80 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

80 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

 
FUNDARGERÐ
80.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
 
Miðvikudaginn 17.09 2008 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsinu í Borgarnesi og hófst fundur kl. 16.30.
Mætt voru:
Finnbogi Rögnvaldsson
Rósa Guðmundsdóttir
Sigrún Guðmundsdóttir
Ragnhildur Sigurðardóttir
Erla Þorvaldsdóttir
Gísli S. Einarsson
Jón Rafn Högnason
 
Ása Hólmarsdóttir
Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð
 
 
1.    Greinargerð formanns vegna starfsstöðva.
Formaður kynnti greinargerðina og ætlar í framhaldi af því að afhenta sveitarstjórum hana á aðalfundi SSV á morgun.
Gísli S Einarsson greindi í þessu tilefni frá því að bæjarstjórn Akraness hefði samþykkt á fundi sínum í gær að beina því til umhverfisráðherra að gera nauðsynlegar ráðstafanir til að eftirlit með fyrirtækjum sem Umhverfisstofnun annast nú á Vesturlandi verði flutt yfir til Heilbrigðiseftirlits Vesturlands.
 
2.    Starfslokasamningur Laufeyjar.
Formaður kynnti gang viðræðna en greindi jafnframt frá að ekki hefðu borist gögn frá Jóni Hauki lögmanni um málið.
Afgreiðslu frestað
 
3.    Hópsýking eldri borgara
Framkvæmdastjóri greindi frá hópsýkingu eldri borgara sem ferðuðust um landið og hvernig brugðist hefði verið við.
 
4.    Rannsókn vegna urðunar í Látravík utan við Grundarfjörð.
Framkvæmdastjóri greindi frá bréfi sem sent hefði verið Sýslumanni Snæfellinga þar sem óskað væri eftir rannsókn á urðun húsarústa og hugsanlega annars úrgangs á jörðinni Látravík utan við Grundarfjörð.
 
5.    Umgengni ferðaþjónustuaðila á Langjökli.
Sýndar voru ljósmyndir sem teknar höfðu verið á Langjökli af mannvirkjum þar og slæmri umgengni. Kom fram í máli framkvæmdastjóra að miklar olíubirgðir hefðu verið geymdar á jöklinum í sumar, m.a. tveir 5000 l hráolíugeymar auk nokkurra 200 l olíutunna.
Samþykkt að senda Borgarbyggð og Umhverfisstofnun bréf með fyrirspurn um leyfi fyrir mannvirkjum á jöklinum.
 
6.    Umsókn Samkaups úrvals Borgarnesi ásamt greinargerð vegna nýs tóbakssöluleyfis.
Heilbrigðisnefndin samþykkti að veita tóbakssöluleyfi enda sýna rekstaraðilar vilja til að standa rétt að málum framvegis.
 
 
7.    Starfsleyfismál
·           Nordic Sea ehf, Ægisbraut 29 Akranesi. Fisk- og kjötverslun.
·           Sjúkraþjálfun Halldóru Borgarbraut 58-60, Borgarnesi.
·           Agustson ehf. Hamraendum 1, Stykkishólmi. Saltfiskverkun.
Ofangreind starfsleyfi samþykkt
 
·           Rætt um kræklingarækt sem setja á niður úti fyrir landi Saurbæjar Hvalfjarðarströnd.
Málinu frestað þar sem fullnægjandi gögn hafa ekki borist.
 
 
8.    Önnur mál
·      Salmonellusýking í hrossum.
Framkvæmdastjóri greindi frá salmonellusýkingu sem komið höfðu fram í hrossum. Tilkynning hefði ekki borist til heilbrigðisnefndar vegna þessa hvorki frá sóttvarnalækni né Matvælastofnun.
Framkvæmdastjóra falið að senda sóttvarnalækni og Matvælastofnun bréf þar sem óskað væri eftir betri samskiptum við heilbrigðisnefnd  í slíkum málum.
 
·      Heimsókn eftirlitsstofnunar ESA í Sjúkrahús Akraness á morgun
Framkv.stj. greindi frá fyrirhugaðri heimsókn eftirlitsstofnunar EFTA í SHA á morgun þar sem farið yrði yfir matvælamál og ,,súnósur” með sóttvarnalækni í héraði, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands og Matvælastofnun.
 
 
·      Stjórnsýslukæra vegna áburðardreifingar
Framlögð stjórnsýslukæra vegna áburðardreifingar í Hvalfjarðarsveit og svar HeV til          úrskurðarnefndar vegna hennar.
 
·      Skortur á svörum umhverfisráðuneytis vegna erinda frá HeV.
Framkvæmdastjóra falið að skrifa umhverfisráðherra bréf þar sem óskað væri eftir svörum við erindum sem HeV hefði sent ráðuneytinu á undanförnum árum.
 
Fleira ekki gert og fundir slitið kl. 17.20.