Fjarkynning menningarfulltrúa um Uppbyggingarsjóð Vesturlands

SSVFréttir

Þar sem opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Vesturlands og hægt er að sækja um styrki til menningarverkefna stóð Sigursteinn Sigurðsson menningarfulltrúi Vesturlands hjá SSV fyrir fjarkynningu um Uppbyggingarsjóð og menningarverkefni. Fjarkynningin fjallaði um hvernig á að bera sig að og svaraði hann spurningum þátttakenda á Facebook síðu SSV.
Hér má nálgast upptöku af fjarkynningunni.
Jafnframt er hægt að bóka viðtal við menningarfulltrúa og fá ráðgjöf vegna menningarverkefna en að sama skapi er hægt að fá ráðgjöf vegna atvinnu- og nýsköpunarverkefna hjá atvinnuráðgjöfum SSV. Nánari upplýsingar um það er að finna á ssv.is/uppbyggingarsjodur-vesturlands. Við minnum á að skilafrestur umsókna er 17. nóvember n.k.