Útgáfa Velferðarstefnu Vesturlands

SSVFréttir

Í dag, 12. mars er útgáfudagur Velferðarstefnu Vesturlands. Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi hafa í auknu mæli farið í stefnumótunarvinnu fyrir landshlutann og eru velferðarmál hluti af þeim verkefnum. Við vinnslu velferðarstefnunar var skipaður starfshópur aðila í velferðarmálum á Vesturandi. Það eru fulltrúar frá Heilbrigðisstofnun Vesturlands, dvalar- og hjúkrunarheimilum, æskulýðs-, tómstunda- og forvarnarfulltrúa, stjórnslýslunni, stjórn SSV og frá Starfsendurhæfingu Vesturlands. Auk þessara fulltrúa sátu starfsmenn SSV í hópnum sem starfsmenn vinnuhópsins.

Stefnan er byggð upp á greiningarvinnu hvernig staða velferðarmála er í landshlutanum í dag og var m.a. stuðst við íbúakönnun Vífils Karlssonar hagfræðings hjá SSV. Starfshópurinn setti svo fram stefnumótandi framtíðarsýn og markmið í velferðarmálum Vesturlands.

Velferðarstefna Vesturlands er hönnuð af Antoni Jónasi Illugasyni, grafískum hönnuði frá Ólafsvík og er prentverk í höndum Steinprents ehf í Ólafsvík. Prentað eintak má nálgast á skrifstofu SSV en hægt er að nálgast stefnuna rafrænt á heimasíðu samtakanna, ssv.is.

Stefnt er að því að halda málþing um Velferðarstefnuna og málefni henni tengdri og verður sá viðburður auglýstur síðar.

VELFERÐARSTEFNA VESTURLANDS