Hins vegar hefði stofnunin sent umhverfisráðuneyti erindi vegna þessa 28. janúar s.l. þar sem óskað væri eftir breytingum.
Nefndin samþykkir að fara eftir mati UST að það sé ekki á höndum HeV að gefa út starfleyfi fyrir slíka starfsemi.
 
3)      Framlögð gögn frá UST.
Framkv.st. lagði fram eftirfarandi gögn frá UST :
·        Ákvörðun UST vegna útgáfu starfsleyfis fyrir Sementsverksmiðjuna hf. Bréf UST, dags. 09.12.2008.
·        Endurskoðun samninga milli UST og HES um yfirtöku eftirlits. Bréf UST, dags. 16.12.2008
·        Efnistaka í landi Stóru Fellsaxlar í Hvalfjarðarsveit. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til UMÍS ehf., dags. 28.01.2009.
·        Efnistaka úr Hólabrú í Hvalfjarðarsveit. Beiðni Skipulagsstofnunar um umsögn um frummatsskýrslu, dag. 04.02.2009.
·        Efnistaka á hafsbotni í Hvalfirði. Bréf Skipulagsstofnunar, dags. 26.02.2009.
·        Afrit af bréfum UST vegna botnþykktarmælinga á olíugeymum í olíubirgðastöð Olíudreifingar í Hvalfirði, Akranesi og Grundarfirði.
 
·        Afrit af bréfi UST til Ísl. Járnblendifélagsins, dags. 05.02.2009, vegna eftirlits 4. des 2008.
·        Afrit af bréfi UST til Sorpurðunar Vesturlands, dags. 30.01.2009, vegna eftirlits í Fíflholtum 12. des 2008.
 
4)      Endurnýjað starfsleyfi Laugafisks skv. úrskurði umhverfisráðuneytis frá desember 2008.
Umræður um mengunarbúnað hjá sambærilegum fyrirtækjum. Rætt var um orðalag greinar 2.4. og 3.6. Fram kom að orðalag í grein 2.4. er óljóst og líkur á að starfsmönnum eftirlitsins muni ekki reynast auðvelt að sinna eftirliti með fyrirtækinu á grundvelli greinarinnar.
Nefndin samþykkir að óska nánari skýringa og leiðbeininga frá umhverfisráðuneyti um hvernig framfylgja skuli ákvæðum í grein 2.4. og 3.6. (sbr úrskurð).   Útgáfu endurnýjaðs starfsleyfis fyrir Laugafisk er því frestað þar til svar ráðuneytisins berst.
Framkvæmdastjóra falið að fylgja málinu eftir.
 
5)      Starfsleyfismál.
Framkv.stj. lagði fram drög að starfsleyfi fyrir hreinsistöð Orkuveitu Reykjavíkur á Hvanneyri. Fimm aðrar hreinsistöðvar væru í  byggingu þar af 3 (Reykholt, Varmaland og Bifröst) með lífræna hreinsun og því sambærilegar þeirri sem taka á í notkun á Hvanneyri (tveggja þrepa hreinsun). Þá verða hreinsistöðvar settar niður á Akranesi og Borgarnesi.
Samþykkt að auglýsa framlagðar starfsleyfistillögur
 
6)      Önnur starfsleyfi
·        Felix-Fiskur harðfiskverkun, Hafnarbraut 16, Akranesi
·        Gistiheimili, Skúlagötu 21, Borgarnesi
·        Hótel Búðir, Staðarsveit
·        Tjaldsvæði Selskógi, Skorradalshreppi
·        Kræklingarækt Sigurjóns Guðmundssonar Bjarteyjarsandi, Hvalfjarðarsveit
·        Ævintýraland, sumarrekin starfsemi, Kleppjárnsreykjum
·        Samkaup Hyrnunni, Borgarnesi
·        Alifuglabú Reykjagarðs, Krókum, Hvalfjarðarsveit.
·        Alifuglabú Reykjagarðs, Oddsmýri, Hvalfjarðarsveit
·        Alifuglabú Matfugls, Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit
 
Ofangr. starfsleyfi öll samþykkt.
 
7)      Önnur mál.
Sameining starfstöðva HeV rædd.  Ekki hafa borist viðbrögð frá öllum sveitarstjórnum á Vesturlandi vegna staðarvals sameiginlegrar starfstöðvar. Finnbogi greindi frá því að bókun hafi  verið gerð í Borgarbyggð um að starfstöðin yrði í Borgarnesi.  Hvalfjarðarsveit hefur formlega lýst yfir áhuga og boðið fram aðstöðu fyrir HeV í nýju stjórnsýsluhúsi.  Gísli S. greindi frá því að bæjarstjórn Akraness hafi ekki tekið afstöðu til málsins en hann mun leggja það fyrir fljótlega.  Rædd og reifuð voru rök fyrir staðsetningu  starfsstöðva  á „suðursvæði“.
 
 
Nefndin sammála um að starfstöðin verði á  „suðursvæðinu“ en leggur áherslu á að hagkvæmnisjónarmið fyrir starfsemina í heild þurfi að liggja til grundvallar ákvörðunar um staðarval.
Ákveðið að taka ákvörðun um staðsetningu sameinaðrar starfsstöðvar á næsta fundi.
 
Næsti fundur Heilbrigðisnefndar Vesturlands miðvikudaginn 1.apríl eða 8.apríl 2009.
 
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.25.