Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs Vesturlands

SSVFréttir

Í ár verður Úthlutunarhátíð Uppbyggingarsjóðs í streymi frá Breiðinni á Akranesi föstudaginn 15. janúar. Í útsendingunni tilkynna Ólafur Sveinsson fagstjóri atvinnuráðgjafar og Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi um styrkhafa í flokkum atvinnu- og nýsköpunarstyrkja, menningarstyrkja og stofn- og rekstrarstyrkja til menningarverkefna.
Boðið verður uppá tónlistaratriði auk þess sem Páll S. Brynjarsson framkvæmdastjóri SSV og Helena Guttormsdóttir formaður úthlutunarnefndar flytja ávörp. Þá munu fulltrúar styrkhafa flytja stutta kveðju. Útsendingin hefst klukkan 14:00 á Facebook síðu og Youtube rás SSV og verður auk þess aðgengileg öllum miðlum samtakanna eftir að streyminu lýkur.