69 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

admin

69 – Heilbrigðisnefnd Vesturlands

Heilbrigðiseftirlit Vesturlands
Borgarbraut 14, Borgarnesi
Stillholti 16-18, Akranesi
 
FUNDARGERÐ
69.  FUNDAR HEILBRIGÐISNEFNDAR VESTURLANDS

miðvikudaginn 28.02.2007 kl. 16.00 kom heilbrigðisnefnd Vesturlands saman til fundar í fundarsal bæjarskrifstofu Akraness, Stillholti 16-18.

Mætt voru:
                              Björn Elíson
                              Jón Pálmi Pálsson
                              Finnbogi Rögnvaldsson
                              Rósa Guðmundsdóttir
                              Sigrún Guðmundsdóttir
                              Ragnhildur Sigurðardóttir
                              Helgi Helgason
                              Laufey Sigurðardóttir, sem ritaði fundargerð
                              Jón Rafn Högnason boðaði forföll

1. Bréf UST, 15.02. varðandi túlkun um pökkunardag matvæla
Lagt fram.

2. Útsend drög Umhverfisráðuneytis að reglugerð um merkingu   erfðabreyttra matvæla, dags. 06.02.2007.
Nefndarmenn voru yfirleitt ánægðir með að reglur hefðu verið settar um þennan vöruflokk en töldu að hér væri enn verið að auka starf heilbrigðisfulltrúa
Jón Pálmi lagði fram eftirfarandi tillögu:
,,Heilbrigðisnefnd Vesturlands mótmælir framkominni reglugerð þar sem verið er að auka verkefni heilbrigðiseftirlits sveitafélaga án þess að auknir fjármunir fylgi með. Heilbrigðisnefnd Vesturlands hvetur Samband Ísl. sveitafélaga að sjá til þess að í þeim tilfellum sem ríkisvaldið felur sveitarfélögum og stofnunum þeirra aukin verkefni, fylgi því fjármagn þannig að hægt sé að sinna umræddum verkefnum”.    
Tillagan samþykkt samhljóma og bent á að senda öðrum heilbrigðiseftirlitssvæðum efni tillögunnar.
 
3. Bréf Hafrannsóknastofnunar, dags. 07.02., vegna efnainnihalds sjósýna í Grundarfirði
Framkv.stj.  kynnti málið. Rætt var við bæjarstjóra Grundafjarðar um málið og           ákveðið að athuga málið betur þegar sjórinn færi að hlýna.
Heilbrigðisnefndin beinir því til sveitastjórnar að fylgjast vel með sjónum þarna og rannsaka efnainnihaldið reglulega í framhaldi af fyrirliggjandi rannsóknaniðurstöðum.
 
4. Bréf Matíss um afslátt af rannsóknum, dags. 12.01.2007
Bréf frá Matís þar sem boðinn er allt að 20%afsláttur. Í bréfinu er tekið fram að gjaldskráin sé óbreytt frá því sem var hjá rannsóknastofu UST.
Ennfremur lagt fram bréf UST, dags. 26.02., þar sem bent er á að UST hafi rétt til skoðunar á rannsóknaniðurstöðum matvæla sem heilbrigðiseftirlitið tekur sbr. breytingu á matvælalögum sem tók gildi 1. janúar s.l.
Miklar umræður urðu um málið og kom fram Umhverfisstofnun hefði áður niðurgreitt rannsóknaniðurstöður um 35% fyrir afnot af þeim. Þessar niðurgreiðslur hafa nú verið felldar niður. Einnig var í sambandi við þetta mál rætt um eignarrétts þess sem greiddi fyrir sýni. Má í því sambandi benda á einkaaðila sem óskar eftir sýnatöku af hálfu heilbrigðiseftirlits.
Heilbrigðisnefndin samþykkti að endurskoða gjaldtöku fyrir sýni og hækka sýnatökugjald um þá upphæð sem nemur skertum niðurgreiðslum frá UST.
Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Jóni Pálma:
,,Heilbrigðisnefnd Vesturlands mótmælir framkominni breytingu á lögum þar sem verið er að auka verkefni heilbrigðiseftirlits sveitafélaga án þess að auknir fjármunir fylgi með. Heilbrigðisnefnd Vesturlands hvetur Samband íslenskra sveitafélaga að sjá til þess að í þeim tilfellum sem ríkisvaldið felur sveitarfélögum og stofnunum þeirra aukin verkefni, fylgi því fjármagn þannig að hægt sé að sinna umræddum verkefnum”.    
Tillagan samþykkt samhljóða og verður hún send Umhverfisstofnun, Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Samtökum atvinnulífsins.
5. Bréf Helga Guðmundssonar, 25.01.2007 vegna starfsemi skipalyftunnar og starfsemi Þorgeirs og Ellerts á Akranesi
Áréttað að útgefið starfsleyfi til Þ og E frá 2004 geri þá ábyrga gagnvart allri þeirri starfsemi sem þarna fer fram, einnig í skipalyftunni. Framkv.stj. falið að senda þessa áréttun, með formlegu bréfi, til Þ og E og óska eftir athugasemdum þeirra ef einhverjar eru.
 
6. Aðalskoðun leiksvæða, bréf UST, dags. 11.12.2006
Fram kemur í bréfinu að aðeins löggildir aðilar megi framkvæma aðalskoðun leiksvæða.
Samþykkt að áframsenda erindið til sveitastjórna, til upplýsingar.
 
7. Skoðun leiktækja og endurnýjun leiksvæða sbr. reglugerð nr. 942/2002
Framkv.stj. kynnti ákvæði reglugerðar nr. 942/2002 um eftirlit og skoðum á leiksvæðum.
8. Gildistími starfsleyfa
Samþykkt að gefa starfsleyfi að jafnaði út til 12 ára með endurskoðunarákvæðum á fjögurra ára fresti.
 
9. Starfsleyfi:
• Endurnýjun á starfsleyfi fyrir Matfugl ehf. Hurðarbaki, Hvalfjarðarsveit
  Samþykkt með fyrirvara að ekki þurfi að auglýsa starfsleyfið).
• Kósý Ljós, sólbaðstofa, Grundargötu 25, Grundarfirði
  Samþykkt
• Mjólkursamsalan, Brekkuhvammi 15, Búðardal 
  Samþykkt
• Eigendaskipti starfsleyfis tengivirkis Vatnshömrum
  Samþykkt
• Krónan, Kaupás, Dalbraut 1, Akranesi
  Samþykkt
• Hrói Höttur, deiggerð, Hafnarbraut 12a, Akranesi
  Samþykkt
• Byggðastofnun, starfsmannabústaður, Kirkjubraut 11, Akranesi
  Samþykkt
• Fiskmarkaður Íslands, Faxabraut 5, Akranesi
  Samþykkt
• Fjölflutningar, Ægisbraut 9, Akranesi
  Samþykkt
• Gámaþjónustan, Höfðaseli 15 og Kalmansvöllum 3, Akranesi
  Samþykkt
• Ístak, mötuneyti, Grundartanga
  Samþykkt
 
10. Önnur mál
a) Framkv.stj. fór yfir ógreitt gjöld m.a. vegna lífeyrissj.mála og til starfsmanns. Björn lagði til að öll fjármálaumsýsla yrði færð til Borgarbyggðar ef samningar takast um slíkt, þannig að starfsmenn gætu sinnt betur þeim störfum sem snúa að heilbrigðiseftirlitinu.
Tillaga frá Jóni Pálma:
,,Heilbrigðisnefnd samþykkir að fela formanni að ganga til samninga við Borgarbyggð um fjárhags- og bókhaldslega þjónustu vegna Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, þannig að skrifstofa Borgarbyggðar annist færslu- og greiðslu reikninga, daglegt bókhald til undirbúnings uppgjörs, útsendingu innheimtukrafna og annað sem fylgir daglegri umsjón bókhalds og fjárreiðna í samvinnu við framkvæmdarstjóra á hverjum tíma”.
Jón Pálmi lagði einnig til að fjárhagsáætlun ársins yrði tekin upp og  framlög sveitarfélaga endurskoðuð með hliðsjón af fjárþörf  HEV innan ársins þannig að ekki þurfi að reka starfsemina á dýrum yfirdrætti.
Samþykkt samhljóða


b) Nýir rekstrarleigubílar starfsmanna. Samþykkt að bílarnir verði merktir heilbrigðiseftirlitinu. Einnig að starfsmenn yrðu merktir.

c) Heilbrigðisnefndin samþykkti að óska nýjum forstjóra UST velfarnaðar í starfi með ósk um ánægjulegt samstarf.

d) Starfsmannamál rædd.

e) Ragnhildur og Sigrún komu inn á eld í urðunarstað í Fíflholtum sem þær urðu varar við á leiðinni á fundinn.
Í framhaldi af þessu minntist JPP á áramótabrennu í Krosslandi Hvalfjarðarsveit, sem logaði fram til 2. janúar s.l., og lagði til að sýslumanni yrði sent erindi um þetta mál og athugasemdir.
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 18.05