2 – SSV samgöngunefnd

admin

2 – SSV samgöngunefnd

F U N D A R G E R Ð
FUNDUR Í SAMGÖNGUNEFND
16. október 2000

Fundur  haldinn í Samgöngunefnd SSV mánudaginn 16. október 2000.  Mættir voru: Davíð Pétursson formaður, Guðmundur Vésteinsson, Kolfinna Jóhannesdóttir, Kristinn Jónasson, Sigríður Finsen, og Hrefna B Jónsdóttir.  Sigurður Rúnar Friðjónsson og Þórður Þórðarson boðuðu forföll.

Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

1. Undirbúningsvinna fyrir aðalfund.
2. Önnur mál.

Davíð Pétursson, formaður, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.

Vífill Karlsson, atvinnuráðgjafi, kom inn á fundinn og kynnti fundarmönnum hluta úr verkefni sem hann vann sl. sumar.  Hans kynning gekk út á upplýsingar um umferðarþunga á árunum 1995 – 1999 undir Hafnarfjalli, sunnan Kerlingaskarðs á Snæfellsnesi, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði.

Fundarmenn sýndu áhuga á því að fá upplýsingar um þróun umferðar t.d.
til Suðurlands, og bera þær tölur saman við þróun umferðar til Vesturlands.  Getgátur eru uppi um að umferð hafi aukist hlutfallslega meira til Vesturlands en til annarra landshluta.

Undirbúningsvinna fyrir aðalfund
Rædd voru vegamál á Vesturlandi og hvað væri brýnast að minna á og ræða á aðalfundi SSV 27. október n.k.  Ákveðin vænting hefur gripið Vestlendinga með tilkomu Hvalfjarðarganga, að flýta vegalagningu yfir Kollafjörð og losna við sviptivindasaman vegkafla um Kollafjörð en sífellt fleiri keyra nú þessa leið t.d. vegna vinnu.  Nefndin fagnaði stórhuga uppgræðsluverkefni sem hafið er á vegum Vegagerðarinnar og Landgræðslufélags Skarðsheiðar og þeim áföngum sem áunnist hafa m.t.t. bættra tenginga við dreifbýli og möguleika í fjarskiptatækni. 
Nefndin setti á blað nokkrar ályktanir fyrir aðalfund.

Fundarritari.
Hrefna B Jónsdóttir