Stjórn SSV tekur undir áskorun um stefnubreytingu í málefnum orkukræfs iðnaðar

SSVFréttir

Á 147. fundi stjórnar SSV kynntu fulltrúar Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar kynntu áskorun sem samþykkt var 27. ágúst af bæjarstjórn Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar varðandi orkukræfan iðnað.  Stjórn SSV ræddi áðurnefnda áskorun og tók heilshugar undir það sem þar segir.  Stjórn bókaði eftirfarandi:

Stjórn SSV tekur heilshugar undir áskorun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar og sveitarstjórnar Hvalfjarðarsveitar til ríkisstjórnar Íslands um stefnubreytingu í málefnum orkukræfs iðnaðar.  Í áskoruninni kemur fram að rekstrarumhverfi orkukræfs iðnaðar á Íslandi hefur versnað til muna vegna mikilla verðhækkana á raforku.  Þær hækkanir geta haft afar slæm áhrif á starfsemi orkukræfs iðnaðar á Vesturlandi, en hann er ein af undirstöðuatvinnugreinum landshlutans.  Því áréttar stjórn SSV mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld endurskoði núverandi stefnu í málefnum orkukræfs iðnaðar og setji Landsvirkjun eigendastefnu.

Mynd: Akraneskaupstadur.is