4 – Sorpurðun Vesturlands – aðalfundir

admin

4 – Sorpurðun Vesturlands – aðalfundir

           7. AÐALFUNDUR SORPURÐUNAR VESTURLANDS HF.
                 Mótel Venus, 28. febrúar 2003 kl. 13.30.

Pétur Ottesen, formaður stjórnar, setti fundinn og gerði tillögu um Jón Pálma Pálsson sem fundarstjóra, og Hrefnu B. Jónsdóttur fundarritara.

Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar félagsins
3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
4. Ákvörðun um hvernig fara á með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning löggilts endurskoðanda og skoðunarmanns.
7. Önnur mál sem hafa verið löglega fram borin eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.

Í upphafi kannaði fundarstjóri lögmæti fundarins og var hann lögmætur.

Fundarstjóri bar upp tillögu frá stjórn um uppstillingarnefnd. Tilnefndir voru:
Þorvaldur Vestmann.
Guðbrandur Brynjúlfsson
Marteinn Njálsson.

1.  Skýrsla stjórnar.
Pétur Ottesen, formaður, flutti skýrslu stjórnar.  Hann sagði m.a. að gjaldskrá hefði verið hækkuð frá og með síðustu áramótum.  Hann sagði frá framkvæmdum í Fíflholtum, nýrri urðunarrein og lagfæringum á frárennsli frá urðunarreinunum. Heildarmagn urðaðs sorps á árinu 2002 var 9.345 tonn.  Hann vakti athygli fundarmanna á því að nú væri rekstur urðunarstaðarins kominn í nokkuð stöðugan rekstur og nú væri rétti tíminn til að fara að skoða þessi mál í víðara samhengi en gert hefði verið hingað til.  Hér væri um kostnaðarsaman málaflokk að ræða fyrir sveitarfélögin og kröfur aukast hratt á komandi arum og því nauðsynlegt að meta framtíðina.

2.  Ársreikningar félagsins.
Hrefna B Jónsdóttir skýrði ársreikninga félagsins.
Niðurstaða rekstrarreiknings er 2,4 milljóna kr. rekstrarhalli sem skýrist fyrst og fremst af háum afskriftum, eða 8,3 milljónum.  Heildartekjur ársins 2002 voru 32,6 millj. kr. 

Jón Pálmi sagði frá því að í umræðunni hjá Akraneskaupstað hefði verið rætt um gjaldskrá fyrirtækisins.  Tvennt væri í umræðunni að þeir sem væru að koma með sorp, þ.e. aðrir en sveitarfélögin, ættu að greiða hærra gjald en sveitarfélögin.  Þessi afstaða skýrðist einkum af því að sveitarfélögin væru að kosta rekstur urðunarstaðarins og stæðu í ábyrgð fyrir hann í 30 ár eftir að starfsemi lyki.  Þennan kostnað ættu sveitarfélögin ekki að kosta ein og sér.  Því væri það kannski hugmynd að fyrirtækið hefði tvöfalda gjaldskrá eða gæfu eignaraðildum fastan afslátt vegna sinna viðskipta.  Pétur sagði stjórn hafa skoðað málið og niðurstaðan hefði verið sú að hafa eina gjaldskrá þar sem lágt hlutfall viðskipta er frá öðrum en sveitarfélögunum.

Rætt um mikilvægi góðrar flokkunar og minnt á að óheimilt er að urða t.d. járn og hjólbarða.

Fundarstjóri bar upp reikningana og voru þeir samþykktir samhljóða.

3.  Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
Lagt var til að greiðsla fyrir fundarsetu  yrði 7000 kr. pr. fund og 14.000 kr. fyrir formann.  Greiðslur yrðu fyrir ferðakostnað samkvæmt reglum ríkisskattstjóra.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

4.  Ákvörðun um hvernig fara á með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
Fundarstjóri bar upp tillögu þess efnis að tap ársins 2002 yrði fært til lækkunar eigin fjár.  Tillagan var samþykkt samhljóða.

5.  Kosning stjórnar
Þorvaldur Vestmann flutti tillögu uppstillingarnefndar:
Gunnólfur Lárusson.
Kristinn Jónasson
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir
Guðbrandur Brynjúlfsson
Guðni E Hallgrímsson
Sæmundur Víglundsson
Bergur Þorgeirsson.

Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða.

6.  Kosning löggilts endurskoðanda og skoðunarmanns.
Lögð var fram tillaga um að KPMG endurskoðun sæi áfram um endurskoðun félagsins.   Skoðunarmaður félagsins áfram Davíð Pétursson og varamaður hans Eiríkur Ólafsson.
Samþykkt samhljóða.

7.  Önnur mál sem hafa verið löglega fram borin eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.

Pétur Ottesen þakkaði samstarfsmönnum í stjórn og framkvæmdastjóra fyrir skemmtilegan tíma og samstarf í gegnum þau ár sem hann hefði verið í stjórn og formaður Sorpurðunar Vesturlands hf.

Guðbrandur Brynjúlfsson þakkaði Pétri ánægjulegt samstarf og sagði það hafa verið afar ánægjulegt að hafa fengið að sitja í stjórn Sorpurðunar hf. undir hans stjórn.

Valdimar Þorvaldsson beindi fyrirspurn til framkvæmdastjóra varðandi skráningu sorps í Fíflholtum.

Hrefna sagði frá stöðu vigtarmála. Illa hefði gengið að finna hugbúnað við vigtina en unnið væri að lausn málsins.  Að lokum þakkaði Hrefna Pétri fyrir ánægjulegt og lærdómsríkt samstarf.

Sigríður Gróa þakkaði Pétri samstarfið og óskaði honum góðs gengis á nýjum slóðum.

Jón Pálmi Pálsson, fundarstjóri, sagði dagskrá lokið.

Fundi slitið.

Fundarritari,
Hrefna B Jónsdóttir