4 – SSV samgöngunefnd

admin

4 – SSV samgöngunefnd

F U N D A R G E R Ð
Samgöngunefnd SSV, föstudaginn 27. apríl 2001 kl. 11.
Fundur haldinn í samgöngunefnd SSV, föstudaginn 27. apríl 2001 kl. 11.
Mættir voru Davíð Pétursson, Guðmundur Vésteinsson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Magnús Valur Jóhannsson, Sigríður Finsen, Sigurður Rúnar Friðjónsson, Þórður Þórðarson og Hrefna B. Jónsdóttir.
 
Fyrir fundinum lá eftirfarandi dagskrá:
1. Undirbúningur fyrir fund með alþingismönnum Vesturlands.
2. Fundur með alþingismönnum Vesturlands.
 
Undirbúningur fyrir fund með alþingismönnum Vesturlands.
Formaður nefndarinnar, Davíð Pétursson, bauð fundarmenn velkomna.  Á síðsta stjórnarfundi 9.3.2001 var farið yfir vegaáætlun og  forgangsröðun verkefna.  Unnið var út frá þeim ákvörðunum sem þar voru teknar.  Sigurður Rúnar bætti því við að einbreytt slitlag í Dölum væri orðið varasamt auk þess sem malarvegir væru orðnir viðhaldsþurfi. 
 
Fundur með alþingismönnum Vesturlands.
Til fundarins mættu alþingismenn og ráðherra Vesturlands.  Mættir voru: Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra, Magnús Stefánsson, Jóann Ársælsson, Guðjón Guðmundsson og Gísli S Einarsson. 
Sturla bauð samgöngunefnd og gesti hennar velkomna til fundarins.  Hann gaf formanni nefndarinnar orðið.
Davíð fór yfir þau mál sem efst eru í hugum nefndarmanna og þau eru:
X Borgarfjarðarbraut-Grafarkot en þar er hröð umferð, vegur slæmur og lítil löggæsla. Var vísað til ályktunar Bæjarráðs Borgarbyggðar frá 26. apríl sl. þar sem lögð er áhersla á að áætlunum um endurbyggingu á þjóðvegi 1 frá Gljúfurá að Brekku í Norðurárdal  verði hraðað  sem kostur er.
ü Farið verði fyrr í vegaframkvæmdir við neðri leiðina frá Reykholti að Húsafelli.
X Fjármagn til vegaframkvæmda verði aukið til Vesturlands einkum m.t.t. þungaflutninga sem eru miklir.
X Einbreytt slitlag í Dölum.
X Malarvegir í svelti.
 
Davíð minnti á ályktanir aðalfundar SSV þar sem m.a. var ályktað varðandi Sundabraut, Grunnafjörð, Útnersveg, girðingamál meðfram fjölförnum þjóðvegum o.fl.  Að lokum nefndi hann að vegur frá Fossamelum að Borgarfjarðarbraut væri illa farinn og brú yfir Hvítá hjá Stafholtsey og bundið slitlag yfir Hestháls og Geldingadraga yrði til að létta á umferð í gegnum Borgarnes.
 
Sturla sagði vaxandi kröfu vera orðna um að bæta vegi á ferðamannaleiðum.  Kröfurnar væru orðnar meiri og nefndi hann að tekist hefði að lagfæra veginn inn að Eiríksstöðum sl. sumar.  35 milljóna króna framlag væri nú til jaðarvega en sú upphæð væri ekki há og auðvelt að eyða því.  Hann sagði ekki auðvelt að finna fjármagn í ný verkefni þar sem framlag til vegamála hefði aukist verulega.   Hann sagði það umhugsunarefni að breyta framkvæmdaáætlun varðandi Hálsasveitarveg og það yrði skoðað.
 
Guðjón Guðmundsson ræddi Hálsasveitarveg og þjóðveg nr. 1 í Norðurárdal.  Hann fór yfir rökin fyrir því að breyta forgangsröðun framkvæmda í Hálsasveit með nefndarmönnum.  Fundarmenn voru almennt á því að byrja á neðri kaflanum.  Hann væri lélegur og takmarka þyrfti þungaflutninga verulega á þeim tímum sem vegurinn væri viðkvæmastur auk þess sem allt að tvöfalt meiri umferð er um neðri hlutann en þann efri.   Guðjón varpaði einnig fram þeirri spurningu hvort að fundarmönnum þætti mikilvægt að auka lýsingu í Hvalfjarðargöngum.  Hann sagði að vísbendingar væru slæm birtuskilyrði í göngunum og spurning hvort ekki þyrfti skoða það mál. 
 
Gísli S Einarsson ræddi flýtimeðferð þjóðvegar 1 í Stafholtstungum.  Hann sagði versta kaflann frá Munaðarnesi að Hrauná.  Hann velti upp þeirri spurningu hvort að hægt væri að taka einhvern afmarkaðan kafla til lagfæringar.  Hann sagði mikið hafa verið kvartað við sig yfir malarvegum á Mýrum.  Hann tók undir það með Davíð að vegur yfir Hestháls væri nánast hruninn. 
 
Jóhann Ársælsson fagnaði því að Sundabrautin væri komin inn í umræðuna.  Einnig taldi hann að leggja þyrfti áherslu á Útnesveg þar sem hann væri eini vegurinn sem lægi á láglendi um Snæfellsbæ.  Hann nefndi einnig þjóðveg nr. 1 í gegnum Borgarnes.
 
Kolfinna sagði frá fundi í Borgarbyggð varðandi flutning þjóðvegar nr. 1 í gegnum Borgarnes.  Hún vitnaði í skýrslu Borgarnesnefndar, sem er nýkomin út, og er samanburður valkosta varðandi þjóðveg nr. 1 um Borgarnes.  Hún sagði að almennt skynjaði hún það þannig að Borgnesingar vildu ekki setja veginn út fyrir Borgarnes að svo stöddu.  Ekki ætti þó að útiloka lagningu þjóðvegarins meðfram Borgarnesi til lengri tíma litið.  Fundarmenn voru sammála um að laga þyrfti veginn í gegnum plássið og koma yrði til móts við vilja heimamanna varðandi lausnina.  
 
Magnús Stefánsson þakkaði fundinn og sagði hann góða upprifjum fyrir sig þar sem hann væri nú nýkominn aftur til starfa á Alþingi.
 
Fundarmenn lýstu ánægju sinni yfir:
X Vegaframkvæmdum á Bröttubrekku.
X Vatnaheiðarvegi en Snæfellingar líta tilhlökkunaraugum til þess að fá að keyra hann í haust.
X Borgarfjarðarbraut
 
Fundi slitið
 
Fundarritari.
Hrefna B. Jónsdóttir.