61 – Sorpurðun Vesturlands

admin

61 – Sorpurðun Vesturlands

F U N D A G E R Ð

 Sorpurðunar Vesturlands hf.

3. nóvember 2010

Stjórnarfundur í Sorpurðun Vesturlands,  haldinn  á skrifstofu SSV í Borgarnesi,  3. nóvember 2010 kl. 15.

 

Stjórnarfundur haldinn á skrifstofu SSV í Borgarnesi miðvikudaginn 3. nóvember 2010 og hófst fundurinn kl. 15.  Mætt voru: Guðbrandur Brynjúlfsson, Sigríður Gróa Kristjánsdóttir, Sæmundur Víglundsson, Bergur Þorgeirsson, og Arnheiður Hjörleifsdóttir. Sigríður Finsen og Kristinn Jónasson voru í símasambandi við fundinn.  Einnig sat fundinn Hrefna B. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri.

 

Formaður setti fund, bauð fundarmenn velkomna og gekk til dagskrár sem er eftirfarandi:

 

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1.     Rekstrartölur fyrir árið 2010.

2.     Fjárhagsáætlun og gjaldskrá.

3.     Verklagsregla fyrir asbeströr

4.     Áhættumat

5.     Reglur um móttöku sláturúrgangs.

6.     Reglugerð um dýraleifar.

7.     Sameiginlegur fundur sorpsamlaganna 12. nóv. 2010.

8.     Fundargerðir.

9.     Önnur mál.

 

1.   Rekstrartölur fyrir árið 2010.

Framkvæmdastjóri lagði fram rekstrartölur fyrir árið 2010, en gögnin byggja á tölum fram til septemberloka.  Sorp hefur dregist saman  um 5,5% í lok okt. í samanburði við árið 2009, sem er heldur minna en búist var við.  Áætlað er að sorpmagn verði um 8.500 tonn á árinu.

 

2.   Fjárhagsáætlun og gjaldskrá.

Framkvæmdastjóri lagði fram endurskoðaða fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og fjárhagsáætlun fyrir árið 2011.  Frávik eru lítil sem engin í rekstri yfirstandandi árs. Áætlað er að sorpmagn verði um 8.500 tonn á árinu og reiknað er með 15% samdrætti á árinu 2011.  Mörg sveitarfélög eru komin með tveggja tunnu kerfi og flokkun að aukast.  Fjárhagsáætlun lögð fram 5,8 millj. kr. tekjuafgangi en þá hefur ekki verið tekið tillit til afskrifta vegna framkvæmda við urðunarrein nr. 4 sem mun verða tekin í notkun á árinu 2011 og afskrift mun verða í hlutfalli við notkunartíma.

 

Gjaldskrá

Samþykkt að hækka gjaldskrána.  Almennt sorp úr 5,50 pr. kg.  í 6,10 pr. kg.  Sláturúrgangur úr 11,30 kr. pr. kg. Í 12,20 pr. kg. Hækkunin tekur gildi frá og með 1. janúar 2011.  Móttaka og stöflun asbeströra 10,30 kr. pr. kg. og tekur sú hækkun gildi 15. nóvember 2010.  Í hækkunni kemur nú fram tryggingaákvæði urðunarstaða en 30 aurar af hverju kg. leggjast inn á sérstakan reikning sem mynda skal til að mynda fjárhagslega ábyrgð fyrir urðunarstaðinn og á að tryggja vöktun hans eftir að starfsemi lýkur.

 

Rætt um skoðun á hagræðigarmöguleikum og viðraðar hugmyndir um stækkun þjónustusvæðis.  Flokkun eykst, stefnt er að minnkun lífræns úrgangs til urðunar og því hagkvæmari úrgangur til urðunar.  Formanni og framkvæmdastjóra falið að skoða rekstur félagsins m.t.t. stefnumótunar.

 

Fjárhagsáætlun samþykkt.

 

3.   Verklagsregla fyrir asbeströr.

Lögð fram ný verklagsregla fyrir móttöku asbeströra sem samþykkt hefur verið af Umhverfisstofnun.

 

4.   Áhættumat

Lagt fram minnisblað Stefáns Gíslasonar, UMÍS, varðandi kröfu UST um skoðunþess að vinna áhættumat vegna sigvatns frá urðunarstaðnum.   Engin viðbrögð hafa komið frá Umhverfisstofnun enda náttúrulegar aðstæður með þeim hætti að ekki telst þörf á því að vinna áhættumat vegna þess hve berglagið er þykkt og þétt.

 

5.   Reglur um móttöku sláturúrgangs.

Lagðar fram til afgreiðslu reglur um móttöku sláturúrgangs sem fulltrúar stjórna sorpsamlaganna á SV-horninu hafa látið vinna. Lagt er til að reglurnar verði samþykktar af stjórnum sorpsamlaganna og innleiddar hið fyrsta.  Samþykkt með fyrirvara um orðalag varðandi meðhöndlun áhættuflokks 1 og 2.  Framkvæmdastjóra falið að fylgja því eftir.

 

6.   Reglugerð um dýraleifar.

Lögð fram gögn er varða nýja reglugerð nr. 760/2010 en í 8. gr. Er um breytingu að ræða sem varðar nýtingu á kjötmjöli og moltu til áburðar.  Reglugerðin hefur verið innleidd án þess að hafa verið send sveitarfélögum til umsagnar en sveitarfélög og fyrirtæki hafa fjárfest í lausnum m.v. þá reglugerð sem í gildi var og kemur þessi sending sér því afar ill fyrir nokkur fyrirtæki.  Samband íslenskra sveitarfélaga hefur tekið að sér að sinna þessu málefni og hefur nú þegar skrifað landbúnaðarráðherra erindi vegna þessa.

 

7.   Sameiginlegur fundur sorpsamlaganna 12. nóv. 2010.

Boðað er til sameiginlegs fundar allra stjórna sorpsamlaganna á SV landi föstudaginn 12. nóvember n.k.  Rætt um samstarf og væntanlegan fund.

 

8.   Fundargerðir.

a.    Samráðsnefnd sorpsamlaganna 23.08. og 8. okt. 2010.

b.   Verkefnisstjórn um aukna hagsmunagæslu  á sviði úrgangsmála 6.10.2010.

Lagðar fram.

 

9.   Önnur mál.

a.    Botnþétting og lektarstuðull (Gögn frá Sorpu)

Lögð fram gögn.  Umræður um botnþéttingu og kröfur UST í því sambandi.

 

b.   Gasverkefni á urðunarstöðum.

Framkvæmdastjóri sagði frá stöðu vinnu við gasverkefni á urðunarstöðum á landsbyggðinni.  Verkefnið verður kynnt á haustfundi FENÚR 5. nóv. n.k.

 

c.    Hagmunagæsla sveitarfélaga í úrgangsmálum.

Samþykkt að taka þátt í áframhaldandi starfi verkefnisstjóra um hagsmunagæslu fyrir sveitarfélögin í úrgangsmálum.

 

d.   Haustfundur FENÚR 5.11.2010

Dagskrá fundarins lögð fram.

 

e.    Opnun gámastöðvar í Búðardal.

Framkvæmdastjóri sagði frá hátíðlegri viðhöfn þegar gámastöð var opnuð í Búðardal 23. sept. sl.

 

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari: Hrefna B. Jónsdóttir