SSV óskar eftir að ráða verkefnastjóra

SSVFréttir

Verkefnastjóri
Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) óska eftir að ráða verkefnastjóra. Viðkomandi starfar að verkefnum á öllu Vesturlandi.
Starfssvið:
• Ráðgjöf við fyrirtæki, einstaklinga og sveitarfélög varðandi menningarmál
•Umsjón með styrkveitingum Uppbyggingarsjóðs Vesturlands til menningarverkefna
•Vinna við áhersluverkefni sóknaráætlunar Vesturlands og önnur byggðaþróunarverkefni
•Eftirfylgni með velferðarstefnu Vesturlands

Menntunar- og hæfniskröfur:
•Háskólamenntun og reynsla sem nýtist í starfi
•Þekking á menningarlífi og sveitarfélögum
á Vesturlandi er mikils virði
•Jákvæðni, sveigjanleiki og lipurð í samskiptum
•Frumkvæði, fagmennska og geta til að vinna sjálfstætt
•Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
•Góð tölvukunnátta

Upplýsingar veita:
Geirlaug Jóhannsdóttir
geirlaug@hagvangur.is
Gyða Kristjánsdóttir
gyda@hagvangur.is

Umsóknarfrestur er til og með 23. september 2019.
Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is
Umsóknum þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá
og kynningarbréf.