Akraneskaupstaður og Brim stofna þróunarfélag

SSVFréttir

Akraneskaupstaður og Brim hafa tekið höndum saman og stofnað sameiginlegt þróunarfélag. Undirbúningur hefur staðið frá síðastliðnu hausti, þar sem KPMG ráðgjöf hefur leitt vinnuna með þátttöku íbúa og ýmissa hagaðila. Niðurstaðan er stofnun þróunarfélags um atvinnuuppbyggingu og nýsköpun á Breið á Akranesi.

SSV er í hópi aðila sem hafa lýst yfir vilja til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis og skrifaði Lilja Björg Ágústsdóttir formaður SSV undir viljayfirlýsingu fyrir hönd samtakana.

Sjá nánar á akranes.is

Aðilar sem hafa lýst yfir vilja sínum til að eiga samstarf um að á Akranesi byggist upp nýsköpunar- og rannsóknarsetur auk samvinnurýmis. Mynd: Myndsmiðja.