65 – Sorpurðun Vesturlands

admin

65 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A R G E R Ð

 Sorpurðunar Vesturlands hf.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á Hótel Hamri.  þriðjudaginn 28. júní 2011 kl. 17.

 

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands hf. haldinn á Hótel Hamri þriðjudaginn 28. júní kl. 17.  Mætt voru: Kristinn Jónasson, Gyða Steinsdóttir, Sveinn Pálsson, Friðrik Aspelund, Þröstur Ólafsson og Magnús Freyr Ólafsson.  Bergur Þorgeirsson boðaði forföll.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri, sem ritaði fundargerð.

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.        Uppgjör  jan – apríl 2011.

2.        Endurnýjun starfsleyfis urðunarstaðarins í Fíflholtum.

3.         Gasmyndun og lausnir m.t.t. beislunar metangass.

4.        Botnþétting.  Sýna fram á þéttni bergsins að 9,6 metrum.

5.        Fundargerðir

6.        Önnur mál.

 

1.      Uppgjör  jan – apríl 2011.

Lagt fram uppgjör fyrir tímabilið jan. – apríl.  Lagðar fram magntölur fyrir fyrstu fimm mánuði ársins.

 

2.      Endurnýjun starfsleyfis urðunarstaðarins í Fíflholtum.

Fundur með fulltrúum UST 27.04.11

Framkvæmdastjóri gerði grein fyrir fundi sem haldinn var með fulltrúum UST 27.04.11 sl. Markmið fundarins var að fara yfir þau atriði, og gögn, sem þurfa að liggja fyrir við endurnýjun starfsleyfis árið 2012.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að halda áfram undirbúningsvinnu við endurnýjun starfsleyfis.

 

Reglugerð 738/2003.

Vakin athygli á reglugerð 738/2003.

 

3.       Gasmyndun og lausnir m.t.t. beislunar metangass.

Undanþága frá metangassöfnun lýkur þann 16. júlí n.k. og hefur verið sent erindi til umhverfisráðherra og óskað eftir frekara svigrúmi til rannsókna svo faglegri niðurstaða liggi 

fyrir við hönnun á söfnunarkerfi og úrvinnslu metangassins.

  

a.    Erindi UST 16.05.11.  Tímabundin undanþága frá gassöfnun.

Lagt fram erindi UST dags. 16.05.11 þar sem minnt er á að fresturinn sé að renna út.

b.   Minnisblað Lúðvíks Geirs til rekstraraðila urðunarstaða.

Lagt fram.

c.    Gögn úr mastersverkefni – hauggasmyndun á urðunarstöðum.

Lagt fram og rætt um niðurstöður verkefnisins.

d.   Minnisblað frá Mannvit dags. 12.05.11

Lagt fram minnisblað frá verkfræðistofunni Mannvit og tekur það til verklags m.t.t. hugsanlegs fyrirkomulags við beislun á metangasi í Fíflholtum.

e.    Kynning á niðurstöðum hauggasmælinga, Lúðvík Gústafsson, kynning fyrir UST 03.06.11

Sagt frá kynningu L.G. í UST á niðurstöðum mastersverkefni Atla Geirs Júlíussonar.

 

4.      Botnþétting.  Sýna fram á þéttni bergsins að 9,6 metrum.

a.    Ágúst Guðmundsson, minnisblað frá 31.03.11.

Lagt fram.

b.   Mannvit, hugmyndir að rannsóknum, dags. 09.06.11

Lagður fram tölvupóstur frá Matthíasi Loftssyni sem   gengur út á hvernig sé hugsanlega hægt að mæla botnþéttingu í urðunarreinum ofan við 9,6 metra dýpi. 

         

5.      Fundargerðir

a.    Hagsmunagæslunefnd sveitarfélaganna í úrgangsmálum. 11.02.11.  Lögð fram.

 

6.      Önnur mál.

a.    Deiliskipulag. –  tengist umsókn um endurnýjun starfsleyfis.

Lögð fram gögn því til stuðnings en það var unnið árið 1999.

b.   Hreinsikerfi í Fíflholtum. – Sent til upplýsinga og ánægju.

Lögð fram gögn frá VST-Jóni Ágústi Guðmundssyni, (JÁG) sem lýsa hreinsikerfi í Fíflholtum.

c.    Endurheimt votlendi – til upplýsinga.

Lagt fram bréf frá VST – JÁG frá 6.02.02 sem gefur upplýsingar um endurheimt votlendis í landi Saura í Borgarbyggð.  Stíflaðar voru tvær tjarnir til að koma á móts við það land sem fór undir urðunarstaðinn í Fíflholtum.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18:30.

Hrefna B. Jónsdóttir.