Ný stjórn SSV tekur til starfa

SSVFréttir

Á fyrsta fundi nýrrar stjórnar SSV þann 26. ágúst sl. var Eyjólfur Ingvi Bjarnason oddviti Dalabyggðar kosinn varaformaður SSV og Jósef Kjartansson forseti bæjarstjórnar í Grundarfirði kosinn ritari. Lilja Björg Ágústsdóttir er formaður SSV en hún var kjörin á aðalfundi SSV sem haldin var þann 15. júní sl.

Lilja Björg Ágústsdóttir formaður SSV

Eyjólfur Ingvi Bjarnason varaformaður SSV

Jósef Kjartansson ritari SSV