6 – SSV stjórn

admin

6 – SSV stjórn

Stjórnarfundur SSV 27. október að Laugum í Sælingsdal.

 

Mætt voru: Dagný Þórisdóttir, Gísli Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Jónasson, Sigurður Valgeirsson, og Hrefna B. Jónsdóttir. 

 

Sigurður Valgeirsson, aldursforseti nýkjörinnar stjórnar, setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna.  Hann sagði aðeins einn dagskrárlið liggja fyrir fundinum og það væri kosning formanns.  Sigurður bað fundarmenn um tilnefningar.  Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akranesi, stakk upp á Gunnari Sigurðssyni sem formanni og var það samþykkt.  Tillaga kom upp um Sigurð Valgeirsson sem varaformann og var hún einnig samþykkt.

 

 

Gunnar Sigurðsson þakkaði fundarmönnum það traust sem honum væri nú sýnt að kjósa sig formann öðru sinni.

 

Fundi slitið.

 

Fundarritari

Hrefna B Jónsdóttir