Skipulag um loftslag, landslag og lýðheilsu

SSVFréttir

Mynd: landsskipulag.is

Kynningar- og samráðsfundur um gerð landsskipulagsstefnu í Hjálmakletti Borgarnesi 18. mars 2019 kl. 15-17.

Hafin er vinna við gerð viðauka við gildandi landsskipulagsstefnu þar sem mótuð verður nánari skipulagsstefna um loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.

Lýsing

Lýsing þar sem gerð er grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að mótun stefnunnar liggur frammi til kynningar frá 16. mars til 8. apríl 2019. Lýsingin er aðgengileg á landsskipulag@skipulag.is, eða á
athugasemdagátt á landsskipulag.is.

Kynningar- og samráðsfundur

Skipulagsstofnun stendur fyrir kynningar- og samráðsfundum um landið og eru allir sem áhuga hafa hvattir til að koma og kynna sér hvernig fyrirhugað er að standa að mótun landsskipulagsstefnu og taka þátt í umræðum um æskilegar áherslur og aðgerðir í landsskipulagsstefnu varðandi loftslagsmál, landslag og lýðheilsu.

Haldinn verður kynningar- og samráðsfundur í Hjálmakletti Borgarnesi 18. mars kl. 15-17.

Dagskrá fundar

  • Lýsing landsskipulagsstefnu, kynning og umræður
  • Umræður um áherslur og aðgerðir í skipulagi um loftslag, landslag og lýðheilsu

Húsið opnar 14.45 og heitt á könnunni.

Allir velkomnir

Nánari upplýsingar á landsskipulag.is