74 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

74 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 14, Borgarnesi
Stillholti 14-16 Akranesi
kt. 550399-2299
Símar: 433 7117 – 433 1070
 


FUNDARGERÐ
74.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS


Miðvikudaginn 31.10.2007 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í Ráðhúsi Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi

Mætt voru:
                 Finnbogi Rögnvaldsson
                 Jón Pálmi Pálsson
                 Jón Rafn Högnason
                 Ragnhildur Sigurðardóttir
                 Helgi Helgason, sem ritaði fundargerð

1. Sala tóbaks til barna í Borgarbyggð í október 2007.
Farið yfir könnun sem æskulýðs- og tómstundanefnd Borgarbyggðar lét gera dagana 11. og 19. október í verslunum á svæðinu. Kom í ljós að af 8 verslunum sem heimsóttar voru seldu 7 unglingum tóbak.
Samþykkt að fela framkv.stj. að senda viðkomandi fyrirtækjunum formlega áminningu vegna brotanna. Framkvæmdastjóra jafnframt falið að óska eftir því við aðildarsveitarfélög að fram fari sambærileg könnun í þeim.
2. Meintar matarsýkingar í s.l. mánuði
Framkv.stj greindi frá þremur atvikum þar sem grunur lék á matarsýkingum.
Nefndin sér ekki ástæðu til að aðhafast frekar í málunum að svo stöddu.
 
3. Starfsmannamál
Rætt um starfsmannamál..Framlagt bréf og önnur gögn er varða málið.
Framkv.stj. falið að vinna áfram að málinu.
4. Fjárhagsáætlun 2008
Lögð fram fjárhagsáætlun 2008 miðað við óbreytta stöðu starfamanna og gildandi  kjarasamning.
Samþykkt að fela framkv.stj. að kynna sveitarfélögum áætlað framlag á næsta ári.  Málinu að öðru leyti frestað.
5. Starfsleyfisumsóknir
• Vatnsveita Syðra Knarrartungu, Breiðuvík
• Vatnsveita Tröð, Borgarbyggð
• Vatnsveita Dalsmynni, Eyja- og Miklaholtshreppi
• Vatnsveita Fáskrúðarbakka, Eyja- og Miklaholtshreppi
• Vatnsveita Jörfa, Borgarbyggð
• Vatnsveita Lundi, Lundarreykjadal
• Vatnsveita Geirshlíð, Flókadal
• Vatnsveita Skálpastöðum, Lundarreykjadal
• Tjaldsvæði v/Hvalsá, Ólafsvík
• Tjaldsvæði við Útnesveg, Hellissandi
• Vatnsveita OR í landi Varmalækjar (Bæjarveita)
• Vatnsveita OR Reykholti
• Vatnsveita OR Kleppjárnsreykjum
 
 Allar ofangreindar umsóknir samþykktar.
 
• Endurnýjað starfsleyfi fyrir Stjörnugrís að Melum, Hvalfj.sveit
Starfsleyfi fyrirtækisins rann út 29.10.2007. Sótt hefur verið um endurnýjun sem  byggir á sama fjölda dýra en verulega breyttum mengunarvörnum.
Þar sem málið er til meðferðar hjá skipulags- og byggingarnefnd Hvalfjarðarsveitar  er ekki hægt að gefa út starfsleyfi fyrr en málið kemur frá nefndinni. Framkv.stj. falið  að gera drög að starfsleyfi ásamt greinargerð sem byggir á fyrirliggjandi gögnum sem auglýst yrðu síðan þegar öll gögn liggju fyrir.
 
6. Framlagt tölvubréf eins  íbúa í Hvalfjarðarsveit vegna eftirlitsskýrslu HeV um íbúðarhúsnæði.
Formanni falið að svara bréfritara.
7. Rætt um starfsleyfi Laugarfisks.
Heilbrigðisnefnd telur ekki rétt að auglýsa starfsleyfi til fyrirtækisins meðan málefni er varða afturköllun starfsleyfis þess eru til úrskurðar hjá úrskurðarnefnd og Umhverfisráðuneyti.
Jón Pálmi óskaði eftir að bókað yrði eftirfarandi vegna málefna Laugafisks:
,,Ég tek undir þá skoðun að heilbrigðisnefnd taki starfsleyfi Laugafisks ekki til umfjöllunar á meðan úrskurður liggur ekki fyrir frá úrskurðarnefnd og Umhverfisráðuneyti um þau deiluefni sem uppi eru milli aðila málsins um endurnýjað starfsleyfi fyrir fyrirtækið. Það er hinsvegar ljóst að rekstur fyrirtækisins er í andstöðu mjög margra íbúa í nágrenni fyrirtækisins á Akranesi eins og fjöldi kvartana vitnar til um. Það virðist ekki nást sátt á milli þeirra og rekstraraðila fyrirtækisins um starfsemi þess hvað lyktarmengun varðar. Í ljósi þessa telur undirritaður það liggja fyrir að flytja þarf rekstur Laugafisks frá íbúðabyggð sem fyrst, því ljóst er að ekki muni skapast rekstrarfriður fyrir fyrirtækið í nánustu framtíð miðað við núverandi forsendur. Það hljóta því að vera hagsmunir Laugafisks að það verði gert sem fyrst”
8. Framlögð gögn:
• Lögð fram skýrsla Norðuráls um mengunarmælingar 2006..
Í framhaldi af skýrslunni er framkv.stj. falið að ítreka fyrispurn til UST um kynningarfund Járnblendifélagsins.
• Framlagðar upplýsingar um Matvælaeftirlitið, nýja ríkisstofnun, sem áformað er að taki til starfa um næstu áramót.
• Fundargerð aðalfundar og stjórnar SHÍ á Ísafirði 4. október 2007.
9. Önnur mál:
a) Samþykktar viðmiðunarreglur til nefndarmanna vegna aukafunda.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 17.50