Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar veittir

SSVFréttir

Uppbyggingarsjóður Vesturlands úthlutaði 19 styrkjum til nýsköpunar og atvinnuþróunar í vikunni en sökum aðstæðna í samfélaginu á covid tímum var hætt við að halda Nýsköpunardag og úthlutunarhátíð eins og vant er. Því var ekki um formlega úthlutunarhátíð að ræða að þessu sinni.  Alls voru veittir styrkir að upphæð 16.325.000 og alls bárust 24 umsóknir í sjóðinn.

Verkefnin sem hlutu styrk voru:

 

Lífplast fyrir matvæli úr alginati brúnþörunga Sigríður Kristinsdóttir 3.000.000
Dúnmjúkar Queen Eider ehf 2.300.000
Tinsmíði, smíði minjagripa ofl. Nes sf. / Hafdís Brynja Guðmundsdóttir 1.000.000
Menningar- og söguferðaleið í Dölum Iceland Up Close ehf. 1.000.000
Hágæða gærur og leður.  Framhaldsumsókn. Sláturhús Vesturlands ehf. 1.000.000
Nýsköpunar- og frumkvöðlasetur Dalabyggðar Dalabyggð 950.000
Markaðssetning smáframleiðenda Ljómalind ehf. 750.000
Rafræktun Hólshlíð ehf. 700.000
Stofnun og rekstur nýsköpunar- og skrifstofuseturs í Stykkishólmi Halldór Árnason 625.000
Project MOX Egill Hansson 500.000
Laufey Áskell Þórisson 500.000
Dyflissu Meistarar Borgarfjarðar Samúel Halldórsson 500.000
Öðruvísi upplifanir – Geitalabb, Forystufé og Vörðuganga Sigríður Ævarsdóttir 500.000
Tröllagarður – uppbygging Fossatún ehf. 500.000
Gönguleiðakort í Skorradal Kristín Sverrisdóttir 500.000
Stofnun Streituskólans á Vesturlandi (SV) Aldís Arna Tryggvadóttir 500.000
Skagafiskur ehf Skagafiskur ehf. 500.000
Goðheimar Muninn kvikmyndagerð ehf. 500.000
Útgerðin Ólafsvík – stafræn þróun á tímum Covid Rut Ragnarsdóttir 500.000