Styrkir til nýsköpunar og atvinnuþróunar veittir á Nýsköpunardegi SSV

SSVFréttir

Á miðvikudaginn var haldin Nýsköpunardagur SSV í Landnámssetrinu í Borgarnesi þar sem veittir voru 9 styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. Venjan er að afhenda einnig Nýsköpunarverðlaun Vesturlands á þessum degi en að þessu sinni var ákveðið að afhenda þau á sérstakri afmælishátíð SSV sem verður haldin 15. nóvember n.k. en í ár fagnar SSV 50 ára afmæli.

Páll S. Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV setti athöfnina en byrjað var á því að hlýða á fræðsluerindi frá annars vegar Evu Karen Þórðardóttur, verkefnastjóra hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands sem fjallaði um verkefnið „Fræðslustjóri að láni“ og hinsvegar Heiðari Mar Björnssyni, kvikmyndagerðamanni sem kynnti starfsemi Coworking nýsköpunarseturs á Akranesi.  Eftir mjög svo áhugaverð erindi var farið í að veita styrki til þeirra 9 verkefna sem hlutu styrk að þessu sinni úr Uppbyggingarsjóðnum til nýsköpunar og atvinnuþróunar. Alls voru veittir styrkir að upphæð 9,3 mkr.  en alls bárust 23 umsóknir. Ólafur Sveinsson forstöðumaður atvinnuráðgjafar SSV og Ólöf Guðmundsdóttir, atvinnuráðgjafi SSV afhentu styrkina.

Verkefnin sem hlutu styrki voru:

Íslensk bláskel og sjávargróður ehf. / Fullvinnsla Sjávargróðurs    2.600.000

Iceland Protein ehf. / Frá úrgangi í hátækni matvælavinnslu    1.400.000

Skúli H. Guðbjörnsson / Heimavinnsla landbúnaðarvara í Dölum  1.200.000

Brugghús Steðja ehf.  / Collagen drykkir    1.000.000

Líndal ehf. / innoLegal – skjalabrunnur   1.000.00

Matís ohf. / Vöruþróun folaldakjöts   600.000

Anna Lára Steindal / Hamingjuráðuneytið – sjálfbærnisetur   500.000

Magnús Björn Jóhannsson / Iceland’s little secret’s   450.000