5 – Sorpurðun Vesturlands – aðalfundir

admin

5 – Sorpurðun Vesturlands – aðalfundir

8. AÐALFUNDUR SORPURÐUNAR VESTURLANDS HF.
Mótel Venus, 27. febrúar 2004 kl. 13.30.

Guðbrandur Brynjúlfsson, formaður stjórnar, setti fundinn bauð fundarmenn velkomna.  Hann gerði tillögu um Jón Pálma Pálsson sem fundarstjóra, og Þorvald T. Jónsson fundarritara.
 
Dagskrá fundarins:
1. Skýrsla stjórnar
2. Ársreikningar félagsins
3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna
4. Ákvörðun um hvernig fara á með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
5. Kosning stjórnar.
6. Kosning löggilts endurskoðanda og skoðunarmanns.
7. Önnur mál sem hafa verið löglega fram borin eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.

 

Í upphafi kannaði fundarstjóri lögmæti fundarins og var hann lögmætur.

 

Fundarstjóri bar upp tillögu frá stjórn um uppstillingarnefnd. Tilnefndir voru:
Þorvaldur Vestmann.
Kristinn Jónasson
Bergur Þorgeirsson

 

1.  Skýrsla stjórnar.
Formaður flutti skýrslu stjórnar.  Fram kom að starfsemin hefur gengið vel á árinu.  Skýrði hann m.a. frá breytingum á gjaldskrá á árinu, og fyrirhugðu auknu samstarfi við aðra aðila sem starfa á sama sviði.  Einnig kom fram að löggjöf og reglur sem lúta að starfseminni eru í stöðugri mótun sem birtist m.a. í nýrri löggjöf um úrvinnslugjald og lögum um meðhöndlum úrgangs.  Vaxandi skyldur eru lagðar á sveitarfélög í málaflokknum, m.a. með kröfu um gerð úrgangsáætlunar auk þess sem sveitarfélögum er skylt að innheimta með sérstöku gjaldi raunkostnað vegna söfnunar og förgunar úrgangs.  Þá skýrði formaður frá tilraunum sem nú eru gerðar í Eyjafirði um jarðgerð lífræns úrgangs og möguleikum á vinnslu metangass úr lífrænum úrgangi.  Formaður þakkaði stjórnarmönnum og öðru samstarfsfólki gott samstarf á árinu.

 

2.  Ársreikningar félagsins.
Hrefna B Jónsdóttir skýrði ársreikninga félagsins.
Niðurstaða rekstrarreiknings er 970 þús. kr. Rekstrarhalli.  Heildartekjur ársins 2003 voru 33,3 millj. kr.  Afskriftir  ársins eru 8,3 millj. kr.
Heildareignir eru 36,5 milljónir, skuldir 20,9 millj. og eigið fé 15,6 millj.
Fram kom í umræðum það sjónarmið að gjaldskrá Sorpurðunar ætti að endurspegla þá staðreynd að sveitarfélögin, þ.e. rekstraraðilar bera ábyrgð á urðunarsvæðinu skv. lögum en ekki aðrir aðilar sem koma með úrgang til urðunar.

Fundarstjóri bar upp reikningana og voru þeir samþykktir samhljóða.

 

3.  Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
Lagt var til að greiðsla fyrir fundarsetu  yrði 7.000 kr. pr. fund og 14.000 kr. fyrir formann.  Greiðslur yrðu fyrir ferðakostnað samkvæmt reglum ríkisskattstjóra.
Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

4.  Ákvörðun um hvernig fara á með hagnað eða tap félagsins á reikningsárinu.
Fundarstjóri bar upp tillögu þess efnis að tap ársins 2003 yrði fært til lækkunar eigin fjár.  Tillagan var samþykkt samhljóða.

 

5.  Kosning stjórnar
Þorvaldur Vestmann flutti tillögu uppstillingarnefndar:
Gunnólfur Lárusson.
Kristinn Jónasson
Sigríður Gróa Kristjánsdóttir
Guðbrandur Brynjúlfsson
Sæmundur Víglundsson
Bergur Þorgeirsson.
Magnús Ingi Bæringsson
Tillaga uppstillingarnefndar var samþykkt samhljóða.

 

6.  Kosning löggilts endurskoðanda og skoðunarmanns.
Lögð var fram tillaga um að KPMG endurskoðun sæi áfram um endurskoðun félagsins.   Skoðunarmaður félagsins áfram Davíð Pétursson og varamaður hans Eiríkur Ólafsson.
Samþykkt samhljóða.

 

7.  Önnur mál sem hafa verið löglega fram borin eða fundurinn samþykkir að taka til meðferðar.

Stjórn flutti þakkir til Guðna Hallgrímssonar fráfarandi stjórnarmanns.


Fundarstjóri sleit fundi.

 

Fundarritari,
Þorvaldur T. Jónsson.