72 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands
FUNDARGERÐ
72. FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS
Miðvikudaginn 01.08.2007 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal ráðhúss Borgarbyggðar að Borgarbraut 14, Borgarnesi.
Mætt voru:
Sigrún Guðmundsdóttir
Laufey Sigurðardóttir, sem ritaði fundargerð
Helgi Helgason
Í bréfinu er boðið til viðræðna um flutning HeV í nýtt stjórnsýsluhúsi sem fyrirhugað er að reisa í Melahverfi.
Eftir nokkrar umræður um málið var samþykkt að þakka gott boð en hafna erindinu þar sem ekki væri að sjá hag HeV bættan með tilboðinu. Arnheiður óskaði eftir að bókað yrði að hún hefði heyrt um vanda HeV að starfa á tveimur starfsstöðvum, m.a. frá starfsmanni HeV, og m.a. þess vegna hefði þetta tilboð komið fram.
- Bréf Akraneskaupstaðar, dags. 29.05. og 05.06 vegna aðalfulltrúa í heilbrigðisnefnd.
Bréf Akraneskaupstaðar, þar sem farið er fram á að kallað verði til auka aðalfundar þar sem skipaður yrði nýr aðalmaður í stað Björns Elísonar í heilbrigðisnefnd.
Samþykkt að hafna erindinu og benda á að málið verði tekið fyrir á næsta aðalfundi.
Jón Pálmi greiddi atkvæði á móti og taldi eðlilegt að verða við erindinu.
- Starfsmannamál
a) Framkv.stj. fór yfir starfsemi eftirlitsins í sumar og greindi m.a. frá störfum afleysingamanns sem starfaði við úttekt á vatnsbólum mjólkurframleiðenda í 5 vikur fyrr í sumar.
b) Lagt fram bréf Laufeyjar, dags 29.06.2007, vegna vangreiðslna í vísindasjóðs. Laufey vék af fundi.
Formaður las upp ákvæði kjarasamninga við starfsmenn annarsvegar frá 2001 og hinsvegar frá 2005. Í framhaldi af því var framkv.stj. og formanni falið að skýra starfsmanni frá ákvörðun stjórnar.
- Málefni Laugafisks
Finnbogi kynnti málið. Framkv.stj. sagði frá stöðu mála eins og hún væri í dag. Þar kom m.a. fram að lögfræðingur ráðuneytisins hefði hringt í framkv.stj. 19. júlí s.l. og sagt úrskurðar að vænta á næstu dögum. Ekkert hefði síðan gerst í málinu.
Samþykkt að senda erindi til ráðuneytisins þar sem farið yrði fram á að málum tengdum heilbrigðisnefnd yrði svarað sem fyrst. Ekki væri hægt að aðhafast frekar við gerð nýs starfsleyfis eða auglýsingu þess fyrr en svar hefði borist frá ráðuneytinu. Einnig verði ítrekuð beiðni heilbrigðisnefndar frá því í nóvember 2006 um að ráðuneytið beiti sér fyrir að settar verði ákveðnar reglur vegna starfsemi heitloftsþurrkunarfyrirtækja.
- Málefni Stjörnugríss hf. að Melum.
Lögð fram umsókn rekstraraðila um skilju á seyru frá svínabúinu og skýrsla verkfræðistofunnar Vatnaskila, dags apríl 2007, um fyrirhugaðar leiðir í fráveituframkvæmdum í sjó vegna þessara breytinga. Einnig lagt fram minnisblað HeV, dags. 09.03.2007.
Eftir miklar umræður um málið, þar sem m.a. kom fram að gögn og endanlegar tillögur um fráveitumálin skorti, var samþykkt að óska eftir umsögn frá Umhverfisstofnun um fyrirhugaðar framkvæmdir á þeim nótum sem upplýsingar gæfu.
Afgreiðslu að öðru leyti frestað
- Starfsleyfisumsóknir og afgreiðsla starfsleyfa
- Vatnsból Brúsholti, Flókadal
- Vatnsból Steindórsstöðum, Reykholtsdal
- Vatnsból Norðurreykjum, Hálsasveit
- Vatnsból Grund, Skorradal
- Vatnsból Mófellsstöðum, Skorradal
- Vatnsból Mófellsstaðakoti, Skorradal
- Vatnsból Hvammi, Hvítársíðu
- Vatnsból Emmubergi, Skógarströnd
- Ístak, starfsmannabústaður Grundartanga
- Apótek Vesturlands Smiðjuvöllum 32, Akranesi
- Snyrtistofan Serena Skólabraut 29, Akranesi
- Fiskisaga Ægisbraut 29, Akranesi
- Sjófiskur ehf. Ægisbraut 29, Akranesi
- Faxafiskur Vesturgötu 135, Akranesi
- Plast-X Ægisbraut 23, Akranesi
- Hárgreiðslustofan TIKVA Grundargötu 61, Grundarfirði
- Þorgeir og Ellert starfsmannabústaður Bakkatúni 26, Akranesi
- Vinir Hallarinnar (tímabundið leyfi á Írskum dögum)
- Atlantsolía Vallarási 17, Borgarnesi
Ofangreind starfsleyfi samþykkt
Þá var samþykkt tillaga Jóns Pálma um að auglýsa starfsleyfisdrög fyrir Daníelsslipp ehf. Bakkatúni 26, Akranesi
- Önnur mál
- Lagt fram bréf umhverfisráðuneytisins, dags. 25.07. varðandi undanþágu til skipulags útungunarstöðvar (sóttkví) á Hvanneyri.
Framkv.stj. kynnti málið m.a. með hliðsjón af þeirri starfsemi sem þegar er á staðnum.
Eftir miklar umræður samþykkti heilbrigðisnefndin einróma að mæla gegn undanþágu á þeim forsendum að nálægð sambærilegrar atvinnustarfsemi við íbúðarbyggð skapaði yfirleitt neikvæð viðbrögð þegar fram í sækir.
- Lagt fram bréf landeigenda og ábúenda á Melaleiti, dags. 25.07.2007, um rekstur svínabús að Melum.
Framkv.stj. falið að svara bréfinu.
- Framkv.stj. greindi frá bréfi Umhverfisstofnunar vegna ógreidds reiknings vegna sýnatöku í Húsafelli 2004. Bréfinu hefði verið svarað og vitnað til fyrri bréfa vegna þessa máls.
- Framkv.stj. kynnti breytingu á lögum um veitinga- og gistihús sem tók gildi 1. júlí s.l.
- Jón Pálmi minntist á tíðar ryklosanir frá Járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga m.a. með hliðsjón af yfirlýsingu forráðamanns í fréttaviðtali um að losanir væru tíðar vegna mikils álags.
Í framhaldi af þessu samþykkti heilbrigðisnefnd að ítreka kröfu um að haldinn yrði upplýsingafundur sbr. ákvæði í starfsleyfi um árlegan fund fyrirtækisins með UST og heilbrigðisnefnd, þar sem fram kæmu m.a. upplýsingar um niðurstöður nýjustu mælinga.
- Í umræðum um bókhaldsmál kom fram að Borgarbyggð er að yfirtaka alla launa-umsýslu og bókhaldsmál HeV.
Fundi slitið 17:44.