Þrjú verkefni af Vesturlandi á Eyrarrósarlistanum 2020

SSVFréttir

Í gær var Eyrarrósarlistinn 2020 opinberaður en alls bárust 25 umsóknir í ár. Eyrarrósin er nú veitt í sextánda sinn og er viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni utan höfuðborgarsvæðisins.

Sex verkefni hafa verið valin á Eyrarrósarlistann í ár og þrjú þeirra eru af Vesturlandi og hafa þau öll hlotið styrki úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands undanfarin ár. SSV óskar aðstandendum þessara glæsilegu hátíða innilega til hamingju með viðurkenninguna.

Verkefnin frá Vesturlandi eru:

Júlíana – hátíð sögu og bóka

Plan B Art Festival

Reykholtshátíð

Sjá nánar