80 – Sorpurðun Vesturlands

admin

80 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

Sjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn  mánudaginn 9. mars  2015 kl. 16:00. á skrifstofu SSV í Borgarnesi.

 

Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. 
Mætt voru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Friðrik Aspelund, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Halla Steinólfsdóttir, og Auður Ingólfsdóttir. Sævar Jónsson var fjarverandi.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

1. Fundargerð síðasta fundar. 
Samþykkt fundargerð frá 19.11.2014.

Gyða Steinsdóttir vék af fundi undir öðrum lið.

 

2. Ársreikningur og grænt bókhald
Framkvæmdastjóri fór yfir ársreikning félagsins fyrir liðið starfsár, 2014. 
Tekjur ársins kr. 82.868.919 kr. Rekstrargjöld 43.644.450 kr.  Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði 39.224.469 kr.  Fjármunatekjur 2.224.237 kr.  Hagnaður ársins eftir tekjuskatt kr. 33.155.085.  Eigið fé og skuldir samtals kr. 121.931.702. Handbært fé í árslok 54,5 millj. Stjórn leggur til við aðalfund að greiddur verði út 20% arður.
Ársreikningur samþykktur samhljóða.
Endurskoðunarskýrsla dags. 9. mars 2015 frá KPMG lögð fram.  Formaður fylgdi henna úr hlaði.

 

Grænt bókhald 2014
Lagt fram grænt bókhald ársins 2014.  Urðað magn úrgangs voru 11.462 tonn.  Í grænu bókhaldi er m.a. farið yfir helstu verkefni ársins, þróun magns sem urðað hefur verið frá upphafi, framkvæmdir við hreinsikerfi, vinnu við gasrannsóknir og hauggassöfnun, auk þess sem skýrslunni fylgja upplýsingar úr  umhverfisvöktunarskýrslu Stefáns Gíslasonar, UMÍS.
Grænt bókhald samþykkt samhljóða.

 

3. Aðalfundur
Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 25. mars n.k. kl. 12:45

 

4. Lokun eldri urðunarstaðar og frestun á frágangi.
Lagt fram erindi til Umhverfisstofnunar dags 9. janúar sl. vegna lokunar eldri urðunarstaðar.  Frágangi átti að ljúka fyrir áramót og   telst urðunarstaðurinn ekki lokaður fyrr en öllum frágangi svæðisins lýkur.  Ekki tókst að ljúka við frágang svæðisins vegna erfiðs tíðarfars.  Því frestast endanlegur frágangur við urðunarrein nr. 3.  Í erindi frá UST dags 29.janúar er veittur frestur til 30. sept. 2015.

 

5.  Umhverfisstofnun (UST)
a. Áminning og viðbrögð
Með bréfi dags. 8. jan. 2015 veitti UST Sorpurðun áminningu vegna tveggja frávika frá starfsleyfi urðunarstaðarins.  Fyrra frávikið varðar mælingar á hauggasi og hið seinna varðar söfnunarkerfi hauggass.  Send var útbótaáætlun vegna gassöfnunar til UST sem gengur út á að söfnun hauggass hefjist í október 2017.  Rörum og búnaði vegna hauggasmælinga verði komið fyrir vorið 2015 og mánaðarlegar mælingar hefjist í ágúst 2015.  Í erindi frá UST dags 30. jan. 2015 er úrbótaáætlun samþykkt og eftirfylgni lokið.

b. Reglubundið eftirlit frá 30.01.2015, skýrsla.
Lögð fram eftirlitsskýrsla UST frá eftirliti í Fíflholtum 28.11.2014.

c. Skráning póstnúmera m.t.t. uppruna úrgangs.
Samkvæmt kröfum UST er orðið skylt að auka upprunaskráningu úrgangs sem kemur til urðunar.  Því skal tekið upp verklag sem bætir skráningu á urðunarstað.  Flutningsaðilar skulu nú gefa upp póstnúmer í tengslum við uppruna úrgangs.  Erindi hefur verið sent á sveitarfélög og söfnunarfyrirtæki úrgangs.

 

6. Ráðstefna um lífrænan úrgang.
a. Beiðni um framlag og ráðstefna 20. mars.
Lögð fram dagskrá ráðstefnunnar sem haldin verður í Gunnarsholti.  Sótt er um 100.000 kr. styrk frá undirbúningshópi til að standa straum af kostnaði við ráðstefnuna.  Samþykkt. 

 

7. Nefnd um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum.
a. Fundargerð frá 16. febrúar 2015
Lögð fram.

b. Ráðstefna Sambandsins 19. mars.
Lögð fram dagskrá.

 

8. Önnur mál.
a. BofRA verkefnið

Framkvæmdastjóri upplýsti um umsókn í BofRA verkefnið en því var hafnað þar sem umsóknin þótti of umfangsmikil. Framkvæmdastjóri upplýsti einnig um vinnu Eiðs Guðmundssonar að nýrri umsókn sem verður umfangsminni.

Gyða Steinsdóttir þakkaði stjórn og framkvæmdastjóra fyrir gott samstarf en hún situr nú sinn síðasta stjórnarfund.  Halla Steinólfsdóttir þakkaði einnig gott og skemmtilegt samstarf en sama staða er hjá henni.  Formaður þakkaði Höllu og Gyðu ánægjulegt samstarf fyrir hönd stjórnar og framkvæmdastjóra.

 

leira ekki gert og fundi slitið kl. 18:00.
HBJ