79 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
FUNDARGERÐ
79. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Miðvikudaginn 20.08 2008 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsinu í Borgarnesi og hófst fundur kl. 16.00.
Mætt voru:
Sigrún Guðmundsdóttir
Erla Þorvaldsdóttir
Ása Hólmarsdóttir
DAGSKRÁ
1. Úrskurður samgönguráðuneytis í stjórnsýslumáli Laufeyjar Sigurðardóttur gegn HeV, dags. 01.08.2008.
Jón Haukur Hauksson lögmaður skýrði dóminn og leiðbeindi stjórnarmönnum um
framhaldið.
Heilbrigðisnefndin undrast úrskurð ráðuneytisins en ákveður að lúta honum. Framkvæmdastjóra falið að leita úrlausna við aðila málsins.
2. Bréf UST, dags 10.07.2008, þar sem óskað er eftir umsögn heilbrigðisnefndar vegna
tillögu að starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Skeljungs í Hvalfirði.
Heilbrigðisnefndin gerir fyrir sitt leyti athugasemdir við að hugsanlega sé núverandi þróarrými of lítið ef geyma eigi bensín í geymum birgðastöðvarinnar sbr. ákvæði reglugerðar nr. 188/1990. Þá vill nefndin benda á að skv. fyrirliggjandi gögnum er ekki sótt um móttöku á úrgangsolíu þótt starfsleyfisdrögin gefi annað í skyn.
Meirihluti heilbrigðisnefndar vill í framhaldi af þessu ítreka fyrri ósk til UST um viðræður um yfirtöku á eftirliti með starfsemi sem nú er í höndum UST.
3. Bréf UST, dags 18.07.2008, þar sem óskað er eftir umsögn heilbrigðisnefndar vegna
tillögu að starfsleyfi fyrir Sementsverksmiðjuna hf. á Akranesi.
Heilbrigðisnefndin saknar þess að sjá ekki umsókn rekstaraðila sem er nauðsynlegt þegar um breytta eða aukna starfsemi er að ræða. Gerðar eru athugasemdir við að heilbrigðisnefnd skuli hvergi koma að málum þegar fjallað er um smávægilegar sem stærri breytingar sem kunna að verða á framleiðsluþáttum fyrirtækisins. Bent skal á að skv. fyrirliggjandi upplýsingum er fyrirtækið ekki tilbúið að nota sambrennslu eldsneytis þar sem hreinsibúnaður þess nær ekki að hreinsa heildarryk niður í 30 mg/Nm³ og hvergi er hægt að sjá hvenær slíkur hreinsibúnaður verður settur upp.
Þá eru gerðar athugasemdir við grein 1.2. þar sem fyrirtækinu er heimilt að forvinna 25 þúsund tonn af föstum flokkuðum úrgangi til brennslu í gjallofni verksmiðjunnar. Hvergi kemur fram að fyrirtækið sé tilbúið að geyma slíkan úrgang á svæðinu þótt fram komi í gr. 2.11. að allt að 500 tonn megi geyma á staðnum.
Að lokum eru gerðar athugasemdir við það að aðeins er gert ráð fyrir samráðsfundi rekstraraðila með UST og HeV á fjögurra ára fresti sbr. ákvæði í gr. 4.4..
Heilbrigðisnefndin leggur til að slíkur fundur verði haldinn árlega.
4. Afrit af bréfi Skipulagsstofnunar til Línuhönnunar, dags. 31.07.2008, vegna ákvörðunar um matsskyldu á vegi um Eysteinsdal að Snæfellsjökli.
Lagt fram
5. Bréf VSÓ ráðgjafar til HeV, dags. 29.07.2008, þar sem óskað er umsagnar vegna deiliskipulags Melahverfis II, Hvalfjarðarsveit
Með bréfinu fylgdu teikningar og skipulagsskilmálar.
Heilbrigðisnefndin tekur jákvætt í framlagða skipulagstillögu
6. Bréf skipulags- og byggingarfulltrúa Eyja- og Miklaholtshrepps og Helgafellssveitar, dags. 5. og 7. ágúst 2008, þar sem óskað er eftir umsögn vegna skipulagsuppdráttar, greinargerðar og umhverfisskýrslu um fyrirhugaða virkjun í landi Hrísa, Helgafellssveit.
Heilbrigðisnefndin gerir fyrir sitt leyti ekki athugasemdir við erindið en leggur þunga áherslu á það að fyrirtækjum sem sjá muni um mannvirkjagerð á svæðinu verði kynntar athugasemdir sem HeV sendi inn til Skipulagsstofnunar 3. desember 2007 vegna framkvæmda á svæðinu.
7. Afrit af eftirlitsskýrslu UST, dags. 11.08.2008, vegna mengunarvarnaeftirlits í Íslenska Járnblendifélagið ehf. á Grundartanga 3. júní 2008.
Framlögð
8. Afrit af eftirlitsskýrslu UST, dags. 11.08.2008, vegna mengunarvarnaeftirlits í Norðurál hf. á Grundartanga 19. júní 2008.
Framlögð
9. Starfsleyfismál:
· Snókur verktakar ehf, sandblástur, Höfðaseli 1, Akranesi
· Vatnsveita frístundabyggðar í landi Ytri-Skeljabrekku, Borgarbyggð
· Friðborg ehf, harðfiskverkun, Hamraendum 3, Stykkishólmi
· Bílar og dekk ehf., bifreiðaverkstæði, Akursbraut 11a, Akranesi
· Gæðakokkar ehf,, matvælaframleiðsla, Sólbakka 11, Borgarnesi
· N1 bensínafgreiðslustöð Ólafsbraut 57, Ólafsvík
· Olís söluskáli, matvælaframleiðsla, Esjubraut 45, Akranesi
· Mjöður ehf., bjórverksmiðja, Hamraendum 5, Stykkishólmi
· Vatnsveita frístundabyggðar í landi Indriðastaða, Borgarbyggð
· Veiðihús við Norðurá, Rjúpnaási, Borgarbyggð
· Veiðihús við Þverá í landi Helgavatns, Borgarbyggð
· Veiðihús við Kjarrá í landi Sámsstaða, Borgarbyggð
· Fosshótel vegna Gistihússins Bifrastar, Norðurárdal
· Hallveigartröð 6, gistiheimili, Reykholti
· Veiðihús við Straumfjarðará í landi Dals, Eyja- og Miklaholtshreppi
· Veiðihús við Hítará, Lundur, Borgarbyggð
· Golfskálinn Nesi II, Reykholtsdal
· Undir Jökli vegna veitinga- og gististarfsemi, Arnarstapa
Heilbrigðisnefndin samþykkti ofangr. starfsleyfi og umsagnir
· Hreinsistöðvar Orkuveitu Reykjavíkur Akranesi, Borgarnesi, Hvanneyri, Varmalandi, Bifröst og Reykholti
Lögð fram gögn frá OR um málin. Heilbrigðisnefndin fagnar þeim áfanga OR að setja niður hreinsistöðvar á þessum stöðum og gerir ekki athugasemdir við framlögð gögn. Hún hvetur rekstraraðila til að kynna forsvarsmönnum Hvalfjarðarsveitar fyrirliggjandi gögn vegna hreinsistöðva og fyrirhugaðra þynningarsvæða við Akranes og Borgarnes.
Framkv.stj.falið að koma með tillögu að starfsleyfum hreinsistöðvanna fyrir næsta fund.
· Bréf umhverfisráðuneytis, dags 13.08, þar sem óskað er umsagnar vegna fyrirhugaðrar brennslu á framköllunarvökva í Sementsverksmiðjunni.
Heilbrigðisnefndin getur fyrir sitt leyti fallist á erindið þar sem ætla megi að um lítið magn sé að ræða. Þá verði fyllsta öryggis gætt við flutning og meðferð efnanna.
· Bréf félagsmálastjóra Borgarbyggðar vegna brota Samkaups úrvals Borgarnesi á tóbaksvarnalögum.
Fyrir liggur að fyrirtækið fékk formlega áminningu HeV, dags. 5.11.2007, vegna brota á tóbaksvarnalögum, sem áttu sér stað 24.10.2007.
Með hliðsjón af endurteknu broti afturkallar heilbrigðisnefndin tóbakssöluleyfi fyrirtækisins, sem gefið var út 13.12.2005, frá og með 10.. september n.k.
Heilbrigðisnefndin hvetur sveitarstjórnir á Vesturlandi til að kanna hvort verið sé að brjóta tóbaksvarnalög með því að selja unglingum undir 18 ára aldri tóbak.
· Kosning varaformanns heilbrigðisnefndar
Rósa Guðmundsdóttir samhljóða kosinn varaformaður
· Starfsmannamál (húsnæðismál-launamál-ráðningarsamningar)
Rætt um óviðunandi starfsmannaaðstöðu HeV á bæjarskrifstofum á Akranesi og óvissu sem skapast hefur vegna fyrirhugaðra breytinga á húsnæði.
Framkv.stj. falið að rita bæjarstjóra bréf og óska skýringa.
Vegna starfsmannamála var einnig rætt um nauðsyn þess að endurskoða erindisbréf starfsmanna og ganga frá ráðningarsamningum við þá.
Formanni falið að ganga frá ráðningarsamningum við starfmenn fyrir næsta fund.
Næsti fundur ákveðinn í Borgarnesi 17. september kl. 16.30.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.20.