78 – Sorpurðun Vesturlands
Sjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn fimmtudaginn 5. júní 2014 kl. 14:00 á skrifstofu Akraneskaupstaðar.
Mætt voru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Ingibjörg Valdimarsdóttir, Sævar Jónsson, Friðrik Aspelund, Auður Ingólfsdóttir og Halla Steinólfsdóttir. Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.
1. Kosning formanns og varaformanns.
Stungið upp á Kristni Jónassyni sem formanni og Gyðu Steinsdóttur sem varaformanni. Samþykkt.
2. Fundargerð síðasta fundar og aðalfundar.
Lagðar fram og samþykktar.
3. Lokun eldri urðunarstaðar.
a. Erindi frá Umhverfisstofnun
Lokunaráætlun fyrir eldra urðunarsvæðið í Fíflholtum var send til Umhverfisstofnunar 17. mars sl. UST hefur samþykkt þær ráðstafanir sem fyrirhugaðar eru í lokunaráætlun og ítrekar að frágangur á svæðinu fari allur fram á árinu 2014. Gengið hefur verið frá starfsleyfistryggingu vegna eldra svæðis og mun 10 M.kr. innistæða á bundnum innlánsreikningi standa undir vöktun staðarins til 30 ára. UST mun láta þinglýsa fyrirmælum um frágang og vöktun á landið í samræmi við 8. mgr. 43. gr. laga um meðhöndlun úrgangs.
4. Starfsleyfi og rekstur nýs urðunarstaðar
a. Gasmál – eftirlit UST 2. júní 2014.
Reglubundið eftirlit UST fór fram 2. júní sl. Eftirlitsskýrsla UST liggur ekki fyrir en framkvæmdastjóri fór yfir helstu atriði sem komið var inn á. Rætt um mælingar á sigvatni, mælingar í úttaksrásum og borholum. Farið vandlega yfir lið 5 í starfsleyfi sem lítur að innra eftirliti.
5. Gasmælingar í yfirborðslagi reina.
a. Mastersverkefni – Guðrún Meyvantsdóttir, vörn í HÍ 26.05.2014.
Framkvæmdastjóri sagði frá mastersverkefni sem unnið hefur verið af Guðrúnu Meyvantsdóttur og fjallar m.a. um uppgufun metans frá urðunarstöðum. Í verkefninu vann hún rannsóknir í Fíflholti og Kirkjuferjuháleigu.
b. Rannsóknir – metangasrannsóknir og oxun í yfirborðslagi.
Rætt um áframhaldandi rannsóknarvinnu á urðunarsvæðinu. Samþykkt að halda áfram frekakari rannsóknum á því sem þegar hefur verið hafið.
6. Gjaldskrármál.
Rætt um framsetningu gjaldskrár Sorpurðunar Vesturlands hf., þ.e. þann hluta hennar sem gildir þegar komið er með úrgang sem er ekki í samræmi við reglur urðunarstaðarins. Framkvæmdastjóra falið að skoða gjaldskrána með starfsmönnum í Fíflholtum.
7. Nefnd um aukna hagsmunagæslu í úrgangsmálum.
a. Fundargerð frá 17. febrúar 2014
Lögð fram.
8. Önnur mál.
a. Trjárækt
Rætt um trjárækt sem mótvægisaðgerð fyrir urðunarstaðinn. Friðrik kynnti hugmyndir.
b. Vélar og tæki í Fíflholtum
Formaður og framkvæmdastjóri kynntu vangaveltur um vélamál.
c. FENÚR-fundur 22.05.2014
Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi FENÚR.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 15:50.
HBJ fundarritari.