Nýr hagvísir um fasteignamarkaðinn

VífillFréttir

Í dag kom út nýr Hagvísir Vesturlands og ber hann titilinn fasteignamarkaður á Vesturlandi 2020. Aðal viðfangsefni þessa Hagvísis er að skoða stöðuna á fasteignamarkaði á Vesturlands og þróun. Leitað var vísbendinga um framboð og eftirspurn íbúða á Vesturlandi og innan þess. Stuðst var m.a. við nýjar tölur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun um íbúðir til sölu og nýbyggingar. Þá var haldið áfram með tölfræði frá fyrri Hagvísi um sama efni og skoðað m.a. hversu margar íbúðir eru á hvern íbúa í dag og þróun um langt árabil. Einnig má finna tölur um fjölda íbúða eftir stærðarflokkum í hverju sveitarfélagi á Vesturlandi. Að lokum voru viðhorf heimamanna skoðuð til fjölgunar orlofshúsa í þéttbýi og reynt að varpa ljósi á hvaða þættir stýra því hvort menn eru neikvæðir eða jákvæðir. Þar var stuðst við nýja skoðanakönnun þar sem 6.000 tóku þátt.